Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2004, Side 37

Heima er bezt - 01.12.2004, Side 37
Þaðan svo ég þrammaði fús í Þykkvabœ á jólum, En aldrei skal ég inn í hús, efþað er á hjólum. Ég vona, að lesendum sé það ekki á móti skapi, þótt ég láti guðsorð fljóta hér með. Svo er mál með vexti, að þegar ég var kennari á Ólafsfiri fyrir meira en hálfri öld, mæltist Snorri Sigfússon námstjóri til þess, að skóla- dagurinn hæfist með eftirfarandi söng, sem og var fylgt eftir komandi vetur: Þér til dýrðar, drottinn hár, dagsins störf vér byrjum morgunglaðir. Ljúfi faðir, Ijóssins faðir, blessa þau um öll vor ár, Þú, sem votar þerrar brár, þú sem léttir allar vorar kvaðir. Til þín glaðir, góði faðir, mænir sál við morgunsár. (Guðmundur skólaskáld.) Að lokum er átthagaljóðið. Ég var eitt sinn beðinn að yrkja ljóð fyrir Stokkseyringafélagið í Reykjavík. Það er þannig: Hún Stokkseyri er öllum okkur kœr, sem unum hér og dveljum henni fjær. Sú byggö mun œtíð búa í okkar hug. Að baki fjöll - við fætur víður sær. Þóflyttum við af feðra- og mæðraslóð, ei fölskvast lét þó vináttunnar glóð. Við eigum saman okkar heimareit, og ávallt metum hann sem dýran sjóð. Við komum saman, kætumst sveinn og snót, við komum enn á Stokkseyringamót, því ennþá hópinn allvel höldum við, þótt æði tímans hrönn og lífsins rót. Þá er ekki annað eftir en að þakka ykkur samfylgdina, lesendur góðir, og óska gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Lifið heil. Auðunn Bragi Sveinsson, Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík. Netfang: audbras@simnetis Matarkistan Pottréttur í morgunverð 12 sneiðar af smurðu brauði, 6egg 3 bollar af mjólk 1 teskeið salt sletta af cayenn pipar 225 gr. Cheddar ostur, rifinn 1 bolli niðursneidd skinka eða brytjað beikon Hrærið saman eggjum, mjólk, salti og pipar. Skerið skorpuna frá brauðinu og smyrjið það með smjöri eða smjörlíki. Smyrjið innan lítinn pott og setjið sex brauð- sneiðar i hann, þannig að smurða hliðin snúi niður. Setjið ofan á brauðið skinku eða beikon og helminginn af rifna ostinum. Setjið restina af brauðinu ofan á, þannig að smurða hliðin snúi upp. Hellið síðan yfir þetta mjólkur- og eggjablöndunni. Stráið ostinum sem eftir er, ofan á. Kælið í ísskáp yfir nótt (u.þ.b. 8 klst.). Látið síðan ná stofuhita aftur og bakið við 350° í 30 til 40 mínútur, þar til rétturinn er orðinn ljósbrúnn, mjúkur og hefur drukkið vökvann í sig. Nægir handa 6. • • • Engifer gulrætur 1 kíló gulrætur 2 matskeiðar af smjöri 1/3 bolli sýróp 1 matskeið engifer 2 teskeiðar hvítur pipar, 2 teskeiðar salt. Sósa: bræðið smjörið, og bætið því sem eftir er út í og hrærið saman. Hellið sósunni yfir gulrætumar og hrærið. Bakið við 350° í 20-30 mínútur. Heima er bezt 565

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.