Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2004, Side 41

Heima er bezt - 01.12.2004, Side 41
Fitjum í Skorradal í Borgaríjarðarsýslu 1761. Foreldrar hans voru Sigurður Einarsson f. um 1720, bóndi á Fitjum í Skorradal, og Sigríður Torfadóttir f. um 1722. Sigurður var sonur Einars Magnússonar bónda 1733 á Englandi í Lundarreykjadal og k.h. Þórunnar. Sigríður var dóttir Torfa Pálssonar og Guðríðar Torfadóttur. (B.Æ.). Magnús var tvígiftur. Fyrri kona hans var Ásta Flall- dórsdóttir f. 1741, d. 1802. Hún var þrígift. Ásta hafði átt tvær dætur með fyrri mönnum sínum. Annar maður Ástu var Björn Þorsteinsson á Norðurreykjum. Helga Ólafs- dóttir var eldri dóttir Ástu Halldórsdóttur, f. um 1768. (Allt skv. B.Æ.). Þegar þau Ásta og Magnús giftast, er Magnús skráður bóndi á Grímsstöðum. Lesa má kaup- mála, sem þau hjónin gerðu með sér þann 6. nóvember 1787, í ministerialbók Reykholts. Með Ástu hefur Magnús að öllum líkindum tekið við Úlfsstöðum. Síðari kona Magnúsar var Hólmfríður Jónsdóttir. Hún var fædd nálægt 1770. Magnús virðist hafa verið vinur vina sinna og afar trygglyndur. Sjá má að fóstursonurinn, Björn Ásmunds- son, er hjá honum í vinnumennsku löngu eftir að hann er kominn á þann aldur að eiga nreð sig sjálfur. Eins hljóta hann og sr. Pétur Pétursson, sóknarpresturinn í Stafholti, að hafa verið miklir vinir og vinátta sú á að hafa enzt á meðan báðir lifðu. Ekki er raunar ósennilegt, að Magnús hafi verið einn þeirra manna, sem aldrei verður orða vant og afar létt eiga með að telja öðrum trú um sitt eigið ágæti. Magnús er bóndi 1793 á Úlfsstöðum í Hálsasveit og jafnvel kannski eitthvað fyrir þann tíma. Síðar flytur hann að Hjarðarholti á Mýrum 1809 og var hann þar síðan til 1812. Þaðan fór hann í húsmennsku í Höll á Stafholts- sókn, síðan er Magnús bóndi á hluta Eskiholts 1814-1815 og í nokkur ár var hann bóndi á Brennistöðum í Borgar- sókn, sennilega frá 1816 til 1819, en þá leysist heimilið upp. 1819 fer Magnús til frændfólks síns í Hjarðarholti. Hann er síðar á Brekku í Norðurárdal og seinast lausa- maður í Hraunsnefi til dánardægurs. (Það síðasta eftir B.Æ.). Þess má geta að ekki finnst nafn Magnúsar í skiptabók Mýrarsýslu eftir andlát hans 1828, enda hefur maðurinn sennilega verið gersamlega eignalaus þegar hann deyr. Um Hólmfríði Jónsdóttur. Foreldrar hennar voru Jón Jóhannsson frá Ytri-Leirárgörðum í Borgarljarðarsýslu og Guðrún Hjaltadóttir frá Grýtubakka í Suður-Þingeyj- arsýslu. 1801 er hún barnfóstra hjá Sr. Pétri Péturssyni í Stafholti, en ekki er ólíklegt, að hún hafi verið skyld Sigþrúði Bjarnadóttur, konu hans. Svo mikils var Hólm- fríður metin þar, að hún er annar skírnarvottur Kristjáns sonar presthjónanna, sem borinn var til skírnar 29. nóv- ember 1800. Hólmfríður var rúmlega þrítug að aldri þegar hún giftist Magnúsi Sigurðssyni, 22. júlí 1803. Þau eignuðust ijögur börn, en tvö dóu ung. Dætur þeirra sem upp komust voru Sigríður Magnúsdóttir, er giftist Þorleifi Eyleifssyni í Litlu-Skógum og Guðrún Magnúsdóttir sem giftist Guðmundi Guðmundssyni, bónda í Hvammi í Kjós. Hólmfríður andaðist hjá dóttur sinni í Litlu-Skóg- um 29. nóvember 1838. (Um Hómfríði skv. B.Æ.). Björn Ásmundsson, sem var 14 ára vinnupiltur á Úlfs- stöðum 1801, kom afar ungur í fóstur til Magnúsar og Ástu í Úlfskoti. Þar er hann til heimilis, þegar hann er 7 ára gamall 1793. Pilturinn er aðeins 12 ára, þegar hann er tekinn í kristinna manna tölu árið 1799. Þá skráir sóknar- presturinn: „Er vel að sér og hefur þær bestu náms og skilnings gáfur.“ Björn var síðar hjá Magnúsi í vinnu- mennsku um árabil og fer fyrst að eiga með sig sjálfur um það bil, sem Magnús er að hætta búskap. (Min. og Sókn. Reykh.). Björn var fæddur 18. marz 1787, d. 16. júlí 1843. Foreldrar hans voru Ásmundur Þórhallason og Vigdís Björnsdóttir, hjón á Signýjarstöðum í Hálsasveit. 1816 verður Björn bóndi í Eskiholti í Borgarsókn. (B.Æ.). Björn og Ragnhildur voru á sama bæ frá því að Ragnhildur fæðist og allt fram yfir fermingu hennar. Magnúsi hefur áreiðanlega þótt afar vænt um Ragnhildi og ætla má, að hann hafi sinnt henni afar vel. Ekki er alveg ósennilegt, að hann hafi sjálfur kennt henni þær bænir og vers, sem hún er búin að læra, þegar hún er rétt nýskriðin á fjórða árið. Eins er ekki ólíklegt, að Björn, uppeldisbróðir hennar, hafi lagt sitt af mörkum, hvað uppfræðslu hennar varðar. Hvaða hug Hólmfríður hefur borið til Ragnhildar er erfitt að segja til um. Nærvera hennar hlýtur þó að hafa haft mikil áhrif á líf og tilveru Ragnhildar. Eiginmaðurog barnsfeður Þorkell Jónsson var f. 23. febrúar 1795. Foreldar: Jón Sigurðsson, 1748-1802 í Rauðanesi og Guðríður Jóns- dóttir f. 1764. (B.Æ.). 1845 eru Þorkell og kona hans Guðríður Þorvaldsdóttur f. 11. nóvember 1799 búsett í Einarsnesi í Borgarsókn. Böm þeirra: Stefán 16 ára, Guð- ríður 17 ára, Jón 15 ára, Þorkell 9 ára, Guðmundur 6 ára, Oddfríður 5 ára, og Guðbjörg eins árs. (Mt. 1845). Elzta barn þeirra var Guðrún, f. 1826. Þann 17. júlí 1847 giftast þau Þorkell og Ragnhildur í Borgarkirkju, en fyrr um árið hafði Ragnhildur ráðið sig sem ráðskonu í Einar- snesi. 1853 er Ragnhildur Magnúsdóttir, síðari kona Þor- kels, sögð „skír kona, er skikkanleg,“ en um Þorkel er skráð: „heldur einfaldur en ráðvandur og vandaður." Síð- sumars 1855 deyr Ragnhildur og árið eftir eru Þorkell og Guðbjörg, dóttir hans, í Krossnesi hjá Guðrúnu Þor- kelsdóttur. (Sókn. Borgar). 21. júní 1874 andast Þorkell hjá syni sínum í Lækjarkoti. Þá er skráð: „Karlægur og blindur, tvígiptur.“ (Min. Borgar). Ragnhildur er fylgikona Bjarna Jónssonar um skeið og fór hún með honum í ferðum hans yfir í Víðidal í Vestur- Húnavatnssýslu. Bjarni Jónsson var fæddur 12. marz 1788 á Laxfossi í Stafholtstungum og dáinn 8. maí 1863. Foreldrar hans voru Jón Þorbjarnarson f. 1752, dáinn Heima er bezt 569

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.