Alþýðublaðið - 26.01.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.01.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið GrefiO lit af Ælþýðuflokdkiiuiii. 1920 Mánudaginn 26. janúar 17. tölubl. ?oHenðingar neita að Jramselja Villa. Khöfn, 24. jan. EVá Haag er símað, að Hollend- lQgar neiti að framselja Banda- ^önnum Vilhjálm fyrverandi keis- ^ra, og vísa til mörg hundruð ára *aSa og siðvenju Jands síns, og Qeiðurs þjóðar sinnar, sem ekki 8víki þá í trygðum, sem leiti á ^áðir þeirra og treysti hinu írjálsa Ivrirkomulagi landsins. Prá Berlín er símað, að þýzk "löð dáist mjög að því, hve karl- ^annlega Hollendingar hafa svarað, 8érstaklega þó aíturhaldsblöðin. Préttastofan Agence Havas segir, a* Bandamenn hafi sent stjórn ^^zkalands skeyti um og skorað a hana að reyna að hafa áhrif í Pa átt, að keisarinn verði fram- 8eldur. Þjóðabandalagið hefir falið *Qglandi að sjá um, að keisarinn verði framseldur. Verkamannaþingið í Khöjn. Khöfn, 24. jan. Norræna verkamannaþinginu ir nú verið slitið. Hinir norsku '"Olsivíkar stóðu þar einir uppi. líorðmenn ganga i þjóðabanðalagið. Khöfn, 241 jan. *"rð. Kristjaníu er símað, að fund- Ur norsku ráðherranna hafi fjallað Uln fcjóðabandalagið, Búist við að ^0regur garjgi j bag i febrúar- byrjun<?) ' Þessi ást! Pessi ást! Danskur miljónaeigandi eltir á röndum svo árum skift- ir konu eina, til þess að tjá henni ást sína. Krafa gerð um það að hið opin- bera iaki hann í æfi- langa varðveizlu. Fyrir dómstólana í Khöfn kom nú*, f miðjutn desember, tnál eitt mjög einkennilegt, og hefir það vakið mikla eftirtekt í Danmörku. Byggingameistari einn, svo fár- ríkur, að hann hefir einnar milj ónar krónu lekjur á ári, hefir nú í mörg ár elt á röndum frú eina þar í borginni, sem býr með full- orðnri dóttur sinni, til þess að tjá henni óslökkvandi ást sína. Miljónaeigandinn, sem heitir Jens Paul Gerhard, og er nu um fertugt, hitti frú R. (fult nafn henn- ar er ekki bi t) fyrir eitthvað 6 eða 8 árum í heitnboði, þar sem þau bæði voru gestir, en hún var þá milli fertugs og fimtugs. Varð Gerhard þá þegar dauðskotinn og heflr aldrei síðan lint látunum að tjá henni ást sina. Hann sendi gjafir í sífellu, blóm, sætindi, ávexti, aðgöngumiða að konsertum og leikhúsum og dýra gripi, en hvern- ig sem hún bað hann að hætta þessu eða endursendi hlutina hélt hann því áfram Jafnframt því var hann altaf á hælum hennar ef hún kom út fyrir dyr, því hann sat jafnan við glugga í veitingahúsi serri var beint á móti þar hún bjó, svo hann sa oftast til ferða henn ar En ekki lét hann sér nægja þetta, heldur var hann altaf öðru hvoru að hringja til hennar í tal síma, og skrifa henni bréf, sem þá stundum voru ókurteislega orðuð. Prímwsa- og olíuoinaviðgerð- in Laugaveg 27 er flutt á Lauga- veg 12 (í portinu) Frúin sneri sér hvað eftir ann- að til lögreglunnar og bað um vernd. Hefir Gerhard oft verið kallaður fyrir rétt og verið sekt- aður (síðast, það var í júnfmán- uði, um 200 karl). Altaf hefir hann lofað að hætta að elta frú R., en þó jafnan haldið því áfram. Síðast þegar hann var fyrir rétti, lofaði hann dómaranum upp á æru og trú að nú skyldi hann algerlega Iáta frú R í friði, en varla var hann kominn út fyrir dyrnar, fyr en hann í mikilií geðs- hræringu tjáði frú R. hina eilífu og óbreytanlegu ást sína! Upp á síðkastið hefir þetta ást- aræði hans tekið á sig nýja mynd; hann hefir tekið upp á því að hóta frú R að drepa hana, ef hún vildi ekki eiga sig. Frú R. sá sér því þann einn kost vænst- an, að krefjast þess að hið opin- bera hefði hann í haldi, svo sem aðra, sem ekki eru með öllum mjalla, en taldir eru hættuleg'r fyrir Iíf meðborgaranna. Stóð um þetta réttarhald það sem getið var um í upphafi þessarar greinar. Lauk því svo, að Gerhard var eftir 299. gr. hegningarlaganna dæmdur til gæzluvarðhalds, fyrst um sinn í hálfan mánuð, og var hann settur í fangelsið við Nýja- tog í Khöfn. Verði ástaræðið runnið svo af honum, þegar honum verður slept út aftur, að hann geti látið frúna i friði, fær hann aftur fult frelsi, en geti hann ekki stilt sig um að taka upp sftur sitt fyrra at- hæfi, verður hann að líkindum settur f æfilangt varðhald, og má það vera óskemtileg tilhugsun í ofanálag við það að fá ekki kon- unnar — fá ekki einn sinni að sjá hana framar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.