Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 8
norðanverðan Kollafjörð,
„utan túns þó”, eins og
Stefán skáld frá Hvítadal
kemst að orði í bernsku-
minningum sínum.
En nú lá leið okkar
semsagt út að Kolla-
ijarðarnesi, og brátt vorum
við komin þar í hlað. Þar
tók á móti okkur Sigríður
Jónsdóttir, húsfreyja, og
sýndi okkur kirkjuna, en
húsbóndinn, Sigurður
Marinósson frá Álfgeirsvöllum í
Lýtingsstaðahreppi, var af bæ.
Kollafjarðarneskirkja var reist
sumarið 1909, og þá fluttist prests-
setrið einnig þangað. Fyrsti og eini
prestur, sem sat að Kollafjarðarnesi,
var sr. Jón Brandsson.
Frá Kollafjarðarnesi er útsýni
mikið til hafsins og inn til Kolla-
Qarðar. Kirkjan stendur nokkuð ofan
við bæinn á hæð eða klöpp, sannar-
lega Guðs hús byggt á bjargi. Þetta er
steinkirkja, háreist og ber hátt yfir,
ljósakross á stöpli. Garður, mjög
malarborinn, er rétt vestan við
kirkjuna.
Hingað, að Kollaijarðamesi, er
ferðinni m.a. heitið, til að skoða
gamla altaristöflu úr Fellskirkju, sem
hangir þar á vegg.
Þegar inn er komið í kirkjuhúsið,
blasir fyrst við stór altaristafla í kór,
máluð mynd af Kristi í, eftir A.
Dorph, en á austurvegg er hin forna
altaristafla úr Fellskirkju, kvöldmál-
tíðarmynd, máluð á tré, með vængj-
um á hjörum.
Hún lætur ekki mikið yfir sér við
fyrstu sýn, en þegar hún hefúr verið
opnuð, blasir við fagurt listaverk.
Taflan er frá árinu 1758 og gefin
Fellskirkju af áðurnefndum Halldóri
Jakobssyni, sýslumanni, sem áletran-
ir á vængjum gefa til kynna, en þar
eru stafirnir H. J. S. (Halldór Jakobs-
son sýslumaður) og A. B. D. (Ástríð-
ur Bjamadóttir).
Altaristaflan sýnir Krist ásamt
postulum sínum. Þeir sitja í hring við
kvöldmáltíðarborðið. Lærisveinninn,
sem Jesús elskar, hallast að brjósti
hans. Postularnir bera rauða og bláa
kirtla. Á vængjum eru einnig myndir
Gamla altaristaflan úr Fellskirkju, nú
í kirkjunni í Kollafjarðarnesi.
í fögrum litum, vinstra megin fæðing
Jesúbarnsins, en hægra megin
uppstigningin. Hér er gersemi uppi á
vegg.
Sem ég nú stend þarna, frammi
fyrir hinu forna listaverki og virði
það fyrir mér, kemur upp í huga
minn frásögn skáldsins, Stefáns frá
Hvítadal, er hann lýsir fyrstu
kirkjuferðinni sinni um jól að
Fellskirkju, einhvern tímann rétt fyrir
næst síðustu aldamót. Þessi frásögn
er mér kær og vafalaust mörgum
fleiri.
í frásögninni, sem ber heitið Jól -
bernskuminningar, lýsir skáldið m.a.
þeim hughrifúm, sem jólaguðs-
þjónustan í Fellskirkju vakti í sál
barnsins, og hvernig helgi jólanna
gagntók ungan dreng.
Stefán frá Hvítadal var sem
kunnugt er, fæddur á Hólmavík árið
1887, en á öðru ári fór hann í fóstur
til frænda síns, Jóns Þórðarsonar á
Stóra-Fjarðarhorni við Kollafjörð, og
ólst þar upp til 15 ára aldurs.
Stóra-Fjarðarhorn liggur við botn
Kollafjarðar sunnanverðan, og þaðan
var aðeins um hálftíma gangur að
kirkjustaðnum Felli. Þessa leið fór
Stefán fótgangandi ásamt öðru
heimilisfólki, til jólaguðsþjónustunn-
ar í Fellskirkju, hjá sóknarprestinum
sr. Arnóri Árnasyni.
En grípum nú niður í bernsku-
minningar skáldsins frá Hvítadal, frá
fyrrnefndri jólamessuferð, en þar
segir:
„Pabbi leiðir mig við hönd sér inn
kirkjugólfið og inn í
kórinn. Hann gengur til
sœtis og setur mig í
kjöltu sér, því þröngt er
í kirkjunni. Eg litast
um. Hvílík dýrð! Rautt
gullklæði er breitt yfir
altarið, en yfir klæðinu
dúkur, skínandi hvítur.
A altarinu brenna níu
kerti í þrem glóandi
fögrum kertastjökum.
Eg virði
altaristöfluna fyrir mér. Á henni eru
vœngir tveir. Þeir standa opnir. A
töfluna eru málaðar myndir af
postulum Krists, þeir bera rauða og
bláa kirtla og Ijósin á altarinu varpa
Ijóma á klæði þeirra. Fremst í kórn-
um hangir Ijósahjálmur úr kopar. I
hjálmkrónunni logar á skínandi
fögrum olíulampa. En í tvísettum
hringröðum umhverfis krónuna,
brennur á tólgarkertum tólf. Frammi
í kirkjunni brennur á Ijósahjálmi
öðrum.
Yfir kórnum rís hvelfingin, blá og
djúp, eins og vetrarhiminninn úti
fyrir. ”
Svo mörg voru þau orð. Langt er
um liðið síðan atburður sá gerðist,
sem hér er lýst, nálægt ein öld, en
enn stendur altaristaflan með
vængjunum tveimur uppi á vegg, að
vísu í annarri kirkju.
Ég virði gömlu altaristöfluna fyrir
mér. Sjaldan verður manni ljósara en
á slíkri stund merking orða post-
ulans, þegar hann segir: „Því að hið
sýnilega er stundlegt, en hið ósýni-
lega er eilíft.“ (2. Kor. 4:18).
Tími Fellskirkju heyrir sögunni til,
eða eilífðinni. Kirkjur eiga sinn tíma,
stuttan eða langan, sama er að segja
um ölturu og altaristöflur, en orð
Guðs varir að eilífu, það stendur fast
eins og himinninn. Orðið gefur dauð-
um hlutum líf.
Ferðasaga okkar um Strandir verð-
ur ekki rakin frekar hér. En dálítinn
eftirmála langar mig að hafa í fram-
haldi af heimsókninni á kirkjustaðina
tvo, sem með svo ólíkum hætti tengj-
ast skáldinu frá Hvítadal. Lífshlaup
Stefáns frá Hvítadal hefur orði mér
536 Heima er bezt