Úrval - 01.06.1957, Side 51
OFURKAPPI Á FLUGI
ÚRVAL
ekki hærra, komu hjólin svo
harkalega niður, að skrúfan hjó
í svörðinn. Véhn rann spölkorn
og stöðvaðist svo. Santos stökk
út úr henni titrandi af æsingi
og mannf jöldinn laust upp fagn-
aðarópi. Hið ótrúlega hafði
gerzt — maðurinn hafði flogið
í flugvél, sem var þyngri en
loftið! H'
Parísarbúar réðu sér ekki fyr-
ir hrifningu og blaðið „La Na-
ture“ sagði stolt: „13. septem-
ber 1906 mun héðan í frá skráð-
ur gullnum stöfum á spjöld sög-
unnar, því að þann dag hóf mað-
ur sig til flugs í fyrsta skipti
af eigin mætti.“
En í öðrum löndum var tíð-
indunum tekið með meiri ró.
Menn töldu sennilegast, að vélin
hefði aðeins skoppað á ójöfnu.
Santos lagði ekkert til málanna,
en fór þegar í stað að gera við
skemmdirnar á vélinni. Hinn 23.
október voru dómarar Loft-
klúbbsins aftur kvaddir út á
völl. Santos klifraði upp í körfu-
sætið. Mannfjöldinn, um 1000
manns, tróðst áfram. Santos
bandaði fólkinu óþolinmóður
frá. Hreyfillinn hækkaði róm-
inn og vélin mjakaðist af stað.
Hraðinn jókst jafnt og þétt og
áður en varði voru hjólin laus
frá jörðu og snerust frjáls. Á-
horfendur, sem fæstir höfðu séð
fyrra flugið, horfðu á þetta
kraftaverk málstola af undrun.
Vélin lyfti sér í sex feta hæð
og beygði síðan mjúklega til
vinstri. Eftir 60 metra flug
snertu hjólin aftur jörðu. Þau
brotnuðu undan í lendingunni,
en Santos kærði sig kollóttan
um það. Hann hafði flogið meira
en helmingi lengri vegalengd en
tilskilið var til að vinna önnur
verðlaunin.
Parísarblöðin luku miklu lofs-
orði á afrek Santos. „Maðurinn
hefur sigrað loftið“, stóð í fyrir-
sögn í „Le Matin“. „Minnisverð
stvmd í sögu loftsiglinganna,“
sagði „L’Hlustration“. Jafnvel
erlendis var það viðurkennt, að
Santos hefði í rauninni flogið.
„Dlustrated London News“ kall-
aði það „fyrsta flug í vél, sem
er þyngri en loftið“. Thomas A.
Edison sendi Santos mynd af
sér og skrifaði á hana: „Til San.
tos-Dumont, brautryðjanda í
flugi, með virðingu og aðdámi
frá Edison“.
Enn voru þó margir vantrú-
aðir. Sextíu metrar, sögðu þeir,
er lítið meira en laglegt hopp.
Til þess að taka af allan vafa,
boðaði Santos margar flugtil-
raunir hinn 12. nóvember. Enn
voru hundruð manna viðstaddir
og í þetta skipti einsetti Loft-
klúbburinn sér að láta gera ná-
kvæmar mælingar. Það var á-
kveðið, að formaðurinn æki í
bíl eins nærri flugvélinni og unnt
væri, til þess að marka sjálfur
flugtaks- og lendingarstað.
Klukkan 4:45 rann flugvélin af
stað og jók ört hraðann. Hún
losaði sig við jörðu og áður
en varði var hún komin í 15
feta hæð. Áhorfendurnir þustu
f
49