Úrval - 01.12.1957, Page 15

Úrval - 01.12.1957, Page 15
MINNSTU MENN JARÐARINNAR sögn um franska ferðalanginn Du Chaillu. Hann ferðaðist um Vestur-Afríku nálægt mið- baugnum um miðja 19. öld og hitti þar sunnan við mynni Ogowe-árinnar ósvikna dverga- þjóð, hina svonefndu Obongo- menn. Er hann kom heim, gaf hann út bók um þessa litlu menn, en því miður voru frásagnir hans svo fjarstæðukenndar og lýsingar hans á dvergunum svo hlægilegar, að margir lögðu engan trúnað á þær. En þegar þýzki landkönnuðurinn Georg Schweinfw'th kom heim úr för sinni til Suður-Súdan nokkrum árum seinna og sagði frá dverg- um, er hann hafði hitt hjá konungi Mangbetu-negranna, gátu menn ekki lengur efast um tilveru fjölmennrar dvergaþjóð- ar í frumskógum Afríku. Eftir því sem fleiri áður okunn svæði voru könnuð, varð ljósari vitneskjan urn útlit og lifnaðarhætti þeirra, er þar bjuggu. I byrjun 20. aldar höfðu Evrópumenn loks öðlast all- glögga þekkingu á dvergunum og hinni sérstæðu menningu þeirra. Jafnframt urðu miklar framfarir í mannfræði og al- mennri þjóðfræði, svo að þær gátu nú kallast sjálfstæðar vís- indagreinar. Samkvæmt þeim heimildum, er fyrir hendi voru, lék ekki vafi á því, að dverg- arnir skipuðu álitlegan sess í menningar- og þjóðarsögu mannkynsins og gátu varpað mikilvægu ljósi á fyrra ástand ÚRVAL og þróun mannsins. Kynein- kenni þeirra eru mjög sterk og öll menning þeirra bendir á ævafornaan uppruna. Um síðustu aldamót, þegar Evrópumenningin tók fyrir al- vöru að setja svipmót sitt á frumstæðar þjóðir um víða veröld, töldu þeir, er fengust við rannsóknir í mannvísind- um, að ekki mætti lengur drag- ast að fá ítarlega vitneskju um frumeinkenni dverganna, áður en þeir hefðu blandast erlendu blóði. Fremstir í þessum rann- sóknum stóðu mannfræðing'ur- inn Eugen Fischer (1911) og menningarsöguritarinn Wilhelm Schmidt (1912), er settu á fót vísindastofnun fyrir mannfræð- inga. Það er þeim að þakka, að við þekkjum nú þúsundir dverga í hitabelti Afríku betur en marga negraþjóðflokka, sem þó er mun auðveldara að rann- saka. En rannsóknir á dverg- um í Asíu og á Suðurhafseyj- um eru enn tiltölulega skammt á veg komnar, þótt vitneskja okkar um þá hafi aukizt mjög á síðustu áratugum. Álíka hrífandi og sögurnar um dvergana í „álfunni myrku“ eru frásagnirnar um Aétana á Filippseyjum, fyrstu landnema Andamaneyja og ýmsa þjóð- flokka, er lifa í fjallahlíðum í Indónesíu og á Suðurhafseyj- um. Einnig þessir ævafornu þjóðflokkar hafa ekki verið kannaðir að neinu ráði fyrr en á síðustu áratugum. Til þess
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.