Heimili og skóli - 01.04.1947, Blaðsíða 11

Heimili og skóli - 01.04.1947, Blaðsíða 11
HEIMILI OG SKÓLI 33 Góð íþrótt Kári Tryggvason, kejnnari í Víði k.eri í Bárðardal, er skáld gott og-hef- ur gert tilraun með að nota þá íþrótt við kennslu sína, hæði til gag'ns og gleði. Hann skrifar Heimili og skóla m. a. á þessa leið: ---— Eg iief nú í inarga vetur lát- ið liörnin ,,ríma“, eins og \ ið köllum ]>að. Þetta finnst þeim mjög gatnan, og að inínu áliti er það heppileg-æfing fyrir imgarflug og málkennd barn- anna. Einnig mun það auka áhuga þeirra fyrir ljóðum, en af því veitir ekki. Ég læt börnin „ríma“ svona einu sinni í viku. Tel ég sýnisliornið, er ég læt hér fylgja, hóflegt 30 mínútna rím hjá 12 ára barni. Eins og þú sér, er hér ekkert skeytt um stuðla, en endarímið eítt látið gilda. Þá er efnið samhengislaust, og þykir okkur það meira gaman. Stund- um er þó „ort“ um visst efni. Nú í vetur tók ég upp á því, að kenna börnunum að yrkja eftir nokk- urnveginn viðurkenndum bragregl- um. Tókst þetta furðanlega, a. m. k. hjá sumum þeirra, og er bragurinn um Grænlendinga sýnishorn af því. Þetta lét ég þau gera á kvöldin, því að skáld- skapur er tímafrekur!----- RÍM Bjallan er að hringja. Nú eigum við að syngja. Heimurinn er stór. Við syngjum öll í kór. m.' Hvað á að segja? • Eitt goðið hét Freyja. Mongólinn er gulur. Jón Múli er þulur. Hilla er fín. Hulla er með grín. Steiúa'r veiðir önd. Ég /býj til vönd. Kíþ'liijn brýnir ljá. Hann'ætlar að slá. Sól skín á glngga. Draugur er í skugga. Það er ganran núna. Konan mjólkar kúna. Fjallið er hátt. í kotinu er kátt. Við erum í tíma. \ Gaman er að ríma. Áin er ströng. Ég veiði á stöng. Sauðurinn er feitur. I fjallinu eru geitur. ísland er eyja. Ég held. að ég sé að deyja. 30 mín. rím. Eftir skólabarn í Bárðardal. GRÆNLENDINGAR. I Grænlandi býr gráðugt fólk. er gnægð af selum étur. Karlar bera byssuhólk, því bráðum kemur vetur. Þeir háma í sig frosinn fisk, O það fellur þeim öllu betur. En gaffal, hníf og grautardisk ei Grænlendingur metur. Úr skinnum liafa þeir skrýtna brók og' skuplu úr refafeldi. Þeir kunna ekki að kyrja á bók, en kjötið steikja á eldi.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.