Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2004, Page 31

Heima er bezt - 01.12.2004, Page 31
Sumarið 1948 var Grumman flugvélin kominn í síldarleitina með Stinson vélinni. eða Kaupmannahöfn," spurði blaða- maðurinn. „Tvímælalaust Kaupmannahöfn,“ svaraði Gunnlaugur. Það er dásamleg borg og við hefðum ekki trúað því að það væri svona fallegt í Danmörku. I gær fórum við út á Sjáland að skoða danskan landbúnað og frá þeirri ferð höfum við frá ýmsu að segja þegar heim kemur.” Og áfram hélt blaðamaður B.T. að spyrja: „Hvað er ykkur eftirminnilegast úr ferðinni?” „Skógurinn,“ svaraði Gunnlaugur, „og borgin,“ sagði Anna og bætir síðan við: „Að hugsa sér allar þessar vörubúðir og ljósaauglýsingarnar á kvöldin. Það er dýrleg sjón.” „Og hvenær farið þið heim,“ spyr blaðamaðurinn að lokum. „Það er undir því komið hvenær flugvélin verður ferðafær. En okkur er það ekkert á móti skapi, þótt það dragist eitthvað og við gætum líka alveg hugsað okkur að hafa viðkomu í London. Þessi ævintýraferð hefur ært upp í okkur ferðalöngunina,“ sögðu hjónin að lokum. I viðtali greinarhöfundar við Krist- inn Olsen, Loftleiðaflugstjórann góð- kunna, mörgum árum síðar, sagði hann m.a.: „Það var okkur Alfreð mikil ánægja að bjóða þeim Lambanes- hjónum í þessa ferð. Síðar höfðum við tækifæri til þess að bjóða Val- garði bróður Gunnlaugs í Ameríku- ferð. Ég lóðsaði Valgarð milli skýja- kljúfanna á Manhattan og undrun hans gleymi ég seint. Það var alveg stórkostlegt að fá að vera í samfylgd hans á götum New York borgar. Síðar fórum við nokkrir Loft- leiðamenn norður í Lambanes, þegar Kristján faðir þeirra Gunnlaugs og Valgarðs hélt upp á hundrað ára afmæli sitt. Loftleiðir áttu þá ekki sjóflugvél svo við fórum norður á bíl en fengum millilandanugvél félag- sins til að fljúga yfir Lambanes- bæinn og dreifa marglitum pappírs- renningum yfir staðinn í tilefni afmælis gamla mannsins. Annars gleymi ég ekki þegar ég kom fyrst í Lambanes sumarið 1944 Lagt af stað í síldarleit af Miklavatni. Alfreð Elíasson, Sigurður Jónsson (Siggi flug) og Kristinn Olsen, nýkomnir aó Miklavatni í júlí 1944. og var að kanna hugsanlega aðstöðu við Miklavatn fyrir Stinson-vélina okkar. Eftir að hafa heilsað upp á Önnu húsfreyju, sagt henni deili á mér og spurt um bónda hennar, bauð hún mér og samferðamanni mínum til stofu, um leið og hún sagði: „Þeir eru nú að dalla sig, en koma áreiðanlega fljótlega heim.” Hvað konan átti við, vissum við hreint ekki,“ sagði Kristinn. „Reynd- ar héldum við þá vera á kamrinum, en skrítið að þeir skyldu vera þar báðir í einu, en létum þó kyrrt liggja. Síðar kom hið rétta í ljós að þeir voru að vitja um silunganet á flatbytnu niður á vatni og hlógum við mikið að þessu eftir á. Meðan við sátum yfir kaffiveit- Heima er bezt 559

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.