Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Síða 20

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1958, Síða 20
- 20 - F A N G I HARMLEIKUR í AUSTURBÆNUM Ungur og frjáls sveitapiltur lendir í einu af hinum alræmdu fangelsum Reykjavíkurborgar- Gormur Gíslason hoppar upp tröppurn- ar og opnar dyrnar. Hin marglitu og stór- brotnu innyfli Gagnfræðaskóla Austurbæjar blasa við honum, og stígvélin taka þegar að skrölta af undrun og hræðslu. "Goðan daginn", er sagt rett hjá honum og lágvaxinn horaður öldungur í dökkum jakkafötum gengur til hans og heilsar. Gormur þrífur kolluna af höfði sér og heils- ar mjög kurteislega. Gamli maðurinn skotrar augunum í krákustígum eftir sex og hálfs feta langri beinagrind, staðnæm- ist loks við andlitið og segir: "Ja-, hver er nu maðurinn?" "Gormur Gíslason frá Hvammstanga í Vestur-Hunavatnssýslu". "Gormur, ja það var nu svei mér skrýtið nafn". "Ef til vill" svarar Gormur. "Annars heiti ég nu Gormur af því að hann afi minn sálugi var dívanasmiður". "Ha-, hvað sagðirðu - dívanasmiður, já einmitt það já. " Gamli maðurinn skælir sig, líklega á það að tákna bros. Síðan heldur hann áfram: "Svo þu ert frá Hvammst. " "já, Hvammst. í V.-Hun, " svarar Gormur. "já ég vissi nu það. Ertu annars að koma nuna fyrst?" "já, ég kom í gær með rutu suður. Heyrðu annars, hvar get ég fengið að tala við skólastjórann sjálfan?" "Farðu upp stigann og síðan til vinstri, þá muntu rekast á dyrnar og spurðu bara eftir honum þar, " sagði gamli maðurinn rólega. Gormur er ekki kominn upp stigann, þegar á móti honum kemur einhver í gráum jakkafötum með gleraugu í hendinni. Gormur stanzar og lítur þegj- andi á manninn. "Ætlarðu nokkuð að tala við mig?" spyr maðurinn og lítur góðlát- lega til Gorms. "Ja-, ju-, nei, nei, ég ætlaði að tala við skólastjórann, " segir Gormur og sótroðnar, svo að hinar ótelj- andi freknur á kinnum og enni hans sökkva í kaf. Skólastjóri setur nu gleraugun á sig, kynnir sig og tekur Gorm tali. Að fengnum öllum upplýsingum kveður skólastjóri og biður Gorm bíða næstu frímínutna. Gormur gengur að veggnum, hallar sér að honum og hellir stærstu rauðmöls- kögglunum ur stígvélunum á gólfið. Hann er ekki fyrr kominn í stígvélin aftur, er hann heyrir dálítinn hávaða fyrir innan dyrnar, sem hann stendur við. Hann gengur frá veggnum og er nógu fljótur til að sjá skólatösku með fljugandi mann í eftirdragi þjóta út um dyrnar. Fyrir ínnan stendur stráklingur nokkur á söndulum, albustinn og reiðilegur á svip og kallar á eftir honum; "Reyndu ekki að vera svona ósvífinn framar. " Síðan lokast dyrnar. Gormur stendur á gapi af undrun nokkra stund, en þegar hann hefur náð sér aftur, gengur hann að þeim útkastaða og spyr : "Er það algengt að nemendur hendi kenn- urum út eins og núna?" Maðurinn brosir og muldrar, að hann sé nú aðeins nem- andi í 3.bekk. "Hver var þá þessi patt- aralegi á söndulunum, " spyr Gormur alveg ruglaður. "Uppáhaldskennarinn minn, " svarar maðurinn hálfflissandi. "Uppáhaldskennarinn þinn, " étur Gormur eftir honum undrandi. "já auðvitað, hann hendir mér langoftast út. " Gormur staulast hugsandi út að veggnum og fer að virða fyrir sér skólann. Skyndilega er friðurinn rofinn á ný. Hurð á veggnum beint á móti er svipt upp og maður einn, uppmálaður af skelfingu, kemur á harða hlaupum út úr stofunni með rauðhærðan jötun á hælunum. Þrátt fyrir ógurlega reiði tekst jötn- inum ekki að hremma vesalings manninn og dregur óðum í sundur með þeim, enda er jötninum sýnilega margt betur gefið en spretthlaup - og hárgreiðsla, og kemur þar að lokum, að hann stanzar. Bálreiður Orangutan í gryfju jafnast ekki á við þessa stórfenglegu persónu. Eftir að hafa staðið litla stund og safnað nýjum kröftum, öskrar jötunninn svo hatt hann getur: "Þú kemur aldrei í tíma til mín framar." Síðan snýr hann sér við eins og afbrigði af indverskum fíl og amerísku lamadýri. Gormur, sem er að yfirbugast, herðir sig nú upp, gengur að flóttamanninum og spyr skjálfandi röddu: "Er það þáttur í kennslunni að láta menn

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.