Bókasafnið - 01.01.2001, Síða 31
tækja í samvinnu við tölvunarfræðideild háskólans í
Oulu. Þetta er mjög flókið verkefni þar sem ætlast er
til að sérþarfir hverrar aðildarstofnunar séu uppfyllt-
ar, t.d. aðgangur að tímaritum sem stofnunin hefur
keypt en önnur söfn í kerfinu hafa ekki aðgang að.
Viðmótið er hannað fyrir vís-
indamenn, kennara og nemend-
ur og bak við þessa hönnun ligg-
ur mikil þekking á því hvernig
menn leita að upplýsingum.
Þróun FinELib byggir á upp-
lýsingastefnu finnska mennta-
málaráðuneytisins sem ber heit-
ið: Education, training and research
in the information society. A Na-
tional Strategy 2000-2004. í þess-
ari stefnu kemur fram að raf-
ræna bókasafnið sé tengt hug-
myndum ríkisstjórnarinnar um
tækniþróun innan æðri mennta-
stofnana. Finnar eru sú Norð-
urlandaþjóð sem leggur fram
mesta fjármuni í rannsóknir og
æðri menntun og rafræna bóka-
safnið er hluti af þessari heildar-
sýn. Rafræna bókasafnið er þró-
að í nánum tengslum við hug-
myndir um að skapa finnskan
Sýndarháskóla (Finnish Virtual
University). Undir þessari regn-
hlíf eru nú þegar haldin nám-
skeið og kennsluefni undirbúið
en rafræna safnið býður upp á margháttaða notenda-
kennslu. Allir finnskir háskólar taka þátt í þessu
verkefni og ætlunin er að Sýndarháskólinn hafi sínar
eigin heimasíður með aðgengi að kennsluefni og
öðru sem kennslan kallar á. Finnska rafræna rann-
sóknarbókasafnið er talið kjarninn í þróun finnska
Sýndarháskólans.
Heimasíða FinELib er:
http://www.lib.helsinki.fi/fmelib/
svenska/index.html
Niðurstöður
Norðurlöndin hafa haft hvert sína aðferð við þróun
rafrænna bókasafna. Norræn samvinna hefur verið á
takmörkuðum sviðum en alltaf annað veifið heyrast
raddir sem segja að Norðurlöndin gætu gert miklu
meira af því að sameinast um ákveðna verkþætti.
Þessar fimm þjóðir eru samanlagt ekki fjölmennari
en svo að þau ættu að geta gert sameiginlega samn-
inga við seljendur rafrænna tímarita og gagnasafna.
Á móti eru alltaf einhverjar raddir sem vilja ekki
nána samvinnu og vilja heldur róa á eigin miðum og
telja hag sínum best borgið með því að eiga ekki í of
mikilli samvinnu við aðra.
NORDINFO er stofnun sem fjármögnuð er af Nor-
rænu ráðherranefndinni og er staðsett í Helsinki,
Finnlandi. í lok árs 1999 var samþykkt verkáætlun
fyrir starfsemi stofnunarinnar
2000-2002, en áður hafði stjórn-
in samþykkt stefnumörkun til
langs tíma þar sem sett var fram
að stofnunin skyldi vinna að
framgangi hugmyndar um Nor-
rænt rafrænt rannsóknarbóka-
safn. Þessi stefna felur í sér að
NORDINFO styrkir sérstaklega
norræn verkefni sem gagnast
sem flestum Norðurlandanna
og geta þokað málum áfram í átt
til samhæfingar og samræm-
ingar.
í samræmi við þessa stefnu
hefur NORDINFO veitt styrki til
þróunarverkefna sem stuðla að
framgangi hugmyndarinnar. Sem
dæmi má nefna TIDEN, þróunar-
verkefni varðandi yfirfærslu á
efni af örfilmum yfir í stafrænt
form, sem nefnt var hér að fram-
an. Annað svipað verkefni er
VESTNORD sem stýrt er frá ís-
landi þar sem gamalt dagblaða-
og tímaritaefni er myndað og
sett í stafrænt form. Þetta efni er
frá íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Samiskt rafrænt
bókasafn er verkefni sem á að bæta aðgang Sama að
sínum heimildum. Verkefnið er unnið í sameiningu
af söfnum í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. SVUC, The
Scandinavian Virtual Union Catalogue, er verkefni
sem stefnir að því að hægt verði að leita í öllum sam-
skrám á Norðurlöndunum í gegnum sameiginlegt
notendaviðmót. Nokkur rannsóknarverkefni hafa
verið styrkt svo sem samanburður á norrænum upp-
lýsingastefnum og þróun á aðferðum við að gæða-
meta heimasíður á mismunandi fagsviðum. Einnig
má nefna styrk til að rannsaka gæði millisafnalána
svo aðeins örfá verkefni séu nefnd. NORDINFO styrk-
ir 15-20 ráðstefnur á ári þar sem bókasafnsfólk fær
tækifæri til að mennta sig og halda við þekkingu
sinni. NORDINFO hefur lagt sitt að mörkum til að
styrkja samvinnuverkefni og stuðla að aukinni sam-
vinnu með fjárframlögum til einstakra verkefna en
öll verkefni sem stofnunin styrkir eru unnin af um-
sækjendunum sjálfum og þeim stofnunum sem í hlut
eiga.
Norrænt rafrænt rannsóknarbókasafn er fram-
tíðarverkefni sem vonandi verður að veruleika ein-
hvern tíma í framtíðinni, en mikið vatn verður til
BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001
29