Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2004, Qupperneq 39

Heima er bezt - 01.12.2004, Qupperneq 39
biskup á þessum slóðum. Hann sneri heim frá Ítalíu árið 1512 og átti síðan heima í Frauenburg til æviloka árið 1543. Embætti það sem Kópernikus gegndi við dóm- kirkjuna, tryggði honum góða og örugga afkomu og var auk þess ekki mjög kreijandi. Slík aðstaða varð til þess að hann gat helgað sig að mestu eftirlætisviðfangsefni sínu, sem var stjörnufræði í víðasta skilningi. Til mælinga sinna og athugana á gangi himintungla notaði hann gamlan virkisturn, sem hann jafnframt gerði að heimili sínu. Mælitæki sín smíðaði hann að mestu sjálfur og gerði með þeim margvíslegar athuganir á hreyfingu og stöðu himinhnattanna. Þrátt fyrir iðjusemi og góða ástundun tók það hann samt mörg ár að sannfærast um hina raunverulegu heimsmynd, en smám saman aflaði hann sér gagna og sannana sem dugðu til þess. Niðurstöður sínar ritaði hann jafnóðum á blöð og þetta efni dró hann að lokum saman í bók, þar sem hann gengur fullkomlega gegn eldri kenningum og kollvarpar skoðunum kirkjunnar manna á jörðinni og himingeimnum. Kópernikus staðhæfir nefnilega að jörðin sé hnöttur, sem snúist um sjálfan sig á einum sólarhring og jafnframt gangi svo þessi hnöttur um sólina á einu ári. Þá segir hann að sólin en ekki jörðin, sé miðpunktur og þungamiðja okkar sólkerfis og með þessari opinberun var komin fram ný og gjörbreytt heimsmynd. En þrátt fyrir að Kópernikus væri viss í sinni sök, þá vogaði hann sér ekki lengi vel að birta þessar byltingarkenndu niðurstöður opinberlega af ótta við kirkjuleg yfirvöld, sem héldu fast við fyrri skoðanir á þessum málum. Einnig varð hann að taka tillit til þess að hann var kirkjulegur embættismaður, sem bar að styðja viðteknar kenningar þeirrar stofnunar sem hann vann hjá. Eftir þrotlaust starf um áratuga skeið og margvíslegar athuganir var hin nýja heimsmynd tilbúin í handriti. Kópernikus var þá orðinn sjúkur maður og fann dauðann nálgast. Einn af vinum hans taldi hann þá á að láta prenta bókina og var það síðan gert. Sagt er að þessi mikli hugsuður og lærdómsmaður hafi fengið fyrsta eintakið í hendurnar skömmu fyrir andlát sitt, sumir segja á dánardegi. Bókin nefndist Um hreyfingu himinhnatta. Var þetta lítið kver sem ekki vakti mikla athygli fyrst í stað, enda voru ekki margir sem áttuðu sig til fulls á innihaldinu. En vitneskjan um bókina og boðskap hennar komst þó von bráðar í hámæli og þrátt fyrir andmæli og fjandskap kirkjunnar manna, sannfærðust sífellt fleiri um að þarna væri kominn fram grundvöllur hinnar réttu heimsmyndar. Og við þá heimsmynd sem Kópernikus fékk okkur í hendur árið 1543, höfum við unað lítt breytta æ síðan. Kópernikus heldur fyrirlestur í Róm. Kópernikus við athuganir sínar. Hlaðvarpinn framhald af bls 532 sem það skreytti með lyngi og tólgarkertum. Og áreiðanlega hafa þau tré ekki notið minni aðdáunar í augum æsku þeirra tíma en nútíma trén nreð öllu sínu dýra glysi og glingri. Og þau tré hafa nokkuð örugglega verið geymd frá ári til árs, jafnvel árum saman og notuð afitur. Trén okkar í dag eru hins vegar nokkurs konar einnota tré, um leið og hátíðin er yfirstaðin þá eru þau orðin fyrir, enda kannski ekki orðin eins burðug og þegar upp var lagt. Og nú er umfangið orðið það mikið að sérstakar ffamkvæmdir þarf til þess að taka við þeim frá heimilunum og koma þeim fyrir eða endumýta, sem reyndar er farið að gera í stórum stíl í dag, með því að saxa þau niður og nota í göngustíga og ýmislegt fleira sem að gagni verður. Að því leytinu til eru „lifandi“ trén hagstæðari en plasttrén, sem sagt er að endist að meðaltali í sex ár á heimilunum en aldir í landfyllingum og sorpurðunarstöðvum. Hin lifandi, sígrænu barrtré, sem jafnan eru vinsælust sem jólatré, eru því til ýmislegs gagns á þeim tiltölulega stutta tíma sem þeim er gefið að lifa, sem mun vera að meðaltali einhvers staðar á milli 7-10 ár, frá því þeim er plantað út og þar til þau eru kornin í endurvinnsluna. Þau hreinsa óhreinindi úr andrúmsloftinu, mynda súrefhi, eins og flest önnur tré, á meðan þau eru að vaxa, gleðja augað, bæði innan húss og utan, bæði fyrir og á þessari stórhátíð mannanna. Miðað við lífsaldur, þá er kannski óhætt að telja þau í flokki gagnlegustu trjáa. Við hér hjá Heima er bezt vonum að lesendur okkar eigi eftir að njóta vel, fallegra og vel skreyttra jólatrjáa sinna, og þau megi búa þeim dýrmætar minningar er frá líður, um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla. Guðjón Baldvinsson. Heima er bezt 567

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.