Úrval - 01.12.1957, Síða 33

Úrval - 01.12.1957, Síða 33
MANNAPAR OG MANNLEG SKYNSEMI ÚRVAL teknum greindarprófum kom- ust starfsmenn stofnunarinnar E.ð þeirri niðurstöðu, að mann- aparnir séu gæddir ,,viti“ að vissu marki. Simpansarnir eiga t. d. hægt með að „apa eftir“ það sem þeir botna eitthvað í, en eiga mjög erfitt með að leysa af hendi það sem þeir skilja ekki. ,,Vit“ eða ,,innsýn“ hjá dýr- um er innifalið í hinu víðtæka hugtaki sem vér nefnum „greind“. Innsýn er alger and- stæða „eðlishvatar" — og einn- ig tamningar, sem ekkert á skilt við greind. Sú skoðun, að hinir svonefndu mannapar (simpansar, órangútang, górill- ur og gibbonar) séu viti gædd- ir að vissu marki er engan veg- inn almennt viðurkennd, en þó hafa ýmsir merkir dýrafræð- ingar hallast að henni. Simpansarnir á Teneriffa voru látnir fá til úrlausnar verkefni, sem lágu algerlega utan við reynslusvið þeirra, og þeir urðu sjálfir að leysa þau, án þess að geta stuðzt við með- fædda eiginleika eða venjur. Að vísu neyttu simpansarnir ekki alltaf þeirra ráða sem mönnun- um virtust hentugust, en í hegðun sinni létu þeir þó alltaf stjórnast af einhverjum skiln- ingsvotti á því hvað væri hent- ugt eða óhentugt fyrir þá. En bæði að greind og skapgerð voru dýrin næsta ólík hvert öðru. Athyglisverðastar voru hindr- unartilraunimar, sem voru í því fólgnar, að eitthvað eftirsóknar- vert fyrir dýrið var látið bak við hindrun, en þó þannig, að dýrið gat séð það, en komst ekki að því nema krækja fyrir hindrun- ina. Heilbrigt fimmtán mánaða gamalt barn finnur strax leið- ina til tálbeitunnar — hver sem hún er. En sjái hæna fóður- trog á bak við netgirðingu bleypur hún ráðalaus fram og aftur og gerir ítrekuð áhlaup á girðinguna. Sé girðingin stytt að marki, kemst hænan einnig fljótlega upp á að krækja fyrir hana. Simpansarnir eru fljótir að læra að taka á sig alllang- an krók til að komast fyrir hindrunina. Að búa til og nota hentugt verkfæri til að ná settu marki er ótvírætt framfaraspor. Með því að nota prik gátu aparnir t. d. náð banana, sem lá fyrir utan girðinguna. Lægi hann lengra burtu settu þeir saman tvær eða þrjár bambusstengur til þess að geta náð lengra. Væri tálbeitan sett hærra en svo að simpansinn næði til henn- ar, náði hann sér í kassa til að standa á, og ef grjót var í kass- anum, tíndi hann úr honum nægilega mikið til þess að hann gæti dregið hann. Og ef einn kassi dugði ekki, gat hann fund- ið upp á að ná sér í annan til að setja ofan á hinn og jafn- vel fleiri ef með þurfti. En skynsemi simpansans 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.