Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2004, Qupperneq 9

Heima er bezt - 01.12.2004, Qupperneq 9
umhugsunarefni. Ungur að árum hleypti hann heimdraganum og hugðist leggja stund á prentnám, en veiktist af taugaveiki, svo taka varð af honum hægri fótinn ofan við ökklalið. Stefán gekk því við tréfót, það sem eftir var ævinnar. Haustið 1912 sigldi hann til Noregs og vann þar um tíma í skipasmíðastöð, en aftur gripu örlögin í taumana. Hann veiktist af lungaberklum og varð að leggjast inn á hæli. Heim til íslands fluttist hann á ný, hvergi nærri heill, kvæntist Sigriði Jónsdóttur frá Ballará á Skarðs- strönd, og eignuðust þau tíu börn. Lengst af bjuggu þau hjón í Bessa- tungu í Saurbæ, og þar lést Stefán hinn 7. mars 1933. Hér er ekki ætlunin að gera skáld- skap Stefáns frá Hvítadal ítarleg skil, þjóðin þekkir mörg ljóða hans og hefur tekið ástfóstri við þau. Stefán var skáld nýrómantíkur, hann var skáld tilfinninganna og orti um ást- ina, vorið og dauðann. Að því leyti sver hann sig í ætt við annað skáld, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. En ljóð hans bera þess merki að hann var lengst af sjúkur maður, þess vegna gætir þar víða viðkvæmni og jafnvel bölsýni. En síðast en ekki síst, var hann þó trúarskáld. gengur eins og rauður þráður í gegnum ljóð hans. Ungur að aldri snerist hann til kaþólskrar trúar, og meðal þess sem hann orti var ljóðaflokkurinn Heilög kirkja, lofgjörð til fornkirkjunnar ísl- ensku. í núverandi sálmabók eru þrír sálmar eftir Stefán frá Hvítadal. Þekktastur þeirra er tvímælalaust sálmurinn nr. 74, Aðfangadagskvöld jóla 1912, einhver fegursti jólasálm- ur sem ortur hefur verið á íslenska tungu og flestir landsmenn þekkja. Svo virðist sem sálmurinn sé ortur úti í Noregi, þar sem Stefán dvaldi um þær mundir. Mér hefur þó ætíð virst þessi sálmur meira í ætt við litla, íslenska sveitakirkju en stóra, skarti búna kirkju á erlendri grund. Því hafa ýmsar spurningar leitað á hugann um það, hvar rætur þessa sálms liggja. Stefán frá Hvítadal. Kirkjan ómar öll býðnr hjálp og hlíf þessi klukknaköll boða Ijós og líf. Var það klukknahljómur litlu kirkjunnar að Felli í Kollafirði, „töfr- andi og máttug jólahringing”, sem endurómaði í huga skáldsins, þegar það orti þennan sálm? Hringing, sem „hlaut að heyrast um víða veröld”, eins og skáldið kemst að orði í bernskuminningunum. Var það e.t.v. endurminningin um ljósin á olíulampanum og tólgarkertin tólf úr fyrstu jólamessuferðinni að Felli, sem er skáldinu efst í huga, þegar það yrkir: Kveikt er Ijós við Ijós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Slíkum spurningum verður seint svarað en óneitanlega er freistandi að láta sér detta eitthvað slíkt í hug. Kannski var það barnatrúin, sem stóð þrátt fyrir allt djúpum rótum í trúar- lífi Stefáns frá Hvítadal alla ævi. Flest upplifum við einhvern tíma á lífsleiðinni augnablik, sem mega kallast helguð af himinsins náð. Er hugsanlegt, að það hafi verið ein slík stund, sem drengurinn ungi frá Stóra- Fjarðarhorni, upplifði í fyrstu jóla- messuferðinni sinni að Fellskirkju, eitthvað sem hann gat kallað fram í huga sínum síðar á ævinni, þegar lífið fór um hann ómjúkum höndum. Það er a.rn.k. staðreynd, að frásögnin af þessari kirkjuför er eitt af því fáa, sem skáldið lét eftir sig í óbundnu máli, svo nokkuð hefur þessi bernsku- minning verið honum kær. Hversu margir geyma þá ekki ámóta minningar í sínu hjarta, þótt ekki sé öllum gefið að færa þær í þann listræna búning, sem skáldi er fært. Getum við metið þær blessun- arstundir allar, við altari Drottins í lágreistri kirkju, hvort sem er inn til dala eða úti við sæ, getum við mælt þær á vogarskálum stærðar og hag- kvæmni, eins og nú tíðkast svo mjög um þessar nrundir. Mér er það til efs. Kirkja Krists verður aldrei metin eða gildi hennar, út frá markaðs- lögmálum, heldur aðeins út frá þeirri blessun, sem hún veitir hverjum þeim er til hennar leitar á fund Drott- ins síns, með auðmjúku og einlægu hjarta. Þar gildir einu hvort kirkjan sem hús, er stór eða smá, fátæk eða rík, því einn er Drottinn hennar, full- ríkur fyrir alla. Fáir hafa ort fagurlegar um jólin en Stefán frá Hvítadal: Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt... Enn sem fyrr, flytur jólasálmur Stefáns frá Hvítadal okkur boðskap helgra jóla um Orðið, sem varð hold, um Guðs son, sem gerðist maður, en varð fátækur okkar vegna, þótt hann ríkur væri, svo við auðguðumst af fátækt hans. Er hugsanlegt að þennan fagra sálm eigum við að einhverju leyti að þakka helgri stund í hinni aflögðu kirkju að Felli, fyrir einni öld? Heima er bezt 537

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.