Heima er bezt - 01.12.2004, Page 5
Jón R. Hjálmarsson:
C/,_
bermánaðar, koma
jólin eins og himnasending og
bera með sér birtu og yl inn í
vetrarmyrkrið. Margar af fegurstu
minningum okkar frá æsku-
dögum eru tengdar jólunum og
þær minningar geymum við innra
með okkur alla ævi. Við upplifum
jólin sem hátíð ljósanna og sem
sigur birtunnar yfir myrkraöflun-
um og sem kristnir menn gleðj-
umst við innilega yfir þessum
fagra afmælisdegi Jesúbarnsins.
Og hvort sem við erum ung eða gömul, þá hlýnar okkur
alltaf um hjartarætur, þegar við heyrum söguna um
Frelsara heimsins, sem fæddist í ijárhúsi á Betlehemsvöll-
um fyrir 2000 árum og var lagður í jötu. Við þessa sögu
glöddumst við í æsku og ef við viljum halda áfram að
gleðjast á þessari hátíð ljósanna, þá skulum við alla ævi
fagna jólunum á sama hátt og við gerðum, þegar við vorum
böm. En á mælikvarða sögunnar er kristin trú ekki mjög
gömul og jólin, sem kirkjuleg hátíð, eru líka allmiklu yngri
en trúin sjálf. Þannig eru bæði páskar og hvítasunna miklu
eldri hátíðir hjá kristnum mönnum. A fyrstu öldum kristni
deildu rnenn hart um fæðingardag Jesús, því að enginn
vissi hið rétta um það efhi. Varð þessi óvissa til þess að í
frumkristnum söfnuðum tóku menn að halda upp á
fæðingarhátíð frelsarans á ýmsum árstímum. Eftir að
kristnir menn höfðu öðlast
trúfrelsi í Rómaveldi árið 313
og einkum eftir að kristnin var
gerð að ríkistrú árið 380, komu
söfnuðirnir sér saman um að
miða fæðingardag Frelsarans
við 25. desember. Á þeim
árstíma, kringum vetrarsólstöð-
ur, hafði ffá fornu fari verið
haldin hátíð í Róm. Og eftir að
Caesar innleiddi tímatal sitt
undir miðja síðustu öld f. Kr.,
var tekið að helga þennan dag
hinum ósigrandi sólguði eða
Sol invictus. Svo gerðist það um
eða laust eftir aldamótin 500, að rómverski munkurinn
Dionysus litli reiknaði út fæðingarár Jesús og setti það við
árið 754, samkvæmt fomu tímatali Rómvetja. Við það ár
miða síðan kristnir menn timatal sitt og telja árin frá því
fram eða aftur með því að nefna þau ýmist fyrir eða eftir
Krist. Við það situr upp frá því, þótt síðari tíma rannsóknir
bendi til að Kristur hafi komið í heiminn um miðsvetrar-
leytið árið 4 f. Kr.
Á Norðurlöndum og hjá öðmm germönskum þjóðum var
það fom venja að halda hátíð um svipað leyti og kristnir
menn í Rómaveldi settu fæðingardag Frelsarans. Þessa
gömlu hátíð nefndu norrænir menn jól og það heiti fékk að
halda sér, þótt þeir hyrfu frá heiðni og tækju upp kristna trú
á 9. og 10. öld. og kirkjuleg hátíð kæmi í stað heiðinnar
blótveislu. Orðið jól er ævafornt í germönskum málum og