Úrval - 01.05.1953, Síða 29
FISKIVEIÐAR MEÐ TÖMDUM SKÖRFUM
27
á öllu, að Ichi mundi vera
þekktur fyrir loddaraskap sinn
og líklega hefði eigandinn tam-
ið hann til að le.ika svona hlut-
verk, ef því var að skipta. Eins
og á stóð, var tilraun mín auð-
vitað fyrirfram dæmd til að mis-
heppnast. Áður en við hætt-
um veiðinni, fékk ég að velja
mér sjálfur nokkra fugla, sem
betra var að hemja og tókst
þá allsæmilega. Það er alls ekki
létt verk að halda í við fugl-
ana, og ég mátti hafa mig all-
an við að gæta þess að þeir
þrír fuglar, sem ég stjórnaði,
lentu ekki í flækju. Ég hrósaði
happi yfir því, að ég var ekki
svo ógætinn að bjóðast til að
stjórna öllum hópnum!
Veiðiferðin hafði gengið
ágætlega, — formanninum til
mikillar undrunar. Þegar við
hættum, voru allar fiskkörf-
urnar barmafullar, svo að út
af flóði og formaðurinn og
Ichi áttu fullt í fangi með að
verja aflann fyrir græðgi hinna
fuglanna.
Ef nægur fiskur er, geta
veiðiskarfar veitt um hundrað
og fimmtíu fiska á klukku-
stund, ef haldið er áfram í
striklotu. Við höfðum haldið
áfram í hálfan annan tíma
(auk ,,sýningar“ minnar) og
hafði þá hver fugl veitt um
tvö hundruð og tuttugu fiska.
Þegar þetta er margfaldað með
tólf, sést, að þessi veiðiaðferð
gefur ágætan arð, einkanlega
þegar þess er gætt, að aju-
silungurinn er almennt talinn
mjög ljúffengur og selst fyrir
hátt verð hjá Japönum.
Á meðan við mjökuðumst
hægt og hægt upp ána, og há-
setarnir tveir stjökuðu bátnum
og rauluðu fiskimannasöng, hið
eina hljóð, sem barst að eyrum
mínum, fannst mér eins og ég
væri í annarri veröld. Hérna
á ánni, burtu frá skarkala og
ryki japönsku borganna, var
undursamleg ró og friður yfir
öllu. Þetta fannst mér vera hið
raunverulega Japan. Það var
svo gott að losna um stund frá
þessum stöðugu djúpu hneig-
ingum (Izoioio), sem maður
verður svo leiður á í Japan.
Mennirnir þarna í bátnum með
mér gátu verið þegnar hvaða
lands í veröldinni sem var;
hvenær sem ég leit til þeirra,
mætti mér vingjarnlegt bros
þeirra.
Yfirleitt get ég sagt um alla
fiskimenn, sem ég hef kynnzt
í Japan, að þeir eru blátt áfram
og vinnusamir náungar, sem
láta sig litlu skipta alla hluti
utan starfs síns: fiskveiði,
sjávarföll, bátar og svo hinir
óviðjafnanlegu skarfar; það er
þeirra heimur. Fiskimennirnir
hafa ýmsa einkennilega siði, til
dæmis halda þeir stundum sér-
stakar fórnarhátíðir til að biðja
fyrir sálum þeirra fiska, sem þeir
hafa veitt!
Ó. Sv. þýddi.