Úrval - 01.12.1957, Side 84

Úrval - 01.12.1957, Side 84
ÚRVAL nauðsynlegt var. Og varð ekki vitund undrandi þegar hann bauð henni út eitt kvöld, þann- ig átti þetta að fara. Hún blaðaði af nýjum áhuga í blöðunum og las auglýsingar um píanókennslu. En hvort- tveggja var að efnin voru lítil og að tími vannst ekki til náms, rás viðburðanna var svo hröð, og hún hafði hitt hlustandann áður en hún gat spilað fyrir hann. í stað þess var það hann sem spilaði fyrir hana. 1 fyrsta skipti sem hún leyfði honum að koma með sér upp í herbergið var í rauninni orðið alltof framorðið til þess að spila. En móðursystir hennar var ekki heima og nábúarnir voru umburðarlyndir. Auk þess var næstum ógerlegt að halda Lalla frá flyglinum, hann dróst að honum með ómótstæðilegu afli. Að vísu hafði hann aldrei snert á hljóðfæri fyrr, en á- stríðan hlaut að hafa blundað í honum. Hann sat nærri tvo tíma og glímdi alltaf við sama lagið. Rétt áður en móðursystir hennar kom heim var hann kominn svo langt, að hún gat heyrt hvað hann var að reyna að spila: það var gamalt dæg- urlag sem hét My melancholy baby. Því miður lagði móðursystirin bann við því að hann héldi á- fram að spila. En kvöldið eftir kom hann heim með Lilju strax og rakarastofunni hafði verið PLYGILLINN OG STÚLKAN lokað. Og eftir því sem á leið haustið varð hann öruggari og að lokum mátti heita að hann spilaði lagið ófalskt. Af textanum kunni hann að- eins eina og eina hendingu en fyllti upp í eyðurnar með því að raula. Og þegar hann söng ,,you know my dear I am in love with you“ brosti Lilja og var sæl, þó að hún hefði ekki lært að spila sjálf. I staðinn þvoði hún og strau- aði hvítu skyrturnar hans og bjó til kaffi handa honum með- an hann æfði sig á My melan- choly baby. Og stundum þegar móðursystirin var ekki heima tók Lilja teppið af rúminu, hátt- aði og beið hans: „Come to me, my melancholy baby.“ Hann kom enda þótt hann ætti erfitt með að slíta sig frá hljóðfær- inu, það var eins og hann væri alltaf í miðri torfæru sem hann þyrfti að sigrast á, eða nýtt tilbrigði af laginu væri að fæð- ast. Og það var kannski þess þessvegna sem leikur hans við Lilju var annars hugar og ástríðulítill. En hún var ánægð og fannst lífið hefði gefið sér meira en hún gat ætlast til eða hafði þorað að vona. Þegar vorið gekk í garð hvarf Lalli um tíma og lét eftir sig mikinn tómleika. Lilja nuddaði annars hugar skegghrjúfa vanga viðskiptavinanna og þurrkaði rykið af flyglinum og vissi ekki hvað hafði komið fyr- 82
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.