Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2004, Síða 7

Heima er bezt - 01.12.2004, Síða 7
Ólafur Þ. Hallgrímsson, Mælifelli: Stefán frá Hvítadal oojólamessujerðin aó ÓJ'elíi ^ ^r><^-^umarið 1995 átti ég r ^ J leið um Strandasýslu ásamt fjölskyldu minni. Leið okkar lá fyrst að Felli í Kolla- firði, fornu höfuðbóli og kirkjustað. Kirkjustaðurinn Fell stóð fyrir botni Kollaijarðar, nokkuð frá sjó, vestan undir háu og tígulegu fjalli með klettabeltum, sem bera við himin. Fjallið nefnist Klakkur. Núverandi bær á Felli stendur nokkru neðar, niðri á sléttu túni er teygir sig nær óslitið niður undir botn fjarðarins, mikið og fagurt slétt- lendi. Skammt framan við Fell, í dálitlu dalverpi, er svonefndur Svartifoss, sem sést langt að. Sagnir eru um að sjófarendur hafi notað hann fyrir mið áður fyrr. Nokkru vestar sér inn í mynni Steinadals, en um Steinadalsheiði liggur vegur yfir til Gilsljarðar við Breiðafjörð. Að Felli skoðuðum við minjar um kirkju og kirkjugarð, en vel má greina hvar kirkjan hefur staðið og mótar fyrir grunni hennar. Virðist mér að hún hafi snúið dyrum í vestur, gegnt bænum, sem staðið hefur þar litlu ofar. Flinn gamli Fellskirkjugarður er nokkuð stór, þakinn háum leiðum og umgirtur torfgarði, sem mér virtist ótrúlega heillegur. Mikið gras var í garðinum og því erfitt að átta sig á legsteinum og krossum, en nokkrir slíkir sáust þó. í miðjum garðinum vakti athygli mína legsteinn mikill og nýlegur. Reyndist það vera legsteinn Úr Fellskirkjugarði. Legsteinn Stefaníu yfir Stefaníu Sigríði Stefánsdóttur, prestsfrú, fyrri konu sr. Arnórs Arnasonar, er prestur var að Felli 1886-1904, síðar prestur í Flvammi í Laxárdal. Stefania Sigríður, sem lést árið 1893, er amma þeirra prestanna sr. Gunnars Gíslasonar og sr. Arna Sigurðssonar, og er legsteinninn reistur af þeim fyrir fáum árum. Um Fell í Kollafirði segir svo í bókinni Landið þitt ísland, 1. bindi, bls. 192: „Fornt höfuðból og sýslumanns- setur um skeið. Á Felli var kirkja til 1906, er hún var flutt að Kolla- ijarðarnesi, útkirkja frá Tröllatungu. Þar var kirkja helguð með Guði, Maríu guðsmóður, Maríu Magda- lenu, Jóhannesi postula og Ólafi Sigríðar Stefánsdóttur. Helga Noregskonungi, í kaþólskum sið. Prestssetur var á Felli á árunum 1886-1909. Einna kunnastur ábúenda á Felli var Halldór Jakobsson (1735-1810), sýslumaður í Strandasýslu. Hann var ofstopamaður mikill og drykkfelldur, enda þráfaldlega vikið úr embætti fyrir ýmis konar afglöp og vanrækslu. Eftir Halldór sýslumann liggja ýmis merk rit, sum prentuð en önnur í handriti.” Eins og hér kernur fram var kirkja á Felli allt til ársins 1906, er kirkjurnar að Felli og Tröllatungu í Steingrímsfirði voru lagðar niður og sóknir sameinaðar, en kirkja ein byggð að Kollafjarðarnesi við Heimaerbezt 535

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.