Alþýðublaðið - 26.01.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.01.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 „Það er ekki þar með sagt’ Annað áhugamál Rangvellinga er að koma upp alþýðuskóla austan- fjalls. Ekki hefir neitt verið á- kveðið um það ennþá, hvar hann eigi að standa. En það er áætlað, að stofnkostnaður hans verði 200 tús. kr., og að hann verði fyrir um 60 heimavistarnemendur. Hugsað er að safnað verði inn austan- fjalls, en síðan verði leitað styrks Alþingis. f einum hreppi austan- fjalls — Grímsneshreppi — er búið að saína saman 6 þús. kr., og er þáð góð byrjun. í skatta- og tollamálum vilja Rangvellingar afnema óbeina skatta, en láta beina skatta koma í stað- inn, smátt og smátt. Rangvellingar sækja um styrk til þess að gera Holtaveginn fær- an; sá vegur er akvegur, en með öllu ófær nú“. Þar með endaði samtalið við Gunnar frá Selalæk, því það kom niaður að tala við hann, sem víst setlaði að kaupa af honum 1 eða 2 af þessum 40 bújörðum, sem hann hefir til sölu, eða kannske eitthvað af þeim 11 húsum, sem Runnar á hér í Reykjavík. Pétur Ottesen var yngsti þing- tnaðurinn fyrir kosningar, en nú Gunnar yngstur. Hann er 31 úrs, eins og Pétur, en yngri í úrinu. Jafnframt því að vera yngsti þingmaðurinn, er Gunnar sá hœsli (hann er 3 al. og 1 þml. á sokka- ieistum og í einum sokkum) og 8ú þyngsti, því hann vegur 210 Þú. (án loðkápu). Um daginn og vegii. Eyjólfar Jónsson frá Herru au8lýsir, að hann gangi eftir K'önnum, hermi eftir mönnum °- fl. í kvöld í Iðnó. Vonandi hefir ðann i þetta sinn „prógram*, svo að menn viti hverjum hann úernair eftir. i. Botnía fer til útlanda á mið- vikudaginn. Sterling var í gær á Seyðis- &ði, á leið norður um land til Reykjavíkur. Togarar fjölmargir hafa undan- farna daga leitað skjóls hér á höfninni undan aftakaveðri því, er geysað hefir hér sunnanlands. Áhngi mikill kvað vera vakn- aður meðal Góðtemplara á því, að endurbæta húsnæði það, er þeir undanfarið hafa átt við að búa. Fjársöfnun er þegar hafin innan stúknanna og gengur vei, sem af er. Listasýningn ætlar Listvina- félagið að halda næsta vor. Eáðhús verkalýðsfélaganna á lóð þeirra á horninu á Hverfis- götu og Ingólfsstræti, er nú full- gert. Yar það vígt í gær. Flosi Sigurðsson trésmiðameistari hefir bygt það. Leiðrétting. Nafn Sig. Jóns- sonar, barnakennara, hafði í síð- asta blaði fallið úr í frásögninni um þá, sem úr bæjarstjórn ganga. Erlend iriynt. Khöfn, 24. jan. Sænskar krónur (100) — kr. 120.00 Norskar krónur (100) — kr. 109.50 Þýzk mörk (100) — kr. 8.65 Pund sterling (1) —kr. 21.44 Dollars (100) — kr. 595.00 Útlenðar jréttir. Pest í Errópu! Formaður þeirrar deildar Past- eursstofnunarinnar í París, er fæst við pestarrannsóknir (dr. Dujardin heitir hann) skýrði nýlega frá því f viðtaii við blaðamann að pest væri nú f mörgutn bæjum við Miðjarðarhaf, svo sem Saloniki (Grikklandi), Alexandriu (Egyfta- landi) og Konstantinopel. En þar eð alt er gert til þess að stöðva útbreiðslu pestarinnar, og lækna- vísindin nú vita alivel hvernig hún hagar sér, er talið víst að hún breiðisl ekki mikið út. Auglýsingar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Ouð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. Hernaðarsamband bæði til árása og varna, mynd- uðu hin nýju ríki Latvia (Letland) og Lithá, í fyrra mánuði. Samn- ingarnir voru gerðir í Kovno í Lithá. Verður framvegis ein her- stjórn fyrir þessi 2 rfki, og er bú- ist við að þetta verði upphaí nán- ara sambands milli iandanna, enda eru Lettar og Litháar náskyldar þjóðir, en mynda til samans sjálf- stæða grcin á hinum indó evrópska tungumálastofni. Lettar eru mót- mælendatrúar en Litháar rómversk- katólskir. Frá írnm. Frá írlandi berast stöðugt frétt- ir af óeyrðum og óspektum og er ekki meira en svo að hin ensku yfirvöld ráði við að ekki fari alt f bál og brand. Um miðjan fyrra mánuð réðust 50 vopnaðir menn um nótt inn i hús blaðsins „Irish Iadependent* og gereyðilögðu prentvélar blaðs- ins með „kúbeinum“ og sleggjum er þeir höfðu með sér. Þessir 50 voru úr skiinaðarflokknum (Sinn Fein), en blaðið var mjög óvin- veitt flokknum. Samsæri gegn Yenizelos komst upp f Aþenuborg í lok nóvembermánaðar og var fjöldi manns tekinn höndum. Tilgang- ur samsærismanna var að drepa Venizeios og koma Konstantin konungi aftur til valda, en hann varð að segja af sér 12. júní 1917 og flýja úr landi. Hefir hann síð- an búið f Sviss. Flestir samsæris- mennirnir voru herliðsforingjar. 1‘ýzku kaíbátarnir. í stríðinu mistu Þjóðverjar 178 kafbáta í hendur fjandmanna sinna, eða þá þeir voru skotnir niður. 21 kafbát eyðilögðu skipshafnirn- ar sjálfar til þess þeir féilu ekki í hendur óvinanna. Og í lok vopna- hlésins afhentu Þjóðverjar 122 kafbáta og eiga nú engan eftir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.