Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Page 8

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Page 8
8 Hrafn sagði, að ekkert væri því til fyrir- stöðu, að fundurinn yrði límdur saman. Fól hann Sveinbirni að sjá um það verk. Varla hafði Hrafn sagt sitt síðasta orð, er Sveinbjörn birtist á pallinum enn á ný. Bað hann Hraf; um að koma með lím, svo hann gæti límt saman fundinn. Hrafn var ekki af baki dottinn frekar en endranær, heldur hengslaðist upp á pall- inn með límkrukku undir hendinni, og sagði, áð nú væri ekkert því til fyrir- stöðu að líma saman fundinn. Upphófst nu forkostulegt og skellihlægi- legt basl á pallinum ; Sveinbjörn reyndi hvað eftir annað að líma saman fundinn, en ekkert tjóaði. Þegar her var komið sögu birtist Hrafn enn á pallinum og gaf skýringu á kraft- leysi límsins. "Þetta er nefnilega ekki lím, vinur, " sagði hann, "þetta er þvotta- lögur, ha, ha". Þá var Sveinbirni nóg boð- ið, og gafst hann upp við frekari umleitan- ir í þá átt að líma saman fundinn. Áheyrendur skemmtu sér konunglega með- an öllu þessu fór fram, og má til marks um það geta þess, að Helgi Þorláksson einn hló eins og sjö hundruð manns. NÚ tók að sí ga á seinni hluta fundar- ins. Þeir Hrafn og Tryggvi urðu að leggja sig alla. fram til að hafa við mælsku kven- fólksins. Hrafn sagðist heldur vilja sitja á sprengjutunnu, heldur en að dansa við stúlku í poka. Elísabet "Lorelei" Guttormsdóttir svaraði öllum ádeilum þeirra jafnóðum og lagði fram óyggjandi rök máli sínu til stuðnings. Margir fleiri tóku til máls, en hér er ekki rúm til að telja þá upp. Sérlega var áberandi, hve margar stúlkur tóku til máls. Er þetta ánægjuleg tilbreyt- ing að sjá stúlku í ræðustó'L; nokkuð, sem gerist ekki allt of oft, og vonar karlþjóð skólans, að framhald verði á þessari ný- breytni sér og öLLum öðrum til augnayndis. Á þessum málfundi bar lítið á því, að rætt væri um æskuna, og var það að vonum. Eins og Helgi Þorláksson benti á, í ræðu sem hann hélt í lok fundarins, þá er það fremur eldra fólkið en hið unga, sem talar um æskuna. Á þessum málfundi sást berlega, að áhugi fyrir málfundum er mikill í skóla her, og er vonandi, að margir og skemmtilegir málfundir verði haldnir hér í skólanum í vetur. FRAMSÖGUPISTLAR GUÐLAUGS TRYGGVA KARLSSONAR Á MÁLFUNDI I. Tízkan og kvenþjóðin Orsakar kvenfatatízkunnar er fyrst og fremst að leita í hverflyndi kven- fólksins og tilhneigingu þess til að láta bera á sér. Kvenfólkið virðist vera með þeim ósköpum fætt að mega aldrei sjá flík í líkingu við sína á neinni ann- arri manneskju. Versta óhapp, sem gæti hent kvenmann í nýrri flík, er að mæta kynsystur sinni í eins fati. Gleggst sést þetta, þegar kona fer að velja sér föt, hatt, kápu eða kjól. Þá er um að gera að hafa flíkina nógu skræpótta og í sem allra mestri and- stæðu við þá fyrri, hvað Ijót, sem hún annars er. Ef þessi eiginleiki væri ekki til staðar, gæti engin tízka þrifizt og að sjálfsögðu engir tízkuteiknarar og annað, sem henni fylgir. Tízkan hefur, eins og annað, sína þróunarsögu, og hefur sú þróun lengst af verið sú, að fötin verði íburðarmeiri og litsterkari. En nú þegar allt er komið á toppinn með íburð og liti, er þá kvenfólkið af baki dottið ? Nei, það er öðru nær. NÚ byrja þær bara á öfugum enda og fara að fækka fötum, og það svo mjög, að með þrjú hundruð ára viðbótarþróun ganga þær líklega allar saman allsnakt- ar á götum bæjarins. En þetta tilheyrir framtíðinni. Síðasta afbrigðið af öllu þessu tízkuklúðri er svo pokatízkan. Hún er blátt áfram ferleg. Það er annars undarlegt með mig, að þegar ég sé þennan poka dettur mér alltaf í hug, hvort að það sé ekki hægt að nota hann sem nokkurs konar beljuflík, þegar kalt er. II. fslenzk æska Er æskan verri í dag en hún var fyrir nokkrum árum ? Margir, og einkum þeir eldri, telja að svo sé. En það er mikil rökleysa og vitleysa. Þeir eldri segja ; Hann er kjaftfor, óhlýðinn, latur o.s.frv. En þetta er bara nákvæmlega það sama, sem ellin sagði við þá í þeirra ungdæmi og við

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.