Heima er bezt - 01.12.2004, Síða 35
Þarna í Grindavík munu hafa orðið til þessar vísur:
Segl upp undin bera bát
brims af sundi vöndu.
Nú er lundin létt og kát,
leggjum undan ströndu.
Þar mun eyðast þunglyndið,
þó að freyði boðinn;
yfir breiða úthafið
ákaft skeiðar gnoðin.
Þó að freyði úfin unn,
uns að leiðin þrýtur,
samt skal greiða út seglin þunn,
sjá hvað skeiðin flýtur.
Sveinn sendi frá sér tvö ljóðakver meðan hann var lífs:
Andstæður (1933) og Nýjar Andstæður (1935). Auk þess
smáprent. Á aldarafmæli Sveins (1988) gaf Skuggsjá,
Hafnarfirði, út fyrrgreindar bækur og þar að auki nokkurt
safn úr handritum, sem ég varðveitti. Skrifaði ég inngang
og yfirlit um ævi og skáldskap höfundar. Þessi bók mun
fáanleg í Skjaldborg, Grensásvegi 14, Reykjavík.
Að lokum langar mig til að birta hér inngang að And-
stæðum:
Mig að ríma margt ég bar
mœttu ei hóli sálmar,
af því Grímur aldrei var
eða Bólu-Hjálmar.
Eg vil segja algeng orð,
en þó vanda rœðu.
Lœrði ei að bera á borð
breytta andans fæðu.
Þótt mér velji skorinn skammt
skáldafrœgð og auður,
máski ég teljist maður samt,
minnsta kosti dauður.
Hugsun skœra hafa má,
hlaupa á glœrum ísum,
til að lœra tökin á
tœkifærisvísum.
Heiglum naumast henta má
halda í tauma móðsins.
Ljúfa drauma auka á
undirstraumur Ijóðsins.
Sem að hylla margir menn,
má þó villu kalla,
hörpustilling efli ég enn
uppi á milli fjalla.
Málfræðingur enginn er;
öllu glingri fleygi.
Tilfinning úr skiptum sker,
skakkt hvort syng eða eigi.
Margt ég kvað af munni fljótt,
máls í vaðal glaður,
ærið hraður orðs við gnótt,
óheflaður maður.
Kvað ég hnjóð og kerskimál,
kvað um fróða presta.
Kvað um glóð og kvað um stál,
kvað um góða hesta.
Oft til svanna kvœði kvað;
kenndur glanni í brögum.
Glöggt ei vann að gæta að
guðs né manna lögum.
Þó ei bjóði betri óð
brags á góðu þingi,
kannski fljóðin kinnarjóð
klúru Ijóðin syngi.
Líklega er síðasta vísan, sem Sveinn orti helsjúkur til
konu sinnar, minnisstæðust, en hún er á þessa leið:
Langa vegi haldið hef;
hindrun slegið frá mér.
Hingað teygja tókst mér skref
til að deyja hjá þér.
Sumir vilja hafa síðari hlutann þannig:
Til þín dregist torveld skref
til að deyja hjá þér.
Sveinn sá það fyrir síðsumars 1944, að stutt mundi eftir
af æviskeiðinu, og kvað:
Framar nenni ei yrkja óð
upp þó renni vorin.
Nálgast senn mitt lokaljóð;
lífs í fennir sporin.
Sveinn frá Elivogum andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík,
2. júlí 1945.
Dægurljóð
Dægurljóðaunnendur, ekki svo fáir, að ég ætla.
Jólamánuður er framundan og þarf þátturinn að bera þess
einhver merki. Að vísu slæðist eitthvað með, sem ekki er
beinlínis helgað þessari mestu hátíð ársins.
Heima er bezt 563