Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2004, Síða 27

Heima er bezt - 01.12.2004, Síða 27
Bægisá sé mjög falleg sauðajörð og alls ekki afskekktur prestseturs- staður. Öðru nær. Úti á nágranna- kirkjustaðnum Möðruvöllum var amtmannssetrið norðan og austan og inn til kaupstaðarins á Akureyri að- eins um 25 km frá Bægisá. Einka- barn hjónanna var Guðrún, flugrík að erfðum, en tapaði fé sínu og eiginmannsins, Eyjólfs Gíslasonar síðar prests við Gilsfjörð. Varð svo umskipt, að þau voru talin til vorkunnar fátæk. Síra Eyjólfur virti þá mikils báða, síra Jón tengdaföður sinn og Boga í Hrappsey, afa konu sinnar. Þókti hann gáfaður og hæfileikamaður, en þó ekki laus við að miklast af ætt sinni og uppruna, en Ólafur Gíslason Skálholtsbiskup var afi hans. Síðasti arftaki fyrri menningar í landinu. Herra Ólafur hvarf inn í nýjan tima átakalaust. Agústína Jóhanna Eyjólfsdóttir var skáld og er hefð að nafni hennar í sögu Staðarsóknar og Aðalvíkur- sveitar, þar sem hún átti starfsdag húsfreyjunnar í 30 ár. Hún dó í Þver- dal 1873. Áratug síðar bjó Björn, sonur síra Jóns Eyjólfssonar Ljóð- mæli bæði Ágústínu og Gísla bróður hennar til prentunar. Komu ljóða- kverin út á Eskifirði 1883, en Björn var bókbindari með búskap og hreppstjórn á Sléttu í Reyðarfirði. Formálsorð hans um Ágústínu lýsa glaðri húsmóður á fátækum kirkju- stað, góðvild hennar og ljúflyndi. Þau Einar Hallgrímsson áttu börn og niðja í Aðalvík, en ekkert barna síra Jóns varð eftir í Sléttuhreppi, þegar foreldrarnir fóru burt. Prestskonan var frá Atlastöðum í Fljóti, Sigríður Oddsdóttir. Tóku þau brátt saman, þegar síra Jón settist að á Stað. Elzta barn þeirra, Hjálmtýr, var fermdur 1858. Þarf ekki annarra vitna við um getnað drengsins. Eitt barn misstu hjónin í bernsku, Sigurð Júlíus. Önn- ur eru talin í æviskrám. Ketilríður Fyrir tilviljun er kunnugt, að Jón Eyjólfsson hafði lagt hug á aðra unga stúlku úr Aðalvík, áður en hann vígðist þangað. Hét hún Ketilríður Bjarnadóttir, yngismær frá Görðum, Látrar í Aðalvík. Ljósm.: Á. S. 1999. fædd 1822. Óhætt er að fullyrða, að Ketilríður væri einstök fríðleikskona, því að Jónas Hallgrímsson, lista- skáldið góða, getur hennar, er hann hafði komið í stutta rannsóknarferð í Aðalvík um höfuðdaginn 1840. Ekki hafi Ketilríður viljað þýðast Jón Eyjólfsson, segir Jónas, heldur gifzt Bjarna nokkrum, sem hann uppnefn- ir, er hann sá hann á hinni gagnlegu skoðunarferð, en þar voru þeir saman Jónas og Japetus Steenstrup mýra- fræðingur, þrautgóður og þolinmóður vinur skáldsins og landkönnunar- mannsins úr Öxnadal. Steenstrup varð prófessor í Danmörku, síðar rektor Hafnarháskóla. Komu þeir félagar frá SnæQöllum að Sléttu, hafa siglt undir Grænuhlíð og fyrir Ritinn, en Jónas vildi sjá þar berglög og litarákir úr jarðsögunni. Vitneskjan um surtarbrand, mókol, í Grænuhlíð og Straumnesíjalli var megin mark og ferðamið, enda eru steinrunnar jurta- og trjáaleifar dýrmætt eldsneyti. Gefur brennið allgóðan hita, en askan að vísu mikil. Slíkar landkönnunarferðir Jónasar skálds voru stóri þátturinn í Islands- lýsingu hans, sem hann stefndi að 1838. Auk þess vikust prestarnir víðast vel við og svöruðu spurning- um Hins íslenzka bókmenntafélags og juku ýmsu í lýsingar sókna sinna, eins og síra Jón Eyjólfsson síðar, en þegar Jónas skáld og Steenstrup voru á ferðinni í Aðalvík, voru enn 3 ár, þangað til stúdentinn vígðist til sókn- arinnar. Surtarbrandur og höfn á Hesteyri I Jarðabókinni 1710 segir, að í landi Staðar sé surtarbrandsnám, er liggi í einni brekku, þar sem grafið sé inn undir fjallið. Þessi surtarbrandur sé uppsprengd, skáhöll skel, allt að álnarþykkt lag, og brúkist til eldivið- ar. - I sóknarlýsingunni greinir síra Jón nákvæmar ífá því að enn sé brandurinn nægur í Breiðhillu á Grænuhlíð, einnig í Breiðhillunni á Straumneshlíð. M. a. s. er fregn, að norðaustan undir Kögri finnist surtar- brandurinn í Sandvíkurljalli. Auðvelt var að komast að hinum steinrunnu jurtaleifum í Skarðadal til skamms tíma, en víða sé hann nú eyddur ofan- jarðar, þar sem til náðist. Oftast liggi lagið í móbergi eins og þeir fundu í Rekavík bak Látur. Undir móberginu er blágrýti, en stuðlagrjót efst, berg- hlaup. I aurskriðum hafi hann fund- izt, undireins tíndur upp, en bæði sé torvelt og hættusamt að ná honum á fjallahillunum, enda líka vanti menn verkfærin. Það er meinið á sjó og landi í þessu sárfátæka byggðarlagi. Aðrar leifar af námum eru ekki fundnar hér norðurfrá í jörðu í leið- angrinum 1840. Itarlegri jarðlagakönnun og ekki Heimaerbezt 555

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.