Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 44

Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 44
hann Svenni heppinn. Unni fannst líka yndislegt að þau skyldu hafa fengið leyfi til þess að flytja Kristínu norður og að það skyldi ganga svona vel, hún var alltaf að verða sjálfstæðari og farin að sýna áhuga á frekara námi, það hafði aðeins tekist að koma henni í gegnum grunnskólann og hún yrði látin taka tíunda bekkinn allan aftur til þess að rifja upp námsefnið. Unnur ákvað að hugsa ekki um neitt af þessu leiðinlega sem hafði gerst og var harðákveðin í því að halda Heiðrúnu systur sinni sem lengst frá sér þangað til hún yrði búin að fæða, henni fannst hún hafa svo yfirþyrmandi og óþægileg áhrif á sig, sérstaklega þegar hún byrjaði á fæðingar-hryllingssögunum sínum, sem versnuðu við hverja endurtekningu. Svo var endurnýjaður vinskapur við Viggu frábær líka, Vigga hafði reynst henni eins og klettur, það var bara þessi eini hængur á um áramótin, sem henni líkaði ekki, en hún vissi líka að ef Jóna væri ekki konan hans Svenna, þá hefði henni verið nákvæmlega sama um þetta hliðarspor hans og Viggu. Og allar myndirnar sem hún hafði málað og selt, styrkurinn sem hún hafði fengið, þetta var allt svo frábært. Æi, andvarpaði Unnur með sjálfri sér, ef ég gæti hætt að kvíða svona fyrir fæðingunni, það er eins og ég treysti mér ekki í þetta! Svo ætlar Steinar að vera hjá mér, þetta verður ekkert mál. Henni tókst að gleyma sér um stund, því síminn hringdi og mamma hennar og pabbi ætluðu að kíkja til hennar. Unnur hellti uppá handa þeim, lagaði sterkt mokkakaffi, það var uppáhaldið þeirra, og brosti út í annað, hún var eiginlega orðin húsmóðirin þama í Álftanesi, því Erlu þótti svo gaman að vera úti að vinna og hundleiddist húsverk, var dauðfegin að Unnur var svona dugleg innanhúss. Þegar þau höfðu stansað nokkra stund, sagði mamma hennar, eins og hálffeimin: „Unnur mín, ég veit að ég hef verið svolítið þögul og afundin við þig upp á síðkastið og vona að þú getir fyrirgefið mér það. Málið er að það hefur svo mikið gengið á alls staðar í kringum mig að ég hef ekki höndlað það, og ég virka örugglega mjög ósanngjörn við þig en það var á tímabili eins og að ekkert gengi upp. Steinar, þessi yndislegi maður, ég gat ekki samþykkt hann fyrir þig strax, ég hélt að hann væri glaumgosi og þú sæir hann aldrei meir eftir að þeir luku byggingunni hjá okkur í Lækjarbrekku, enda var Heiðrún búin að segja mér að hann væri heldur betur laus í rásinni. Ég veit ekki hvað kom mér til þess að trúa henni elskan mín, svo hélt ég að hann Atli á Vegamótum væri svo staðfastur og mikill fyrirmyndarmaður í hvívetna. Það hefur nú sýnt sig eða hitt þó heldur, það brást einhvern veginn allt sem ég hafði gert mér í hugarlund. Heiðrún og Þorkell talast varla við og þótt ég hafi margoft reynt að tala við þau bæði, er það bara eins og að skvetta vatni á gæs”. Hún tók sér málhvíld og pabbi hennar sagði að þetta hefði bæði verið mjög erfiður tími fyrir þau og svo margir gleðiríkir atburðir inn á milli. Þau vildu bara að hún vissi að þau Steinar ættu þau alltaf að og þau væru mjög ánægð með samband þeirra og að þau skyldu ætla að byggja sig upp þarna rétt hjá þeim. „Það er svo ómetanlegt að hafa fjölskylduna nálægt sér”, sagði frú Lára, „við þessi eldri verðum bara að passa okkur að reyna ekki að stjórna eða ákveða of mikið fyrir aðra, við getum auðvitað aldrei ákveðið neitt nema fyrir okkur tvö. Svo getum við bara vonað að öllum hinum gangi vel, og ég veit að þér og strákunum á eftir að vegna vel, en hún Heiðrún okkar er svolítið áhyggjuefni”. „Ætlar hún að fara aftur til Þorkels?“ spurði Unnur. „Ég veit það ekki”, svaraði pabbi hennar, „hún bað okkur að taka litla drenginn, hann Unnar Má, sagðist hafa beðið þig og ég leyfði mér að setja aðeins ofan í við hana fyrir það. Við ræddum það við Svenna og Jónu hvernig þeim litist á að hafa annað barn á heimilinu, og komumst að því þegar við loksins töluðum við þau á léttu nótunum, að þau langar til þess að búa út af fyrir sig og byggja sér sjálf hús. Svo sagði Svenni að þau hefðu verið að láta sér detta í hug að búa í stærsta sumarhúsinu ef Þorkell leyfði það, svona á meðan þau væru að plana framtíðina betur. Okkur fannst auðvitað ekkert athugavert við að þau byggju í næsta herbergi við okkur, gamla settið, en ungt fólk verður að fá að vera í friði og út af fyrir sig, við höfum bara verið svo óskaplega blind!“ „Þannig að nú eru þau flutt í sumarhúsið”, sagði Lára, „og það er mikið þægilegra, líka fyrir okkur, ég tala nú ekki um fyrst við ætlum að gerast uppalendur upp á nýtt”. Unnur brosti. „Þannig að þið ætlið að taka þann litla?“ spurði hún. „Já”, svaraði pabbi hennar kampakátur, „ég gæti aldrei úthýst neinum af mínum nánustu, ég held það væri sama hvað viðkomandi gerði af sér. Og ekki hefur þessi blessaði litli nafni þinn gert nokkurn hlut af sér”. Þau eru yndisleg, hugsaði Unnur, mikið er ég heppin að eiga svona góða að. „Þú skalt ekki kaupa bamavagn Unnur mín”, sagði mamma hennar þegar þau kvöddu, „þú færð einn eins og Svenni og Jóna fengu og fullt af fotum fylgir honum”. „Heyrðu, hún Kristín hringdi í okkur í gær og bað um að fá að koma og gista. Má hún það? Er ekki einhver sem lítur eftir henni?“ spurði pabbi hennar. „Jú”, svaraði Unnur, „annað hvort Steinar eða ég verðum að sækja hana og vera til staðar, ef eitthvað kemur uppá. Ég skal biðja Steinar að hringja í ykkur þegar hann kemur, þá getið þið ákveðið hvemig þetta verður”. „Kannski vill Óli fara með að sækja hana”, sagði pabbi hennar og ranghvolfdi í sér augunum, „það er eins og hún hafi sett hann í álög. Hann er eins og engill nálægt henni!“ Þau hlógu og Unnur sagði að það yrðu flestir þannig nálægt henni, hún væri svo mikill engill sjálf. Steinar varð mjög glaður um kvöldið þegar hún sagði honum frá 572 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.