Heima er bezt - 01.12.2004, Blaðsíða 45
heimsókninni og að Kristín skyldi vilja gista í Lækjar-
brekku.
„Þvílíkur árangur!“ sagði hann, „hún er sannarlega að
finna sig hérna. Elsku Unnur, ég er svo hamingjusamur
yfir því að þú skyldir fá þessa frábæru hugmynd og ég
sem hélt að það væri að slá út í fyrir þér þegar þú stakkst
upp á þessu. Þú veist alltaf allt best, ég skil ekki hvernig
þú finnur alltaf hárréttu lausnina!“
Unnur skildi það ekki heldur, en svona var þetta, annað
hvort datt henni ekkert í hug eða þá hún vissi ná-
kvæmlega hvað var best að gera. Pabbi hennar hafði
boðið Steinari aðstoð sína við að rifa og hreinsa, þannig
að þeir voru í því lungann úr marsmánuði, ásamt því að
Steinar réði til sín þrjá smiði fyrir sumarið, tveir þeirra
voru frekar ungir en höfðu þó einhverja reynslu, þann
þriðja leist honum best á, hann var að verða sextugur og
hafði greinilega innsýn í allt sem viðkom nýbyggingum
og endurbótum á gömlu.
I endaðan mars gerði snarpan hríðarkafla með miklu
fannfergi, og bændur prísuðu sig sæla að eiga nóg hey
eftir þetta indælissumar ef veðrið skyldi verða svona
eitthvað fram á vorið. Unni fannst allar árstíðir hafa sinn
sjarma og það fór alls ekkert í taugarnar á henni að hafa
hríð og snjó, henni fannst sveitin svo dásamlega falleg og
friðsæl, alveg eins og á jólakorti, þegar hreinn og nýr
snjór þakti allt. I byrjun apríl sagði pabbi hennar að þau
væru nú komin með afadrenginn til sín, Heiðrún hefði
vanið hann af brjósti og nú væri hann alfluttur í
Lækjarbrekku með allt sitt hafurtask. Hún sjálf hefði
farið í frí með vinkonum sínum til Spánar og ætlaði að
vera í heilan mánuð.
Það er allt að breytast, alltaf hreint, hugsaði Unnur.
Heiðrún farin til Spánar og búin að láta Unnar Má frá sér,
Jóna fer að vinna á hótelinu í júní og þau Svenna langar
mest til þess að kaupa sér jörð einhvers staðar. Steinar
ætlar að byggja einn sveitabúgarð fyrir okkur, eitt
nýtískufjós fyrir þau í Nýjabæ og breyta fjósinu í
Eilífðarnesi í fjárhús fyrir Erlu og Víglund, ásamt því að
klæða allt prestssetrið að utan. Þorkell er búinn að fá sér
ráðskonu, sem átti eitt barn sjálf og strax farið að kjafta
um þau í sveitinni. Hjónin í Nýjabæ sendu Bergþóru sína
suður í fjölbrautarskóla, Perla og Palli ætla að stækka
galleríið því þau þurfa stöðugt að vera að framkvæma
eitthvað. Vigga ætlaði að koma norður um sumarið í
nokkrar vikur og vinna á sjúkrahúsinu, Oli ætlaði að
vinna í banka um sumarið, honum gekk mjög vel í
viðskiptanáminu sínu. Svona lét Unnur hugann reika
daglangt, stillti persónum í lifi sínu upp í huganum og
púslaði þeim svo út og suður.
Fæðing hjá henni var áætluð 15.-20. apríl og þann 5.
apríl, á 26. afmælisdaginn sinn, þegar hún átti tíma í
mæðraskoðun, hafði hún verið með stingi um allan
skrokkinn og gat engan veginn sofið eða vakað um
nóttina, henni var samt ekki mjög illt en fannst eins og
væri verið að rífa í sig og toga sig alla til að innanverðu.
Hún sagði þó ekkert við Steinar eða Erlu um morguninn,
og sagðist alveg geta farið ein í skoðun þar sem hún vissi
að Erla ætlaði til Víglundar strax og hún var búin að gefa,
og Steinar ætlaði að vera ásamt föður hennar í einhverju
viðhaldi á sumarhúsunum í Lækjarbrekku allan daginn.
Það var líka svo gott veður, og þótt skaflamir væm svo
háir að það mynduðust nánast göng meðfram veginum,
þá fór Lancerinn hennar allt, enda rennifæri þar til færi
að hvessa, þá myndi fljótlega skafa á veginn. Uss, það
verður ekkert vandamál að komast heim, hugsaði Unnur
þegar hún renndi upp að sjúkrahúsinu, brosti annars
hugar þegar hún fann hvað barnið lét ófriðlega, og var
alveg sannfærð um að það vildi fljótlega komast út.
I skoðuninni spurði ljósmóðirin hvort hún hefði
virkilega komið ein framan úr sveit. Hún hélt það nú.
„Eg er ekki viss um að þú farir strax til baka”, sagði
ljósmóðirin brosandi. „Bamið er í höfúðstöðu og er
samkvæmt mínum fræðum að leggja af stað út í
heiminn!“
„Ha?“ sagði Unnur forviða. „Það getur ekki verið, ég á
ekki von á mér alveg strax, er það nokkuð?“
„Ja, ég hélt ekki”, sagði ljósmóðirin, sem hét Guðrún,
„en þetta er heilmikið og stórt barn, og bíddu, ég ætla
aðeins að skoða þig almennilega. Jú, jú, þú ert byrjuð í
útvíkkun, elskan mín og nú er bara að fara að græja þig
og koma þér svo á næstu klukkutímum á
fæðingarstofuna..
Hún talaði eitthvað margt fleira, sem Unnur náði ekki.
Hún fann kuldahroll læðast um sig og kvíðann heltaka
sig og varð að taka á öllu sínu til þess að ná stjórn á sér á
meðan hún gerði sér grein fyrir að nú var komið að því.
„Færðu enga verki Unnur?“ spurði Guðrún á meðan
hún sýndi henni allt og undirbjó það sem þurfti.
„Ha, jú, einhverja stingi hef ég verið með”, svaraði
Unnur utan við sig.
„Viltu ekki hringja í tilvonandi föður barnsins?" spurði
hún svo, og hló þegar Unnur sagði: „Jú, ætli það sé ekki
best”.
Svo fóru hlutirnir að gerast hratt. Steinar var kominn á
augabragði og eftir um það bil tvo klukkutíma frá því að
Unnur gerði sér grein fyrir því að hún var að fara að fæða
barn, var hún undirlögð af verkjum og komin með 4-5 í
útvíkkun. Þetta er ógeðslega vont, hugsaði hún og
langaði mest að grenja í verstu hríðunum, og henda bæði
Steinari og ljósunni út af fæðingarstofunni, þau voru svo
ofsalega, ofsalega skilningsrík og pössuðu alveg
klukkuna fyrir hana, þannig að hún vissi nákvæmlega
hvenær næsti verkur kæmi. Hún var alveg að tapa vitinu,
og loks stundi hún:
„Steinar, geturðu séð um að ég fái að tala við Erlu í
síma?“
Hann hljóp til og hringdi og hún bað hann að vera úti á
meðan hún talaði við vinkonu sína.
„Elsku Erla, þetta er eins og að vera í helvíti, ég fæ
engan frið til þess að vera ein og ég er algjörlega
orkulaus og þoli ekki þetta skilningssljóa, skilningslausa
Heima er bezt 573