Heima er bezt - 01.12.2004, Page 30
Skymaster DC-4.
Ævmtyrafer
me
3 J3ofí[eic)um 194S
I októberblaði Berlingske Tidende í Kaupmannahöfn árið
1948, birtist þriggja dálka myndskreytt frásögn og viðtal við
hjónin Önnu Guðmundsdóttur og Gunnlaug Kristjánsson í
Lambanesi í Fljótum, er voru á ferðalagi í Kaupmannahöfn
um þœr mundir. Tilefni þessarar ferðar var að þau hjón
brugðu sér af bœ suður til Reykjavíkur að loknum haust-
verkum. Þar hittu þau góða vini, flugmennina og
stjórnendur Loftleiða, þá Alfreð Elíasson og Kristinn Olsen,
en þeir höfðu haft bœkistöð fyrir sjóflugvélar Loftleiða í
landi Lambaness undanfarin fimm sumur, 1944-48, vegna
síldarleitar fyrir Norðurlandi. Er ekki að orðlengja það að
vinátta hafði tekist með hjónunum og Loftleiðamönnunum,
sem nutu margvíslegrar aðhlynningar í Lambanesi á þessum
tíma. Forráðamenn Loftleiða höfðu lengi ætlað að launa
Lambanesfólkinu þessa vinsemd og þarna kom tœkifœrið:
„ Viljið þið ekki skreppa til Kaupmannahafnar á morgun og
koma aftur til Reykjavíkur nœsta dag? “ Eins og nærri má
geta var þetta rausnarboð þegið með þökkum.
Hjónin fóru til Kaupmanna-
hafnar eins og þau stóðu.
Þetta átti ekki að vera nema
rösklega sólarhringsferð. En það fór
á annan veg. Þegar lent var á
Kastrupflugvelli kom í ljós bilun í
flugvélinni. Hún þurfti viðgerðar við
og Lambaneshjónunum var fengin
gisting á góðu hóteli í Kaupmanna-
höfn. Brátt kom í ljós að nokkurn
tíma tæki að gera við flugvélina, en
Guðmundur
Sœmundsson:
þau hjónin vildu gjarnan komast
fljótlega heim aftur. Þótti því ráð-
legast að þau færu til Parísar og það-
an til Reykjavíkur með annarri ís-
lenskri flugvél. Þetta gekk eftir. En
þau komu nokkrum mínútum of seint
á flugvöllinn við París, þegar sú flug-
vél hélt heimleiðis. Fyrir vikið fengu
þau að sjá ofurlítið af yfirbragði
þessarar frægu heimsborgar, sem
París er. En síðan héldu þau aftur til
Kaupmannahafnar, þar sem þau voru
um tíma á Hótel Cosmopolitan.
Þegar þau Anna og Gunnlaugur
komu úr Parísarferðinni, átti blaða-
maður frá Berlingske Tiðdende tal
við þau og naut þar milligöngu
íslenskrar ffugfreyju frá félaginu.
„Þetta hefur verið hreinasta ævin-
týri”, sagði Gunnlaugur við blaða-
manninn, „og við munum lifa á
minningunum, það sem eftir er
ævinnar. Við höfum aldrei fyrr glaðst
yfir því að flugvélarmótor skyldi
bila. Við ætluðum að vera hér einn
dag, en höfum nú verið átta og
höfum auk þess fengið að sjá
Parísarborg. Fólk trúir okkur varla
þegar við komum heim og segjum
frá því sem fyrir okkur hefur borið.
En við höfum keypt nokkur póstkort,
sem geta sannað sögu okkar.”
„Hvort leist ykkur betur á París
558 Heima er bezt