Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2004, Side 6

Heima er bezt - 01.12.2004, Side 6
ríkir mikil óvissa um merkingu þess, en það er skylt orðinu ýlir, sem er heiti á síðasta mánuði ársins samkvæmt fomu tímatali okkar. Sumir telja að það sé tengt orðinu hjól, því að þá sé hjól eða hringur ársins fullkomnaður og byrji síðan nýja umferð. Margar aðrar kenningar eru uppi um merkingu orðsins, þótt ekki verði það rakið nánar á þessum vettvangi. Samkvæmt fornum heimildum vom jólin blóthátíð til árs og friðar og þá voru hinir gömlu guðir tignaðir með því að eta og drekka meira en venja var. Var í þá daga stundum talað um að drekka jólin, svo sem fram kemur sums staðar í fomsögum okkar. Jólablótin voru einkum haldin til að fagna hækkandi sólargangi, en jafnframt voru þau tengd uppskeru og jarðargróða, sem og frjósemi í hinni lifandi náttúm. Fram á okkar tíma finnast merki um þessa fornu frjósemidýrkun eins og í jólahafrinum sem gerður er úr stráum og hafður til skrauts á jólum víða á norðurlöndum. Þessi stráhafur er trúlega tákn fyrir raunverulegan hafur sem slátrað var eða fómað á jólum til árs og friðar á fyrri tíð. Jólagrísinn, sem víða er á norrænum jólaborðum á okkar tímum, bendir sérstaklega til fomar fijósemidýrkunar og átrúnaðar á Frey, en sá guð réð fyrir sól og regni og þar með öllum jarðargróða. Jólaærin, sem svo var nefnd og slátrað var til jóla víða hér á landi á fyrri ámm, getur vel verið grein á sama meiði, þótt vart verði það fullsannað. Þannig stendur afar margt í jólahaldi okkar á gömlum merg og vísar til ævafomra trúarsiða í heiðni. í skamm- degismyrkrinu um jólaleytið voru samkvæmt fomum átrú- aði, margar þær verur á sveimi sem illa þoldu ljósið. Af þeim sökum þótti nauðsynlegt að lýsa sem mest upp í híbýlum manna um jólin. Trúlega eiga Grýla og Leppalúði rætur í heiðnum átrúnaði, sem og jólasveinarnir í þjóðtrú okkar, en þeir voru þrettán og heita Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ket- krókur og Kertasníkir. Jólasveinar þessir vom eins og Grýla og Leppalúði, hafðir til að hræða hávaðasöm og óstýrilát böm og þá sérstaklega um jólaleytið. Af sömu fomu rótum er einnig sá átrúnaður að um jól og áramót standi yfir búferlaflutningar hjá álfum. Þá skyldi húsmóðirin á hverjum bæ ganga um og hafa yfir þessar setningar: „Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu.“ En þótt margt sé ævafomt í jólasiðum okkar, þá er líka alltaf sitthvað nýtt að koma til í jólahaldinu. Eitt af því sem bæst hefur við á síðari öldum er jólatréð. En sú venja að setja upp slík sígræn tré á jólum mun hafa byrjað í Þýskalandi á 16. öld og breiðst þaðan út. Til Norðurlanda barst jólatré ekki að marki fyrr en á 19. öld og hvað seinast til Islands, enda vom þá ekki greni- eða furuskógar teknir að vaxa hér á landi. Ymsir reyndu þó snemma að smíða úr spýtum eftirlíkingar af jólatijám og skreyta þau með lyngi og mislitum pappír og setja á þau kertaljós. Síðar byrjuðu menn að flytja inn raunveruleg jólatré og munu danskir kaupmenn hafa verið brautryðjendur í því efni. Loks var svo tekið að rækta hér greni- og furutré, sem hentuðu til þessara nota. Er nú svo komið að talsverður hluti jólatrjáa okkar er sprottinn úr íslenskri mold og fer vaxandi. En þótt jólatré og notkun þeirra sé tiltölulega nýleg, þá má vel vera að þessi siður eigi líka ævafornar rætur og tákni eins konar tré lífsins og bendi til endumýjunar og upprisu. Það er jafnvel talið vera í ætt við maístöngina, sem víða er reist á vorhátíðum á Norðurlöndum og á að tákna ftjósemi, vöxt og þroska. Þannig má ef til vill segja að jólatréð bendi á sinn hátt til blóthátíða fommanna í heiðnum sið. Enn yngri en jólatréð er svo hinn rauðklæddi og hvítskeggjaði jólasveinn, sem nú á dögum gengur um og færir bömunum jólagjafir. Hann er algjörlega óskyldur gömlu jólasveinunum okkar og mun þessi vera hafa orðið til á 19. öld og þá fyrir misskilning. En hann á rætur að rekja til hins góða Nikulásar biskups, sem uppi var í borginni Myra í Litlu-Asíu á 4. öld. Eftir dauðann varð Nikulás þessi heilagur maður og sérstakur vemdar- dýrlingur sjófarenda. Á miðöldum varð hann einnig dýr- lingur skólabarna sem refsaði þeim lötu, en launaði þeim duglegu með góðum gjöfum. Vegna þessara gjafa var farið að tengja hann við jól og jólagjafir. Nefndist hann þá Sankti Nikulás eða St. Niklas í löndum þar sem norrænar tungur eru við lýði,en Santa Claus hjá enskumælandi þjóðum. Af þeirn sökum heyrum við stundum talað um Sankti Kláus hér á landi og kveður allmikið að karli þessum um jólin í seinni tíð. 534 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.