Úrval - 01.06.1957, Page 85

Úrval - 01.06.1957, Page 85
„MEÐ ÞRAUTSEIGJU SIGRUM VIÐ' ÚRVA'L hans, að gerast óboðinn þátttak- andi í heimskautsleiðangri. Pilturinn varð síðan „messa- drengur" á skipinu og hvers manns hugljúfi. Þegar „Éndurance“ nálgaðist Suður-Georgíu, skall á dimm þoka, en þefurinn frá hval- bræðslustöðvunum sagði til sín, því að hann berst langt á haf út. Suður-Georgia er afskekkt eyja, sem liggur milli Suður- Atlanzhafs og Suðuríshafsins. Eyjan er mjög fjöllótt, tind- arnir snæviþaktir og víða ganga skriðjöklar fram í sjó. Þarna geisa miklir stormar og úthafs- öldumar þruma við klettótta ströndina. 1 hvalstöðinni í Grytvíkinni voru tekin kol og allskonar út- búnaður. Ljósmyndari leiðang- ursins, Frank Hurley höfuðs- maður, skrifaði: „Skipið var hlaðið kolum og ýmsum nauð- synjum. Sextíu kanadískir sleða- hundar lögðu undir sig þilfarið. AJlar vistarverur voru troðfull- ar af verkfærum og mælitækj- um; það lá við að manni dytti í hug, að leiðangursmennirnir væru í rauninni aukaatriði í samanburði við allan farangur- inn.“ Gamlir hvalveiðiskipstjórar, sem óttuðust og hötuðu Wed- dellhafið vegna ísreksins þar, gáfu Shackleton góð ráð. Þegar akkerum var létt, hinn 5. des- ember 1914, rofnuðu síðustu tengsl leiðangursmanna við umheiminn. Drekkhlaðið skip lét úr höfn og hélt til móts við hættur og ævintýri. Brott- farardaginn var skýjað loft og gekk á með hagléljum, en leið- angursmenn voru í sólskins- skapi. Loks var öllum undirbún- ingi lokið og starfið hafið. — Þegar „Endurance" sigldi frá landi, blésu eimpípur hvalveiði- stöðvanna og skothvellir hvala- byssnanna bergmáluðu í f jöllun- um. Hafið var grátt og skipið tók að velta. Síðan voru undin upp segl og stefnt í suðurátt. Hvalveiðimennirnir höfðu sagt, að það væri óvenjulega milcið um hafís þetta ár. Og þegar eftir tveggja daga sigl- ingu mættu þeir ís. Frá útsýnis- körfunni í stórsiglunni blasti við stirðnuð víðátta. Undarlega lag- aðir ísjakar, sem brutust gegn- um íshelluna knúnir áfram af neðansjávarstraumum. Svo langt sem augað eygði, líktist hafið endalausri flöt, sem skipt var í flatarmyndir, er sífellt voru að breytast. „Hafís,“ hefur Shackleton sagt, „má líkja við feiknastóra myndasamfellu, sem náttúran sjálf hefur gert.“ Þeg- ar sólin skein á þennan válega heim, mynduðust sérkennileg ljósfyrirbrigði, sem leiðangurs- menn störðu hugfangnir á. Hinn 11. desember hófst baráttan við ísinn og um nýárið höfðu þeir ekki siglt nema 700 sjó- mílur. Það var mikið um hvali, seli og mörgæsir á þessum slóðum, og þótti leiðangurs- mönnum það mikil tilbreyting. 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.