Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2004, Qupperneq 21

Heima er bezt - 01.12.2004, Qupperneq 21
r Agúst Sigurðsson frá Möðruvöllum Lista- skáldið góða á óoissri ferá Aðalvíkusveit 3. grein Nýverið hef ég skráð nokkurn þátt um síra Jón Eyjólfsson, sem prestur var á Stað í Aðalvík í 24 ár frá vordögum 1843. Sú grein birtist í bókriti Hallgríms Sveinssonar á Hrafnseyri: Mannhf og saga fyrir vestan. Skal því ekki endurtekið hér. A það minnzt, að í samfelldri frásögn úr Aðalvíkursveit, er síðar var kölluð Sléttuhreppur, skv. þeirri reglu, að sveitarfélag vœri kennt við þingstaðinn, væri hentust efnistök að fylgja prestaröðinni á Stað. ar var sóknarkirkja samfélag- sins við yzta haf á Vest- ijörðum frá öndverðu og til 1928, er Aðalvíkursveit var skipt i Staðar- og Hesteyrarsóknir. Var það ekki vonum fyrr, því að byggðina kljúfa reginíjöll og er þar víða tæp gatan og lítt og ekki hestfært, en gönguleiðir mjög torfærar, einkum á líkferð. Raunar allar nauðsynjar hversdagslífsins mann fram af manni. Og undir miðja 19. öld lætur Aðalvíkurprestur svo um mælt, að hvergi hafi hann spurt, að séu í einni sveit jafnerfiðar og hættulegar leiðir sem hér. Þar við sat öld af öld allt til loka byggðarinnar 1952. Kyrrstaða sjóbændasamfélagsins lá hér yfir, unz útvegur Norðmanna rauf þögn- ina rétt fyrir aldamót á Hekleyri, fyrir innan sjóþorpið á Hesteyri. Urðu áður óþekkt kjör með mörgum manninum. Það voru ekki aðeins tímamót, en aldahvörf. En verum minnug, að hið gamla er grundvöllur hins nýja. Skáldkona lyftir samfélaginu Við langa og góða sögu síra Jóns Jónas Hallgrímsson. Rithönd hans neðst á myndinni. Eyjólfssonar er ljúft og skylt að geta Ágústínu Jóhönnu systur hans. Hún kom með bróður sínum norður að Stað, þegar hann settist þar að búi og brauði. Sex árum siðar giftist hún Einari Hallgrímssyni og bjuggu þau í tvíbýli á prestsetrinu til starfsloka síra Jóns 1867 í Aðalvík, raunar all nokkru lengur. Afi þeirra var elskað og dáð skáld, síra Jón Þorláksson, kenndur við Bægisá á Þelamörk, þar sem hann var prestur frá hausti 1788 til dauðadags 1819. Var síra Jón fyrstur íslenzkra skálda, sem naut þess heiðurs, þeirrar hamingju, að handleika eigin ljóðabók, fallega setta og einkar snoturlega úr garði gerða. Var hún prentuð í Hrappsey 1774, hann við þrítugsaldur, starfaði að prentverkinu, eins og síra Sigurður Stefánsson rekur í ævisögu skáldsins, útg. 1963. Átti Hrapps- eyjarprentsmiðju Bogi Benediktsson, ríkisbóndi og breiðfirzkur héraðs- höfðingi, sem reisti hús yfir og rak þessa fyrstu frjálsu prentsmiðju í Skálholtsbiskupsdæmi. Áður var Heima er bezt 549

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.