Úrval - 01.07.1954, Side 2

Úrval - 01.07.1954, Side 2
Sinn er siður í landi hverju. Framhald af 3. kápusíðu. að aðrar enn verri plágur kynnu að koma i staðinn. Konur múhammeðstrúarmanna eru ófáanlegar til að láta karl- lækna skoða sig. I Vestur-Afríku er karllækni því aðeins heimilt að skoða konu, að hann sé eldri en maður hennar. Vestur-Afrikubúar hafa megna andúð á hráum mat. Fullorðið fólk telur sér ósamboðið að borða appelsínur. Á nokkrum stöðum í Afríku er kjöt borðað hrátt og allur matur mikið kryddaður með salti. Hvort- tveggja stuðlar að útbreiðslu meltingarkvilla. Porto Ricobúar, sem flestir þjást af vaneldi, fást ekki til að borða ávexti, sem vaxa villt, af þvi að þeir trúa því, að þeir séu eitraðir eða valdi melt- ingartruflunum. Uppeldi í anda ofbeldis. Fyrsta greinin I þessu hefti fjallar um vandamál, sem mjög hefur verið rætt í blöðum Vest- ur-Evrópu að undanförnu. Til- efnið er bók dr. Werthams, The Seduction of the Innocent, sem getið er ítarlega í greininni. Hef- ur hún opnað augu margra fyrir alvöru þessa máls og á vafalaust eftir að hafa mikil áhrif. Myndasöguheftin, eða ,,hasar- blöðin" eins og íslenzkir drengir nefna þau, skutu fyrst upp koll- inum hér á stríðsárunum, munu hafa komið hingað, eins og mörg önnur óhollusta, í kjölfar hins erlenda hers. Eftir stríðið bar minna á þessum blööum hér, en nú virðist sem þau hafi aftur fund- ið greiða leið í hendur íslenzkra drengja. Iðulega má sjá drengi hér á götum Reykjavíkur með hlaða af þessum blöðum undir hendinni og vitað er að þau ganga kaupum og sölum milli drengjanna líkt og notuð frímerki. Erfitt er þó að segja hve útdreidd þau eru orðin, því að það verður að segja ís- lenzkum bóksölum til hróss, að þeir hafa ekki þessar bókmenntir til sölu í búðum sínum. Úrvali er þó kunnugt um eina fornbóka- verzlun, sem selur notuð mynda- söguhefti. Mun vart þurfa að leiða getum að því, að þau hefti hafa fyrst farið um hendur hinna er- lendu hermanna á Suðurnesjum. Það hafa mörg þung orð fallið í garð utgefenda þeirra glæpa- tímarita, sem nú þlómstra á ís- lenzkum bókamarkaði. Skal þeirri útgáfu ekki bót mælt hér — þeim mun síður sem þau eru í rauninni angi af sömu rót, eins og fram kemur í greininni. En tímarit þessi eru þó fyrst og fremst handa fullorðnu fólki, að minnsta kosti ekki handa börnum, og nái stálp- uð börn í þau, þá mun það oftast vera fyrir það að foreldrar þeirra hafa komið með þau inn á heim- ilin. En foreldrar þeirra bama sem fengið hafa áhuga á „has- arblöðum" munu fæstir hafa hug- mynd um, hvað blöð þessi hafa að geyma. Vonandi verður grein Haxthausens til þess að opna augu islenzkra foreldra fyrir því sem hér er að gerast, svo að þeir taki rögg á sig og brenni þennan óþverra þegar þeir finna hann í fórum barnanna. Þýðendur (auk ritstjórans): Öskar Bergsson (Ó. B.) og Guðmundur Arnlaugsson (G.A.).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.