Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 15
svona aðeins að leika sér, hvað um það? Það er allt
betra en að vera einstœð móðir vegna þess að þá er
hœgt að koma allavega fram við mann, og stundum
hugsa ég sjálfþegar ég er orðin alveg rugluð, að ég
hefði kannski átt að láta mig hafa það að halda í
hann. Þá vœrum við þó tvö um að borga
reikningana, en auðvitað vildi ég skilja við hann um
leið og ég vissi af nýrri dö/nu í hverjum mánuði!
Helvítis auminginn, og ég ófrísk af seinna barninu,
þegar ég rak hann út. Svo missti ég íbúðina, gat ekki
borgað leiguna frekar en aðrir og fékk að flytja heim
til mömmu og pabba, sem er ömurlegt, þau láta mig
sko finna að það er upp á þeirra náð og miskunn
hvort við lifum eða deyjum í þessari kjallaraholu
þeirra. Jjæja þau eru þó sjálf á efri hæðinni. Eg hef
svo lítið handanna á milli að ef annað barnið þarf að
fá meðul, þá eigum við ekki jyrir mat út mánuðinn og
ég með þessa finu menntun! Þá erum við upp á
miskunn einhvers komin, annað hvort
félagsmálastofnunar eða mömmu og pabba.
Svo fór ég á aðventukvöld með þessi tvö litlu
yndislegu kríli, drengurinn er að verða tveggja ára
og stúlkan mín orðin fögurra. Við vorum svo ánægð
og fin, ég gat bjargað fötum á okkur öll fyrir horn,
systir mín gaf mér lítið notaðan kjól og kápu af sér,
svartan kjól, rauða kápu, ég skal elska hana til
eilífðar Jyrir það. Eg breytti gömlum buxum í
sparibuxur á þann litla, vinkona mín gafmér jakka á
hann, sem er nœstum jafnsvartur og buxurnar og
heldurðu ekki bara að amma hans og afi hafi sent
honum tímanlega jólagjöf skyrtu og slaufu og
jólaskó, sem reyndar eru of stórir en ég treð í tærnar.
Hann er svo fallegur í þessu að hjartað mitt hoppar
Linda! Stúlkan fékk rauðan og hvítan kjól í sama
pakka og sokkabuxur með, en ég gat ekki keypt á
hana skó þannig að ég reyndi að pússa
hversdagsskóna eins vel og ég gat og saumaði á
hana kápu úr lélegu efni en hun er eins og prinsessa,
dansar út um allt af gleöi. Við höfum ekki verið
svona fin síðan ég hœtti að vera kona áföstu og varð
einstæð móðir. Þannig að ég ákvað að jára með þau
á aðventukvöldið. Það var yndislegt, þau sátu eins og
englar og hlustuðu á tónlistina og sönginn og
prestana. Eg hugsaði þegar ég sá barnakórinn: Eg
skal sko koma mínum börnum í eitthvað svona!
Þegar við stóðum utan við kirkjuna og horfðum í
kringum okkur á eftir, vatt sér að mér gömul kona,
heldur afundin: „ Sjá nú þetta, örsmár drengur í
jakkafötum! Ekki voru nú börnin svona jint klædd
þegar ég var að alast upp. Eg veit ekki hvað verður
úr þessum nútímabörnum sem alast upp i óhófi og
svo miklum allsnægtum að þau halda að peningarnir
komi bara upp úr skítnum á götunum ”. Svo jesúsaði
hún sig yfir börnunum mínum og mér, börnin skildu
sem betur fer ekki neitt og brostu bara til ókunnu
konunnar en ég var illa slegin.
Veistu Linda, að ég er eiginlega komin með
ofnæmi fyrir öllu þessu fólki sem er að tala um
óhófið, neysluna og allt dótið sem allir eiga?
Þjóðfélagið er búið að breytast svo mikið á ekki
mörgum árum, eins og við vitum báðar, og í dag eru
börnin annars jlokks hjá skólafélögunum og í
samfélaginu ef þau eiga ekkert og mega ekkert. Það
gerist strax við skólaaldur og ég hugsa til þess með
hryllingi ef aðstœður mínar verða eitthvað svipaðar
því sem þœr eru núna! Þá get ég ekkert gert fyrir þau
og þau verða útskúfuð og alast upp með
vanmetakennd í hjartanu og það vil ég ekki. Linda
hvað á ég að gera? Þú ert alltaf svo ráðagóð, gerðu
það, segðu mér hvernig ég á að breyta lífinu? Neyða
lífið til þess að breytast mér í hag, allavega
börnunum mínum í hag! Svo hittir maður gamla konu
sem segir manni að maður sé að hafa það alltof gott!
I gamla daga var þjóðfélagið dálítið öðruvísi, ég skil
það vel, en vá! Þá voru heldur ekki allir að reyna að
teygja og toga í börnin okkar út og suður og halda
að þeim hinu og þessu. Þá fékk fólk örlítinn frið með
börnin sín. Kannski, kannski ekki, ég verð að gera
svo vel að lifa í nútímanum, ég get ekki spólað til
þess tíma sem „voru nú svona og svona þegar
einhverjir aðrir voru að alast upp! ”
O, guð, hvað ég sakna þess að vera stelpa í skóla,
áhyggjulaus og manstu, hvað var frábœrt síðustu
jólin? Þegar við sátum nokkur við kertaljós í
herberginu þínu næstum alla nóttina og spjölluðum
um framtíðina? Alla draumana okkar, sem við
trúðum hvor-t öðru fyrir, við sjö? Sjömenningarnir
frábœru, ég sakna ykkar hrœðilega. Elsku Linda
hafðu samband.
Þín vinkona Ella.
Fyrir þremur árum fékk ég þetta bréf. Fyrir þremur
árum gerði ég ekki neitt. Ég hef ekki hugmynd um
hvernig Ella hefur það og hef ekki fengið jólakort frá
henni síðan þetta bréf kom. Sem ég las og las og reyndi
að gleyma þess á milli. Ég, hvað átti ég svo sem að gera í
þessu? Ég hringdi ekki einu sinni í Ellu. Elsku Ella, sem
var svo góð vinkona að við hin trúðum því nærri því að
hún væri alvöruengill. Ég vissi hvar hin fimm bjuggu þó
ég hitti þau aldrei nema á jólakortum. Vildi ég kannski
ekki vita neitt um Ellu fyrst hún var í vandræðum?
Ég er með hræðilegan sting í maganum og alltof
mikinn hjartslátt, finn að tíminn, sem engu eirir, er
líklega hlaupinn frá mér í þessu máli, en þessi sex
jólakort ætla ég ekki að skrifa í þetta skiptið. Ég ætla að
fara út í hlussusnjókomuna, finna fimm frækin í viðbót
við mig og gera allt sem ég get fyrir hana Ellu vinkonu.
Ég er þremur árum á eftir áætlun.
Með kœrri jólakveðju til ykkar.
Heima er bezt 543