Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2004, Side 38

Heima er bezt - 01.12.2004, Side 38
ölr /fróðleí<ksfinjmr)í rgjpi mik Jón R. Hjálmarsson: Kópernikus og heimsmyndin Frá elstu tímum hafa menn verið að velta fyrir sér ýmsum kenningum um lögun jarðarinnar, gang himintungla og himingeiminn yfirleitt og setja fram skoðanir og tilgátur um þau efni. Lengi vel trúðu flestir því að jörðin væri miðpunktur alheimsins og að yfir henni hvelfdust síðan fjölmargir kristalshimnar, sem sól, tungl og stjörnur væru fest á eða að á hvolfþökum þessum væru mörg göt sem guðdómleg birta himnanna lýsti gegnum. Þá voru líka flestir á einu máli um að jörðin væri flöt eins og pönnukaka og flyti á sjónum, sem enginn vissi hvar endaði. Sumir þóttust þó vita að á endimörkum heimsins steyptist sjórinn fram af miklu hengiflugi í ógurlegum fossaföllum. Af þeim sökum voru margir lengi vel tregir til að sigla langt út á hafið, því að þeir töldu að þá kynnu þeir að lenda út af jörðinni og týnast að eilífu. En ekki voru allir sannfærðir um að heimsmynd þessi væri rétt og þegar í fornöld höfðu grískir lærdómsmenn sett fram skoðanir sem brutu á bága við hefðbundnar kenningar. Einhver gleggsta lýsing á annarri heimsmynd var sú sem gríski fjölfræðingurinn Kládíos Ptolemaios hafði sett fram í merkilegri bók á annarri öld eftir Krist. Hann gekk að vísu út frá því að jörðin væri miðpunktur alheimsins, en sagði jafnframt að hún væri hnöttur, sem sól, tungl og reikistjörnur snerust um eftir hringlaga brautum. En þessar skoðanir voru ekki viðurkenndar, nema af fáum, og á miðöldum og raunar talsvert lengur stóðu kirkjunnar menn traustan vörð um hina eldri heimsmynd og þeir, sem öðru trúðu, máttu sannarlega gæta sín. Loks gerðist það svo á 16. öld, að hugsuðurinn Kópernikus kom fram með þá heimsmynd sem fljótlega var viðurkennd sem hin eina sanna og rétta og við höfum notast við til þessa dags. Nikulás Kópernikus var fæddur í verslunarborginni Torún í Póllandi árið 1474 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Þau hjón voru allvel stæð og gátu því kostað þennan son sinn í skóla, en hann sýndi snemma óvenju miklar og góðar gáfur. Sem fulltíða maður stundaði hann háskólanám heima í Póllandi og einnig á Ítalíu árum saman. Á námsárunum lagði hann fyrir sig hinar fjölbreytilegustu vísinda- greinar, svo sem guðfræði, lögfræði, læknisfræði, stærðfræði og stjörnufræði. Eitt með öðru sem hann lagði sig eftir var kirkjuréttur og lauk hann doktorsprófi í þeirri grein. Meðan hann var enn á Ítalíu var hann útnefndur til að vera kórsbróðir við dómkirkjuna í Frauenburg í Austur-Prússlandi og til þess heiðurs naut hann stuðnings móðurbróður síns, sem var 566 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.