Heima er bezt - 01.12.2004, Síða 32
ingum og hlöðnu kökuborði hús-
freyjunnar, heyrðum við gamlan
mann kalla úr næsta herbergi, er
spurði um hvaða gesti hefði borið
þama að garði.
„Þið ættuð nú að líta inn til hans
Kristjáns, tengdaföður míns. Hann
hefur svo gaman að hitta gesti og
spjalla við þá.”
Þarna hittum við Kristján, fyrr-
verandi bónda í Lambanesi, sem var
rúmliggjandi, enda kominn um ní-
rætt,“ sagði Kristinn.
Er ekki að orðlengja það að samn-
ingar um bækistöð íyrir síldarleitar-
flugið í landi Lambaness tókust með
ágætum, eins og komið hefur reyndar
fram hér á undan og þegar við kom-
um fljúgandi norður, þann 11. júlí
um sumarið og renndum þar upp í
íjöruborðið, stóð Lambanesfjöl-
skyldan á vatnsbakkanum og bauð
okkur Alfreð, Sigga flug og mig vel-
komna. En þegar við komum heim
að bænum, sat Kristján gamli á varin
hellunni og sagðist engan tíma hafa
til þess að liggja í rúminu þegar flug-
tæknin væri að ganga í garð í Fljót-
um.
Þama höfðum við sumarbækistöð
fyrir sjóflugvélar okkar vegna síldar-
leitarinnar, í fimm sumur, 1944-48,
og mörgum fannst þetta ótrúlega
skemmtilegur tími, þó að stundum
bjátaði ýmislegt á. Til dæmis bjugg-
um við í tjöldum fyrsta sumarið og
eitt sinn vöknuðum við Alfreð hríð-
skjálfandi á floti í tjaldinu eftir
rigningarnótt. Þá leituðum við á náð-
ir kaupfélagsstjórans í Haganesvík
og fengum þar góða .
Þetta voru þó smámunir hjá því
sem við lentum í um haustið (1944),
þann 20. september, er við vorum
ferðbúnir til Reykjavikur og ókum
Stinsoninum út á vatnið til flugtaks.
Mikið hvassviðri skall á fyrirvara-
laust og rétt þegar við vorum að
komast í flugtaksstöðu, sogaðist vél-
in hátt í loft upp af völdum hvirfil-
vinds og skall síðan á hvolfi niður á
vatnið aftur. Fyrir einhverja guðs-
mildi komumst við Alfreð út úr
vélinni og héldum okkur í flotholtin
meðan flugvélin var að reka að landi
undan bænum Hraunum, sem mun
Gamli maðurinn á miðri myndinni er Kristján Jónsson, Jýrrverandi bóndi í
Lambanesi. Hann varð allra manna elstur á Islandi um sína daga, á 105.
aldursári er hann lést, árið 1959. Kristinn Olsen sagði greinarhöfundi að
Kristján hefði verið rúmliggjandi þegar Loftleiðamenn komu þarna fyrst, en
við að sjá þetta nýja landnám í sögu Fljótanna, reis gamli maðurinn úr rekkju
og sagðist ekki hafa nokkra löngun til að deyja strax. Með Kristjáni á
myndinni eru frá vinstri: Stefán Magnússon, Olaf Olsen, Kristján (94 ára),
Haraldur Gíslason, Einar Arnason, Jón H. Júlíusson og Hörður Eiríksson.
Ekki er vitað um nafn litlu stúlkunnar að baki Kristjáns.
Kristinn Olsen.
hafa tekið um klukkustund, því
hvergi fannst sjófær bátur við vatnið,
sem menn treystu til björgunarað-
gerða. Þegar vélin kenndi loks
grunns, komu heimamenn vaðandi
upp í axlir að bjarga okkur og þegar í
land var komið bar þar að mann sem
var að koma yfir Siglufjarðarskarð
og hafði í fórum sínum eina flösku af
Svartadauða, töðugjaldavíni handa
fátækum bónda í Haganesvík, sem
við stuðuðum okkur strax á og stund-
um síðar minntumst við Alfreð á að
líklega hefðum við aldrei dreypt á
betra víni en Fljótabóndans, forðum
daga.
Eins og áður er drepið á, skeði
ýmislegt varðandi flugstarfsemina
við Miklavatn, sem ekki þætti við
hæfi í dag, en allt blessaðist þetta á
ótrúlegan og gæfusaman hátt að áliti
Kristins, eins og til dæmis þegar við
fengum flugvélarbensínið ffá Haga-
nesvík. Þar hafði því verið skipað á
land í stáltunnum. Þaðan var það
flutt til bækistöðvar okkar með her-
trukk, sem var með stálpalli. Þegar
bíllinn kom með farminn, bentum
við bílstjóranum á bensíngeymslu-
tóftina, sem var nokkurn spöl afsíðis.
Mér láðist að biðja bílstjórann, sem
var ungur menntaskólanemi úr sveit-
inni, að bíða meðan ég kallaði á
strákana, sem voru í mat, til þess að
hjálpa til. Nema hvað, ég heyri mikið
urg og ískur frá trukknum og sé mér
560 Heima er bezt