Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2004, Síða 4

Heima er bezt - 01.12.2004, Síða 4
Nú, þegar þetta er ritað, líður óðum að jólum, þeirri miklu hátíð, bæði ljóss og verslunar í dag, og alls þess sem þeim fylgir, ys og þys, „fólki á hlaupum, í innkaupum“ eins og segir í ágætum dægurlagatexta. Hann er orðinn nokkuð takmarkaður, friðurinn, sem oft- lega er nefndur í tengslum við jólin, og sem fólk er oft ám- innt um að finna fyrir, þ.e. ffiður jólanna. Hann vill nú orðið, drukkna í hlaupum og kaupum, ef svo má segja. Þetta er auðvitað afar mikið undir hverjum og einum komið að sjálfsögðu, og einhverjir eru þeir sjálfsagt til sem tekst að láta ekki hraða tímans og umhverfisins, rugla sig í ríminu hvað þetta varðar, en mig grunar samt að þá sé hægt að telja á fingrum annarrar handar, eins og sagt er. Eitt af megintáknum jólanna er, og hefur reyndar verið um langa hríð, jólatréð. Ég hygg að það sé ofarlega í sinni, oft, þegar fólk rifjar upp jól æsku sinnar, ég tala nú ekki um ef hafður er í huga sá tími þegar hamagangurinn og lætin í kringum jólin var kannski aðeins minni en hann er í dag. Ég minnist þess t.d. úr minni æsku, að jólatréð var jafnan skreytt með perum sem voru í kertalíki, ef svo má segja, neðst á þeim var flöt kúla, sem glersúla, í eftirmynd kertis, stóð upp úr. Og inni í þessum kertum, sem voru í margvíslegum litum, líkt og jólaseríurnar í dag, var vökvi, sem var þeirrar náttúru að upp cftir kertinu stigu í sífellu loftbólur, sem eins og dönsuðu í sífellu upp eftir kertinu. Ég man að mér þótti oft gaman að sitja og fylgjast með þessum hljóðlausa dansi loftbólanna í glerkertaseríunni, og margvíslegum litum hennar, líkt og þær væru að dansa hver við aðra. Það fylgdi bæði friður og skemmtun þeirri sýn og hún er yfirleitt fljót að koma upp í hugann þegar hugsað er til liðinna jóla. Lengi vel, eins og flestum er kunnugt, var notast við kerti á jólatijám, en það mun hafa verið aðstoðarmanni Edisons, uppfinningamannsins fræga, Edward Johnson að nafni, sem hugkvæmdist það fyrstum að útbúa ljósaperur sem mætti nota sem skreytingu á jólatré, árið 1882. Sú ágæta uppfinning var þó auðvitað ekki til gagns nema þar sem rafmagn var fyrir hendi, svo kertin áttu eflir leika stórt hlutverki vítt og breitt um heiminn, enn um stund, eftir framkvæmd hugmyndar aðstoðarmannsins. Fjöldafram- leiðsla jólaljósasería hófst síðan árið 1890. Ætli það hafi ekki svo verið einn upphafs þátturinn í því að gera jólatrjáaiðnaðinn að því stórveldi sem segja má að hann sé orðinn í dag. Nú orðið eiga hundruðir þúsunda manna um heim allan atvinnu sína undir ræktun jólatrjáa og verslunar með þau. Úti í heimi mun verslunin skiptast í ræktendur sem rækta og höggva trén sjálfir fyrir verslanir og svo þá sem bjóða kaupendum að koma sjálfir á ræktarsvæðið og velja sér tré, jafnvel höggva það líka. Jólatrjáaiðnaður veltir, eins og reyndar flest orðið í kringum jólin, stórum milljarðaupphæðum, ef heimurinn er allur talinn, og víða eru búgarðar þar sem ekkert er ann- að til atvinnu en ræktun jólatrjáa. Sagt er að jólatijáasiðurinn eigi reyndar rætur sínar, ef svo má að orði komast, langt aftur í aldir, jafnvel talsvert fyrir fæðingu Krists. Rómverjar munu hafa skreytt tré á miðsvetrarhátíðum sínum með málmplötum og eftir- myndum af Bakkusi, einum guða sinna og þeir settu einnig 12 kerti á tréð, til heiðurs sólguðinum. A sama tíma mun það hafa tíðkast í norður Evrópu á meðal Drúída, að binda ávexti á greinar tijánna og kökur, sem mótaðar voru í eftirmyndir fugla, fiska og annarra dýra, til heiðurs aðalguði þeirra. Þeir settu líka kerti á trén, til heiðurs sólguðinum. Til er vel þekkt saga um upphaf jólatrésins, þar sem segir að Marteinn Lúther hafi verið á gangi á skógarstíg á stjörnubjartri vetrarnótt og virt fýrir sér sígræn trén og tindrandi stjömublikið, sem barst til hans í gegnum greinaþykknið fýrir ofan. Þegar hann kom heim úr göngunni á hann að hafa reynt að lýsa þessari fegurð fyrir konu sinni og börnum, en varð orða vant í þeirri lýsingu. Hann greip því til þess ráðs að ná í lítið sígrænt grenitré út í skóg, sem hann setti upp inni í húsi þeirra og skreytti með logandi kertum, til þess að reyna að ná fram einhverju af þeim áhrifum sem hann hafði orðið fyrir á göngu sinni. En um miðja sextándu öld urðu svo skreytt tré, vinsæl í Þýskalandi og Frakklandi. Breska konungsfjölskyldan átti líka sinn þátt í að auka vinsældir jólatrjánna, með því að skreyta fýrsta jólatréð í Windsor kastala árið 1841. Albert, eiginmaður Viktoríu drottningar, mun hafa skreytt þar fýrsta jólatréð með með kertum, sælgæti, ávöxtum og brauði. Og segir ekki ein- hvers staðar á þá leið, að „það sem höfðingjamir hafast að, hinir halda sér leyfist það“, svo ekki er að efa að konungsljölskyldan breska hefur átt sinn þátt í að flýta fýrir vinsældum jólatrjánna og svo sjálfsagt fleira fýrirfólk síðar. Til íslands berst jólatijásiðurinn líklega ekki fýrr en upp úr aldamótunum 1900, og eins og gefur að skilja, var ekki um auðugan garð að gresja hjá íslendingum hvað varðaði tré, svo lengi framan af notaðist fólk við heimasmíðuð tré, Framhald á bls.567. 532 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.