Bókasafnið - 01.01.2001, Side 29
sóknastofnana sem fjármagnaðar eru af hinu opin-
bera. Verkefninu var hleypt af stokkunum árið 1998 af
finnska menntamálaráðuneytinu og markmið þess
var að auka aðgengi að rafrænum upplýsingum, bæta
aðgengi að Netgögnum og þróa nýtt notendaviðmót
sem gæti veitt aðgang að mismunandi gögnum og
gagnategundum
sem staðsett eru
á mismunandi
stöðum. Rafræqa
bókasasafnið tek-
ur til rafrænna
tímarita, gagna-
banka og tölvu-
væddra spjald-
skráa bókasafna,
auk eldra efnis
sem fært er yfir í
stafrænt form.
Þar sem eitt
af aðalmarkmið-
um FinELib er að
bæta aðgang vís-
indamanna að
upplýsingum var
fljótlega hafist
handa við að gera
rannsóknir og kannanir á því hvað menn nota helst.
Gerð var spurningakönnun árið 1998 til að undirbyggja
ákvarðanatöku um hvaða efni skyldi hafa forgang þegar
keyptur yrði aðgangur að rafrænum gögnum. í könn-
uninni kom fram að mikill meirihluti notenda vildi fá
aðgang að texta erlendra tímarita og settu menn það
því sem algeran forgang í uppbyggingu rafræna rann-
sóknarbókasafnsins. Næst röðuðu menn aðgengi að
gagnasöfnum svo sem INSPEC og BIOSIS, og í þriðja
sætu komu fmnsk tímarit. í fjórða sæti kom svo Science
Citation Index gagnasöfnin. í könnunum kom líka í ljós
að þeir sem mest nýta sér rafrænu gögnin em ungir
vísindamenn sem nota efnið frá sínu eigin skrifborði.
Á grundvelli þessara niðurstaðna var frá upphafi
lögð áhersla á að semja um aðgang að gagnasöfnum,
rafrænum tímaritum og gæðaupplýsingum í rafrænu
formi því þannig var talið að tryggja mætti að ungir
og hugmyndaríkir vísindamenn hefðu besta hugsan-
lega aðgang að þeim upplýsingum sem kæmu þeim
að gagni. Strax árið 1999 höfðu finnskir vísindamenn
aðgang að 70 gagnasöfnum og um 3000 tímaritum
þar sem hægt var að leita í heildartextanum. Sett var
á oddinn að notendur fyndu sem fyrst fyrir hag-
kvæmni FinELib og þeir skyldu njóta góðs af þeim
fjármunum sem í það voru lagðir.
Stjórnun
Þróun og rekstur FinElib er í höndum Háskólabóka-
safns Helsinki og CSC (Center for Scientific Com-
puting) sem sér um tæknilegu hliðina. í Finnlandi er
það FUNET- finnska háskóla- og rannsóknanetið sem
tengir saman alla háskóla og rannsóknarstofnanir
landsins. FUNET kemur einnig til með að vera burð-
arásinn í FinElib. Auk þess er til staðar sérstakt bóka-
safnakerfi, LINNEA, sem einnig myndar hluta af
landskerfinu. Öll
rannsóknarbóka-
söfn í Finnlandi
nota sama bóka-
safnskerfið og ár-
ið 2000 var tekin
ákvörðum um að
kaupa Voyager
sem sameiginlegt
kerfi fyrir öll
finnsk háskóla- og
rannsóknarbóka-
söfn. Nýja kerfið á
að vera komið í
gagnið snemma
árs 2001.
Árið 2000 varð
FinELib hluti af
venjulegri starf-
semi Háskóla-
bókasafnsins.
Sérstakt þjónustusvið fyrir rafræna bókasafnið var
sett upp og jafnframt voru settir upp þrenns konar
samvinnuhópar sem leiða framgang safnsins. Fin-
ELib er stýrt af Stjórnarhópi (Ledningsgrupp) sem sér
um stefnumörkunina, tekur ákvarðanir um innkaup
á efni (eftir tillögum frá öðrum) og undirbýr fjárhags-
áætlun sem síðan er lögð fyrir menntamálaráðu-
neytið. í þessum hópi eru fulltrúar háskóla og rann-
sóknastofnana og eru fulltrúarnir skipaðir af
menntamálaráðuneytinu til þriggja ára í senn. Annar
hópur kallast „Konsortiegruppen" og sér um að
koma með tillögur að nýjungum og forgangsröðun til
Stjórnunarhópsins. Auk þess eru starfandi nokkrir
sérfræðihópar, einn frá hverju sérsviði, sem for-
gangsraða því hvaða efni skuli keypt innan þeirra
sérsviðs. Á hverju ári eru skipulagðir FinELib-dagar
þar sem öll aðildarsöfnin geta komið með tillögur og
rætt málin varðandi stefnumörkun og forgangsröð-
un.
Fjármögnun
FinELib var upphaflega fjármagnað af finnska ríkinu
sem þróunarverkefni og fékk 18 milljónir finnskra
marka (216 milljónir íslenskra króna) til ráðstöfunar á
hverju ári fyrstu árin. Frá árinu 2000 var það ekki talið
„verkefni'1 lengur heldur fær safnið nú fjárveitingu
frá menntamálaráðuneytinu í samræmi við þær
áætlanir sem Stjórnarhópurinn leggur til.
í upphafi voru settar reglur um hvernig staðið yrði
BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001
27