Úrval - 01.12.1957, Side 97

Úrval - 01.12.1957, Side 97
ÁSTIN ER EINSTÆÐINGUR Hann kingdi af örvinglun, og hann sneri höfðinu undan til þess að hún sæi ekki tárin í augum hans. Því eitt þóttist hann vita upp á víst: ung stúlka ber enga virðingu fyrir ungum manni sem grætur. Sósíalisti grætur ekki. Með andlitið burt frá henni sat hann og horfði niður í gras- ið. Augu hans námu staðar við þann hluta smókingbuxnanna sem sást niður undan frakkan- um. Hann horfði á gljásvartan silkiborðann meðfram ytri saumnum á skálminni. Hann hafði greitt útlánsstofunni 15 krónur í leigu fyrir fötin. Allt í einu varð honum ljóst, sárt og átakanlega. að þetta var í síðasta sinn, fyrsta og síðasta sinn, sem hann klæddist smók- ingfötum. Guð vissi, að hlægi- legri flíkur en smókingföt voru ekki til. Reiðikastið veitti hon- um nokkra fróun. Ég spyr hana samt, hugsaði hann. Ég spyr hana núna. Einn, tveir, þrír. Núna. Söngurinn um roðasteininn. Hann vissi ekki hvaða götur hann hafði gengið. Hann hafði ekki séð þær. En honum kom ekki á óvart, þegar hann opn- aði augun og sá, að hann var kominn alveg niður að höfn og opnum sjó. Hafði hann gengið á vit skipanna, hafsins? Hann stóð við fiskitorgið; frá opnu svæðinu andaði fersku lofti og URVAL saltmengaðri golu frá höfninni; hann fann lyktina af fiski frá hreinskúruðum söluborðum úr grófum viði, og daufan olíueim frá fiskibátunum, sem lágu bundnir við garðinn. Hafði hann þurft að sjá skip ? Hafið er óvinurinn og dauð- inn. Hafið er óendanlegt. Hafið er allt það, sem jörðin er ekki. Hafið er autt og án merkingar. En mönnunum er gefin skyn- semi, myrkur vísdómur: þeir vita, að þeir eru glataðir, þeir vita, að hver með öðrum eru þeir einmana og útskúfaðir; þeir horfa út yfir endalaust haf- ið, og þeir vita, að þar er ekkert svar að fá, að hafið ber sjálft í sér markmið sitt, og svar sitt. Svo leggja mennirnir brautir um hafið! Á leiðarenda byggja þeir hafnir, þangað taka þeir stefnuna, þeir trúa á jörðina, og þeir leggja á djúpið til að finna hana, þeir setja stór skip á flot. Marklausa auðn sjávar- ins marka þeir spori tilgangs- ins. Þær st.undir koma í lífi manns- ins, þegar hann eygir hvergi björgun, og þegar tíminn og eilífðin hafa enga merkingu. Og þá getur komið fyrir, að maðurinn gangi niður að höfn- inni til að sjá skip, sem flýtur á sjónum. Skipið. Honum fannst einhver standa við hliðina á sér. Hann vildi 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.