Úrval - 01.12.1957, Page 74

Úrval - 01.12.1957, Page 74
Smásaga eftir Ru Nurgaard. BARA að maður gæti nú sofnað. Frú Elgaard sneri sér frá klukkunni, sem drattað- ist silalega áfram frá einni minútunni til annarrar. Klukk- an var nýlega búin að slá tólf. Hún hlustaði eftir fótataki úti á götunni, en allt var hljótt. Þetta var annars undarlegt. Þegar Gréta var heima, og hún vissi að henni var óhætt, var það oftast hávaðinn frá götunni, sem hélt vöku fyrir henni. Og þó að hávaðinn væri henni ekki til ama, ásóttu hana aðrar áhyggj- ur. Áhyggjur, tortryggni, ör- yggisleysi — allskonar trufl- andi hugsanir, sem virtust fær- ast í aukana eftir því sem ár- unum fjölgaði. Hvernig skyldi þetta alltsaman enda? Hún sneri sér aftur að klukk- unni. Það voru varla liðnar fimm mínútur. Slappið af! stóð i blöð- unum og tímaritunum. Já, en hvernig átti maður að fara að því? Hún lét handleggina falla máttiausa niður með síðunum, en hún varð ekkert rólegri fyr- ir það. Hvað var Gréta að gera? Þetta var ekki í fyrsta skiptið, sem stelpan kom seint heim. Hún var áreiðanlega með ein- hverjum pilti. sem hún þekkti og bar traust til — en samt sem áður — — hvaða tryggingu hefur maður fyrir því, að mann- eskjur séu heiðarlegar? Enga. —• Hafði maður yfirleitt nokkra tryggingu fyrir nokkrum sköp- uðum hlut? Jú, maður gat tryggt reiðhjólið sitt og út- varpstækið. En tryggingu fyrir því, að ung og ómyndug dóttir manns lendi ekki í einhverju — nei . . . Maður varð að gæta dætra sinna og áminna þær. Ör- lögin gátu þær að vísu ekki um- flúið---------var þá kannski réttast að slappa af og láta skeika að sköpuðu? Hvernig sem færi, þá væri hún þess ekki megnug að hindra það. Nei, það var tilgangslaust að vera með vangaveltur út af Grétu og framtíð hennar, meðan stelpan sýndi móður sinni engan trún- að. En hvað æskan var orðin breytt frá því sem áður var. Þegar hún var ung, sagði hún móður sinni ávallt frá öllu. Hún fékk alltaf góðar ráðleggingar og var auk þess fróun í því að segja henni frá vandamálum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.