Úrval - 01.12.1957, Page 93

Úrval - 01.12.1957, Page 93
ÁSTIN ER EINSTÆÐINGUR þangað til í haust, þangað til ég hitti hana aftur. „Er þér kalt?“ spyr hann skyndilega. „Sei sei nei,“ segir hún bros- andi. Svo kingir hann. Hann vildi svo feginn fara úr kápunni og leggja hana yfir herðarnar á henni, ekkert vill hann fremur en hlúa að henni. En þá er henni bara ekkert kalt. Nei, nei. ,.Sígarettu?“ „Þakka þér fyrir, en nú er ég búin að reykja svo mikið í kvöld, ég held, að ég sé búin að fá dálítinn höfuðverk.“ Svo kveikir hann sér í sígar- ettu og lítur vandræðalega á hana. Hann gæti lagt höndina um ennið á henni og nuddað hana, ekkert væri honum kær- ara en nudda á henni gagnaug- im, en náttúrlega er það afskor- ið. Strjúka yfir hárið á henni. Honum liggur við að æpa. Hann grunar í laumi, að ef hann reyndi að útskýra tilfinn- ingar sínar og ráðaleysi fyrir henni, þá mundi hún ekki skilja hann. Hann grunar í laumi, að' hjá eldri konu mætti vænta skilnings fyrir mann sem er lamaður af ást og tilbeiðslu, en ekki hjá ungri stúlku. Hún myndi kannski skilja það með heilanum sem vísindalega út- listun; en ekki viðurkenna það í hjarta sínu, og ekki láta und- an. Hann grunar í laumi, að ung stúlka vilja láta hertaka sig, að hún gefi sig einungis ÚRVAE þeim manni á vald, sem er blóð- ríkur, sterkur, með hálsinn full- an af hlátri, manni sem biður ekki, heldur manni sem heimt- ar í sigurvímu. Sjálfur getur hann þetta, gagnvart öðrum konum, gagnvart konum, sem eru honum ekki eins mikils virði, og sem hann kannski lítur dá- lítið niður á, um herðar þeirra getur hann lagt handleggina og látið í Ijós hvers hann krefst. En ekki hér. Ekki gagnvart þeirri sem hann elskar. Hana getur hann ekki snert. Til henn- ar getur hann ekki talað. Og' hann er of stoltur til að betla. Hann situr með hendurnar í kjöltu sér. Hann kennir til í kjálkavöðvunum. Hann verður að beita sig valdi til þess að fara eklti að glamra tönnum, af þrá, af hræðslu, af kulda. Það brá fyrir veikri morgun- skímu, en þó var enn nótt. Garðurinn þar sem þau sátu, lá á hæð; öðrumegin var bærinn hljóður og sofandi, hinumegin höfnin með alla bátana í blundi. Þau sátu á bekknum undir há- um, dökkum trjánum, hann fann beiskan, lostafullan eim vomæturinnar, ilminn af rakri vomótt. Hann kom svífandi frá moldinni, frá grasinu, frá blóm- unum og trjánum, og frá litlu gruggugu svanatjömunum; frá hinum fjörm fjöllum sem um- kringdu bæinn kom eftirlegu- þefur af vetri, af snjósköflum sem lágu enn eftir á tindunum; frá höfninni og firðinum komu 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.