Úrval - 01.12.1957, Page 27

Úrval - 01.12.1957, Page 27
TILHUGALlF 1 ÝMSUM LÖNDUM ÚRVAL meginlandsins sé ennþá gild á- stæða til slíks. Munurinn á hegðun er sem sé einungis til- kominn við upphitun húsa. Það er öll rómantíkin. Karlmaðurinn í Ameríku hef- ur um langt árabil lifað til- hugalífi sínu við notalegar að- stæður og þannig tileinkað sér mjög árangursríka tækni, sem líklega er skýringin á hinum mörgu hjónaböndum amerískra hermanna í öðrum löndum, sem lesa má um í blöðum í Eng- landi þar sem ég bý. Á stríðsárunum var eitt sinn haldinn opinber fundur þar sem brezkir hermenn ræddu um það hversvegna brezkar stúlkur væru jafnsólgnar í að ná sér í Ameríkana og raun er á. Mörg beisk orð féllu í þessum um- ræðum. Einn brezkur liðsfor- ingi sagði m. a.: „Skýringin á þessu er ósköp einföld. Hún er sú, að þeir hafa meiri laun en við. Auðvitað vill stelpa heldur vera með strák, sem getur boðið henni í leik- hús og síðan út að borða á eftir, áuk þess sem hann gefur henni fallegar gjafir. Föðurlandsást dugir ekki í þessu sambandi. Heldur ekki útlit. Ameríkanarn- ir hafa meiri peninga en við, það er öll gátan.“ Áheyrendur tóku undir þetta í gremjutón, en þá stóð upp stúlka í einkennisbúningi flutn- ingadeildar hersins. „Ég mót- mæli þeirri aðdróttun,11 sagði hún, „að brezkar stúlkur séu falar fyrir fé. Það eru kannski til einstaka undantekningar, en ég tala ekki aðeins fyrir mig, heldur mikinn meirihluta enskra stúlkna þegar ég segi, að þeim er sama hvaða laun maðurinn hefur. Það er eitthvað annað, Ég segi fyrir mig, að það læt- ur mig ekki ósnortna þegar karlmaður segir við mig: „Halló, fagra mær!“ Karlmennirnir á fundinum, sem aldrei á ævinni höfðu látið sig dreyma um að segja við stúlku, „halló, fagra mær!“, urðu sem þrumulostnir. Von- andi hefur þetta orðið þeim þörf lexía, en þjóðareinkennum verður ekki breytt í einni svip- an. Amerísk stúlka, sem stödd var í Englandi og þekkti þessa sögu, hitti kunningja sinn, ung- an Englending, sem var stúr- inn á svip. „Hvað er að?“ spurði hún. Hann sagði henni, að stúlkan sín hefði hlaupist á brott með Ameríkumanni. Hún sagði hon- um þá frá umræðufundinum og hvað stúlkan hefði sagt þar. Hann starði á hana skilnings- sljóum augum. „Sjáið þér ekki hvaða lærdóm má draga af þessu?“ spurði stúlkan. „Jú -—• en stúlkan mín er éngin fegurðardís!" Karlmenn á meginlandinu myndu ekki kannast við þá mynd sem ég hef dregið upp af amerískum karlmönnum. Að 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.