Mosfellingur - 12.01.2023, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 12.01.2023, Blaðsíða 6
 - Mosfellingur ársins6 2012 Greta Salóme Stef- ánsdóttir Ævintýralegt ár hjá söngkonunni sem m.a. keppti fyrir Ísland í Eurovision. 2011 Hanna Símonardóttir Sjálfboðaliði hjá Aftureldingu í 14 ár og aðal driffjöðurin í starfi félagsins. 2018 Óskar Vídalín Kristj- ánsson Einn af stofnendum Minningarsjóðs Einars Darra eftir fráfall sonar hans. 2017 Jón Kalman Stefánsson Einn fremsti rithöfundur þjóðarinnar til fjölda ára. Orðaður við Nóbelinn. 2016 Guðni Valur Guðnason Kringlukastari og Ólympíufari sem náði miklum árangri á stuttum tíma. 2015 Sigrún Þ. Geirsdóttir Vann það þrekvirki að verða fyrst íslenskra kvenna til að synda yfir Ermarsundið. 2009 Embla Ágústsdóttir Lætur fötlun ekki stöðva sig í að lifa lífinu. Miðlar af reynslu sinni og lífssýn. 2008 Albert Rútsson Athafnamaður sem opnaði glæsilegt hótel í Mosfellsbæ, Hótel Laxnes. 2007 Jóhann Ingi Guð- bergsson Sundlaugarvörður í Lágafellslaug sem bjargar lífi tveggja ára stúlku. 2006 Hjalti Úrsus Árnason Kraftakarl sem frumsýndi heimildarmyndina um Jón Pál Sigmarsson. 2005 Sigsteinn Pálsson Stórbóndi á Blikastöðum sem fagnaði 100 ára afmæli sínu á árinu. 2014 Jóhanna Elísa Engel- hartsdóttir Snéri við blaðinu og varð fyrsti sigurvegari í Biggest Loser á Íslandi. 2013 Hljómsveitin Kaleo Skaust upp á stjörnuhimininn eftir sína fyrstu plötu og Vor í Vaglaskógi. 2010 Steinþór Hróar Steinþórsson Steindi Jr. slær í gegn með Steindanum okkar og á vinsælasta lag landsins. 2020 Sigmar Vilhjálmsson Breytti Arion í veitingastaðinn Barion og skapaði hverfisstað í Mosó á skrýtnum tímum. 2019 Hilmar Elísson Bjargaði sundlaugargesti sem var við köfun í Lágafellslaug frá drukknun. 2021 Elva Björg Pálsdóttir Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara. Úrræðagóð í covid og gleðin ávallt við völd. 2022 Halla Karen Kristjáns- dóttir Hvetur bæjarbúa til hreyfingar og leiddi Framsókn til sögulegs sigurs í kosningum. Mosfellingur ársins 2022 er Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttafræðingur og formað- ur bæjarráðs Mosfellsbæjar. Halla Karen hefur verið óþreytandi við að hvetja bæjarbúa til hreyfingar og heil- brigðari lífsstíls í áratugi. Hún hefur m.a. starfrækt íþróttaskóla barnanna, kennt leikfimi í World Class og Í toppformi, hald- ið úti hlaupahópnum Mosóskokki, séð um Kvennahlaupið, unnið sem íþróttakennari í Borgarholtsskóla í 25 ár og hefur gert frá- bæra hluti varðandi hreyfingu eldri Mos- fellinga síðustu ár. Sögulegur sigur Framsóknar í vor Halla Karen tók við sem formaður Fram- sóknarfélags Mosfellsbæjar í ágúst 2021 og í framhaldinu varð hún oddviti flokksins í febrúar 2022. Flokkurinn hafði ekki átt full- trúa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar í 12 ár en vann stórsigur í kosningunum vorið 2022 og fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna. Fylgið rúmlega tífaldaðist þegar það fór úr 2,9% í 32,2% og í fyrsta skipti í rúma hálfa öld var annar flokkur en Sjálfstæð- isflokkurinn orðinn stærstur í Mosfellsbæ. Framsókn myndaði nýjan meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn og réð nýjan bæjarstjóra. Halla Karen sjálf tók við sem formaður bæjarráðs. Missti föður sinn eftir kosningarnar „Þetta er búið að vera viðburðaríkt ár,“ segir Halla Karen. „Þetta er stór viðurkenn- ing sem mér þykir óskaplega vænt um og kemur mér skemmtilega á óvart. Þótt margt hafi gengið vel hingað til þá er þetta mikil breyting á mínu daglega lífi sem hefur allt sína kosti og galla. Ég ætla bara að vera alveg hreinskilin með það. Þetta var mjög erfitt ár fyrir mig líka en ég missti minn helsta stuðningsmann, föður minn og vin, tveimur vikum eftir þennan stóra sigur okkar. Það má segja að þessir mánuðir hafi verið mjög lærdóms- ríkir og einkennst á sama tíma af gleði og sorg. Halla Karen hefur áður tekið þátt í pól- itík á lífsleiðinni og oft hefur verið reynt að fá hana til þess aftur. „Mér hefur bara ekki fundist rétti tímapunkturinn, fyrr en kannski núna. Ég er komin á miðjan aldur og reynslunni ríkari, dætur okkar Ella orðn- ar stórar þannig að ég hugsaði með mér, af hverju ekki að slá til og prufa og hafa áhrif á samfélagið okkar? Við tók einstaklega krefjandi og spennandi kosningabarátta. Við vorum með vel samsettan hóp í Framsókn og það var eitthvað í loftinu sem small svo allt að lokum. Við vorum á réttum tíma á réttum stað og ég vil taka það fram að ég er alls ekki ein í þessu. Við erum kröftugur, góður og fjölbreyttur hópur og saman erum við sterk. Allt fólk sem hefur látið gott af sér leiða til samfélagsins á einn eða annan hátt.“ Þakklát fyrir að hafa ráðið bæjarstjóra Var aldrei ákall um að þú settist sjálf í bæjarstjórastólinn eftir sigurinn? „Við vorum búin að gefa það út að við ætluðum að ráða bæjarstjóra en auðvitað geta forsendur alltaf breyst. Það hefði líka alveg eins getað verið einhver annar af listanum. Í dag er ég mjög þakklát að við fórum þessa leið, að ráða í stöðuna.“ Reg- ína Ásvaldsdóttir tók við sem bæjarstjóri í byrjun september. „Hún er einmitt það sem okkur vantaði á þessum tímapunkti, öflug, klár, mannleg og kröftugur reynslubolti.“ Nýr meirihluti hefur nú starfað í rúmt hálft ár og Halla Karen segist finna að ábyrgðin sé mikil. „Ég er að stíga vel út fyrir þægindarammann, margt er skemmtilegt og annað er örlítið minna skemmtilegt. Ég vil standa við þá ábyrgð sem mér var falin og því upplifi ég oft að ég sé alltaf í vinnunni en auðvitað þarf ég að finna jafn- vægi í þessu öllu. Eigum við ekki að segja að það sé áramótaheitið mitt. Tíminn og reynsl- an í þessu starfi mun væntanlega hjálpa mér að skipuleggja tímann minn betur.“ Vilja öll gera bæinn betri „Ég veit ekki hvort ég sé einhver brjál- aður pólitíkus en ég hef mikinn áhuga á fólki og mig langar að hafa áhrif á hvernig samfélagi við búum í. Bæjarbragurinn þarf að vera góður og tækifærin eru mörg. Með nýjum meirihluta koma auðvitað breyttar áherslur en mín draumsýn er í raun sú að við bæjarstjórnin gætum unnið enn meira saman, af því að ég veit að við höf- um sama markmiðið, að gera bæinn okkar betri. Það væri þá hægt að sleppa því að eyða púðri í það sem minna máli skiptir.“ Í dag er Halla Karen í leyfi frá kennslunni í Borgarholtsskóla, sem var löngu ákveðið, en kemur sér nú vel við að aðlagast nýjum veruleika í pólitíkinni. Þá er hún einnig í háskólanum í ýmsum heilsutengdum kúrsum en segist ekki vera allra duglegasti námsmaðurinn þar, í augnablikinu. Halla Karen Kristjánsdóttir er Mosfellingur ársins 2022 Halla Karen tekur við viðurkenningunni úr höndum Hilmars Gunnarssonar ritstjóra Mosfellings. Styttan er eftir leirlistakonuna Þóru Sigurþórsdóttur. Mosfellingum gafst kostur á að tilnefna þá sem þeim þóttu verðugir að hljóta nafnbótina Mosfellingur ársins. Fjöldi tilnefninga barst í gegnum heimasíðu blaðsins Mosfellingur.is. Mörg skemmtileg ummæli fylgdu með, eins og sjá má hér að neðan. Lárus Haukur Jónsson (Lalli ljóshraði) Er algjör hvunndagshetja, alltaf jákvæður þrátt fyrir stórar áskoranir. Lætur ekkert stoppa sig í að láta drauma sína rætast og gaf úr bók á árinu Jólasveinarnir í Esjunni. Alexander Lexi Kárason Frábær fyrirmynd fyrir okkur öll, samfélagshetja. Stendur fyrir frábæru verkefni, „Finndu neistann“. Ef hann ætti ekki að vera Mosfellingur ársins þá veit ég ekki hver? Kristján Þór Einarsson Íslandsmeistari í golfi í höggleik karla. Stærsta íþróttaafrek Mosfellings síðan 2008 þegar hann vann þetta. Bára Einarsdóttir Hún er hjálpsöm og yndisleg manneskja, styður og styrkir fjölskyldur og ungmenni í Mosfellsbæ m.a. með því að hjálpa grunnskólanemum að finna styrkleika sína á sviði bílaviðgerða. Starfsfólk Kvíslarskóla Vegna mjög erfiðra aðstæðna að undanförnu, röskun á skólastarfi vegna framkvæmda. Bryndís Björnsdóttir Hefur prjónað lopavettlinga og gefið á alla leikskóla Mosfellsbæjar. Algjör himnasending fyrir yngstu Mosfellingana. Fjöldi tilneFninga Langar að hafa áhrif á samféLagið

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.