Úrval - 01.05.1953, Síða 19

Úrval - 01.05.1953, Síða 19
Við skulum virða fyrir okkur nokkur nálspor skurð- lœknisins. Þegar lífið hangir á þrœði. Grein úr „Today’s Health“, eftir J. D. Ratcliff. FRUMMAÐURINN saumaði saman sár sín með jurta- þráðum eða dýrasinum. Jafn- vel enn í dag nota Indíánar í Suðurameríku bitkróka á maur- um til að loka sárum. Maurarnir eru látnir bíta í báða sárbarm- ana og klemma þá saman; síð- an er þeim kippt burtu, en bit- krókamir sitja eftir og halda sárinu saman eins og sára- klemmur. Upp af þessu hefur hin háþróaða saumatækni skurðlæknisfræðinnar þróast. Næstum allir þurfa einhvern- tíma á ævinni að láta sauma sig saman: sár eða skurð til- kominn við slys eða læknisað- gerð, bilun við fæðingu o. fl. Sumt af þessum saum er svo einfalt að húsmóðir gæti eins vel gert það og læknir; annar er svo erfiður að fádæma leikni og lipurð, sem aðeins fæst með margra ára þjálfun, þarf til þess að framkvæma hann. Einstaka maður er fæddur með þrengsli í aðalslagæðinni sem liggur frá hjartanu, líkt og mitti á stundaglasi. Torveldar þetta að sjálfsögðu blóðrásina. Skurðlæknirinn lagar þetta með því að skera burtu þrengsl- in og setja nýjan slagæðarbút í staðinn. Að sauma þennan nýja bút er sennilega vanda- samasti saumaskapur í allri skurðlæknisfræðinni — svo vandasamur að aðeins örfáir læknar í heiminum geta leyst hann af hendi. Æðaendarnir eru seigir og eins hálir og blautar hveiti- pípur. Þau 20—30 spor sem tekin eru verða að vera alveg þétt — ella hlýzt af banvæn blæðing. Saumsporin verða að vera nógu sterk til að standast þrýstinginn frá blóðinu sem spýtist í gusum gegnum æðina, en ekki má heldur herða svo mikið að, að rifni út úr. Að innan verða saummótin að vera slétt og fellt — ella get- ur myndast banvænn blóðtappi. Og til þessa vandasama sauma- skapar hefur læknirinn aðeins tíu mínútur; lengur má ekki loka aðalslagæðinni. Næstum eins mikill vandi er að græða hornhimnu í auga. Hornhimnan er gagnsæ, eins konar gluggarúða á auganu;
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.