Heimili og skóli - 01.04.1947, Blaðsíða 13

Heimili og skóli - 01.04.1947, Blaðsíða 13
HEIMILI OG SKOLI 35 Lög um menntun kennara Tvennt er það einkum, sem íslenzkir barna- kennarar hafa barizt fyrir undanfarin ár: Hið fyrra er að fá bætt kjör sín, og hefur nú fengizt bót á því með hinum nýju launalög- um. Hið síðara er að krefjast meiri og full- komnari menntunar fyrir barnakennara, og hefur nú einnig fengizt endanleg lausn á því með nýjum lögum um menntun kennara, sem samþykkt voru á Alþingi þann 5. marz sl. Þetta er allmikill lagabálkur í 6 köflutn og 56 greinum. Fyrsti kaflinn fjallar um Kenn- araskóla Islands. Það skal vera fjögurra ára skóli og starfa eigi skemur en 8 mánuði ár hvert. Gert er ráð fyrir, að miðskólapróf veiti rétt til inngöngu í skólann. En miðskólapróf nefnist próf að loknu þriggja ára námi í gagn- fræðaskóla. I greininni um markmið skólans segir, að honum sé ætlað að búa menn undir kennara- starf við barna- og unglingaskóla, uppeldis- störf félagslegs eðlis, svo sem við barna- og unglingaheimili, barnaleikvelli, fávitahæli, st.rf á vegum barnaverndarnefnda o. fl. Einn- ig er honum ætlað að búa menn undir fram- haldsnám. við Háskólaíslands, íþróttakenn- araskóla íslands, liandíðakennaraskóla, og húsmæðrakennaraskóla. í skólanum skalkennaþessarnámsgreinar: Is- lenzku og íslenzk fræði, eitt Norðurlandamál, ensku, stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, nátt- úrufræði, heilsufræði, landafræði, sögu, fé- lagsfræði, kristin fræði, uppeldisfræði, kennslufræði, kennsluæfingar, skrift, teiknun, handavinnu, íþróttir og söng. Þeir, sem búa sig einungis undir kennslu við smábarnaskóla, í sérgreinum, eða undir það að taka að sér uppeldisstörf önnur en kennslu, eru ekki skyldir að stunda allar þess- ar námsgreinar. Með reglugerð má ákveða, að stúdentspróf í almennum námsgreinum, svo sem íslenzku og íslenzkum fræðum, erlendum tungumál- um, náttúrufræði, landafræði og sögu, hafi kennaraprófsgildi. Skulu þeir stúdentar, sem þreyta kennarapróf, ekki prófskyldir í þeim námsgreinum. A sama hátt má ákveða, að kennarapróf í sörnu greinum liafi stúdentsprófsgildi. Kenn- arar þeir, sem þreyta vilja stúdentspróf, skulu því ekki prófskyldir í þeim greinum. En einkunnir í þessum greinum skulu í báðum tilfellum færðar á kennaraprófs- og stúdents- prófsskírteini og reiknaðar í aðaleinkunn. Annar kafli laganna fjallar um kennslu- stofnun í uppeldisvísindum við Háskóla Is- lands. Þar segir m. a.: Við heimspekideild Háskóla Islands skal koma á fót kennslustofn- un í uppeklisvísindum, jafnskjótt og aðstaða er fengin til æfinga- og tilraunakennslu. Hlut- verk þessarar stofnunar er að veita kennurum við barnaskóla og skóla gagnfræðastigsins, menntaskóla og sérskóla menntun í uppeldis- fræði, sálarfræði og kennslufræði. Auk þess skulu kennarar í uppeldisvísindum annast rannsókn og leiðbeiningar í þágu uppeldis- mála landsins, eftir því sem samrýmist kennslustörfum þeirra. Rétt til að stunda nám í uppeldisvísindum við stofnun þessa og taka þar próf liafa allir þeir, sem lokið hafa almennu kennaraprófi og stúdentar. í kennslustofnun í uppeldisvísindum við Háskéila íslands skal kenna eftirtaldar náms- greinar: a) lífeðlisfræði, almenna og liagnýta sálarfræði, sálarfræði barna og unglinga, heil- brigðra, geðveiklaðra, vangefinna og siðferði- lega vangæfra. b) Vísindalega og hagnýta uppeldisfræði, sögu .ippeldisfræðinnar, sögu uppeldisins, einkum hér á landi, og uppeldislega siðfræði og félagsfræði. c) Almenna kennslufræði og kennsluæfing- ar í einstökum greinum. Þriðji kafli laganna fjallar um æfinga- og tilraunaskóla. í 18. grein segir svo m. a.: Skólinn starfar sem æfingaskóli kennaraskéil- ans. Skal hann liafa uppeldis- og kennslu- fræðilegar athuganir með höndum, einkum varðandi barnafræðslu og gagnfræðanám. Skal hann og hafa forgöngu um, að slíkar at- huganir verði gerðar í öðrum skólum og unn- ið tir þeim. Þá getur fræðslumálastjórn falið skólanum að annast útgáfu leiðbeiningarrita (Framhald á síðu 38).

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.