Póllinn - May 2023, Page 63

Póllinn - May 2023, Page 63
Á miðvikudeginum var haldið í Háskólann í Maryland þar sem fyrsta heimsókn DC var, þar tók íslenskur prófessor við stjórnmálafræði deildina og kynnti okkur fyrir skólanum, við urðum svo heppin og fengum að fylgjast með seminar hjá doktorsnema í stjórnmálafræði kynna verkefni sitt. Ég verð að viðurkenna að aldrei nokkurn tímann hefur mér liðið jafn heimskum á ævinni. Fimmtudagurinn var ekki ósvipaður hinum dögunum, við fórum í Þinghúsið, töluðum við starfsmann Fulltrúadeildar og enduðum svo daginn á Utanríkisráðuneytinu. Á föstudeginum var farið í skoðunarferð í Hæstarétt Bandaríkjanna, heimsókn í Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn svo tók seinasta heimsókn ferðarinnar við þar sem okkur var boðið í Sendiráð Íslands. Þessi vika hafði verið nokkuð stíf og þegar þangað var komið þá var bjórinn og vínið sem í boði var kærkomið, sum okkar gengu full djarft til borðs sem kom í ljós eftir heimsóknina þegar gestir veitingastaðs fengu að upplifa stórglæsilegan barráttusöng fullra Íslendinga. Eftir heimsóknina þá var stór hluti eins og kýr að vori að fagna frelsinu og hef ég það frá áreiðanlegum heimildum að ölvunin hafi farið yfir velsæmdarmörk hjá sumum. Á laugardeginum voru tvö afmælisbörn en eftir föstudagsdrykkjuna þá var orkan af skornum skammti í mannskapnum þrátt fyrir miklar yfirlýsingar um heljar veislu um kvöldið. Sunnudagurinn var heimferðardagur, eftir langa ferð var einstaklega þægilegt að skríða um borð í vél Icelandair og loksins fá íslenskt vatn. Gunnar Bjarki Ólafsson 61

x

Póllinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.