Úrval - 01.05.1953, Page 29

Úrval - 01.05.1953, Page 29
FISKIVEIÐAR MEÐ TÖMDUM SKÖRFUM 27 á öllu, að Ichi mundi vera þekktur fyrir loddaraskap sinn og líklega hefði eigandinn tam- ið hann til að le.ika svona hlut- verk, ef því var að skipta. Eins og á stóð, var tilraun mín auð- vitað fyrirfram dæmd til að mis- heppnast. Áður en við hætt- um veiðinni, fékk ég að velja mér sjálfur nokkra fugla, sem betra var að hemja og tókst þá allsæmilega. Það er alls ekki létt verk að halda í við fugl- ana, og ég mátti hafa mig all- an við að gæta þess að þeir þrír fuglar, sem ég stjórnaði, lentu ekki í flækju. Ég hrósaði happi yfir því, að ég var ekki svo ógætinn að bjóðast til að stjórna öllum hópnum! Veiðiferðin hafði gengið ágætlega, — formanninum til mikillar undrunar. Þegar við hættum, voru allar fiskkörf- urnar barmafullar, svo að út af flóði og formaðurinn og Ichi áttu fullt í fangi með að verja aflann fyrir græðgi hinna fuglanna. Ef nægur fiskur er, geta veiðiskarfar veitt um hundrað og fimmtíu fiska á klukku- stund, ef haldið er áfram í striklotu. Við höfðum haldið áfram í hálfan annan tíma (auk ,,sýningar“ minnar) og hafði þá hver fugl veitt um tvö hundruð og tuttugu fiska. Þegar þetta er margfaldað með tólf, sést, að þessi veiðiaðferð gefur ágætan arð, einkanlega þegar þess er gætt, að aju- silungurinn er almennt talinn mjög ljúffengur og selst fyrir hátt verð hjá Japönum. Á meðan við mjökuðumst hægt og hægt upp ána, og há- setarnir tveir stjökuðu bátnum og rauluðu fiskimannasöng, hið eina hljóð, sem barst að eyrum mínum, fannst mér eins og ég væri í annarri veröld. Hérna á ánni, burtu frá skarkala og ryki japönsku borganna, var undursamleg ró og friður yfir öllu. Þetta fannst mér vera hið raunverulega Japan. Það var svo gott að losna um stund frá þessum stöðugu djúpu hneig- ingum (Izoioio), sem maður verður svo leiður á í Japan. Mennirnir þarna í bátnum með mér gátu verið þegnar hvaða lands í veröldinni sem var; hvenær sem ég leit til þeirra, mætti mér vingjarnlegt bros þeirra. Yfirleitt get ég sagt um alla fiskimenn, sem ég hef kynnzt í Japan, að þeir eru blátt áfram og vinnusamir náungar, sem láta sig litlu skipta alla hluti utan starfs síns: fiskveiði, sjávarföll, bátar og svo hinir óviðjafnanlegu skarfar; það er þeirra heimur. Fiskimennirnir hafa ýmsa einkennilega siði, til dæmis halda þeir stundum sér- stakar fórnarhátíðir til að biðja fyrir sálum þeirra fiska, sem þeir hafa veitt! Ó. Sv. þýddi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.