Úrval - 01.06.1957, Síða 85
„MEÐ ÞRAUTSEIGJU SIGRUM VIÐ'
ÚRVA'L
hans, að gerast óboðinn þátttak-
andi í heimskautsleiðangri.
Pilturinn varð síðan „messa-
drengur" á skipinu og hvers
manns hugljúfi.
Þegar „Éndurance“ nálgaðist
Suður-Georgíu, skall á dimm
þoka, en þefurinn frá hval-
bræðslustöðvunum sagði til sín,
því að hann berst langt á haf
út. Suður-Georgia er afskekkt
eyja, sem liggur milli Suður-
Atlanzhafs og Suðuríshafsins.
Eyjan er mjög fjöllótt, tind-
arnir snæviþaktir og víða ganga
skriðjöklar fram í sjó. Þarna
geisa miklir stormar og úthafs-
öldumar þruma við klettótta
ströndina.
1 hvalstöðinni í Grytvíkinni
voru tekin kol og allskonar út-
búnaður. Ljósmyndari leiðang-
ursins, Frank Hurley höfuðs-
maður, skrifaði: „Skipið var
hlaðið kolum og ýmsum nauð-
synjum. Sextíu kanadískir sleða-
hundar lögðu undir sig þilfarið.
AJlar vistarverur voru troðfull-
ar af verkfærum og mælitækj-
um; það lá við að manni dytti
í hug, að leiðangursmennirnir
væru í rauninni aukaatriði í
samanburði við allan farangur-
inn.“
Gamlir hvalveiðiskipstjórar,
sem óttuðust og hötuðu Wed-
dellhafið vegna ísreksins þar,
gáfu Shackleton góð ráð. Þegar
akkerum var létt, hinn 5. des-
ember 1914, rofnuðu síðustu
tengsl leiðangursmanna við
umheiminn. Drekkhlaðið skip
lét úr höfn og hélt til móts
við hættur og ævintýri. Brott-
farardaginn var skýjað loft og
gekk á með hagléljum, en leið-
angursmenn voru í sólskins-
skapi. Loks var öllum undirbún-
ingi lokið og starfið hafið. —
Þegar „Endurance" sigldi frá
landi, blésu eimpípur hvalveiði-
stöðvanna og skothvellir hvala-
byssnanna bergmáluðu í f jöllun-
um. Hafið var grátt og skipið
tók að velta. Síðan voru undin
upp segl og stefnt í suðurátt.
Hvalveiðimennirnir höfðu
sagt, að það væri óvenjulega
milcið um hafís þetta ár. Og
þegar eftir tveggja daga sigl-
ingu mættu þeir ís. Frá útsýnis-
körfunni í stórsiglunni blasti við
stirðnuð víðátta. Undarlega lag-
aðir ísjakar, sem brutust gegn-
um íshelluna knúnir áfram af
neðansjávarstraumum. Svo
langt sem augað eygði, líktist
hafið endalausri flöt, sem skipt
var í flatarmyndir, er sífellt
voru að breytast. „Hafís,“ hefur
Shackleton sagt, „má líkja við
feiknastóra myndasamfellu, sem
náttúran sjálf hefur gert.“ Þeg-
ar sólin skein á þennan válega
heim, mynduðust sérkennileg
ljósfyrirbrigði, sem leiðangurs-
menn störðu hugfangnir á. Hinn
11. desember hófst baráttan
við ísinn og um nýárið höfðu
þeir ekki siglt nema 700 sjó-
mílur. Það var mikið um hvali,
seli og mörgæsir á þessum
slóðum, og þótti leiðangurs-
mönnum það mikil tilbreyting.
83