Heimili og skóli - 01.06.1949, Blaðsíða 16

Heimili og skóli - 01.06.1949, Blaðsíða 16
60 HEIMILI OG SKÓLI barnið þeirra á að fara í sér- skóla? A hverju ári, þegar nýr hópur af börnum á að fara í sérskóla, tekur það daga, vikur og mánuði að skýra það fyrir foreldrunum, hvers vegna þessi breyting er nauðsynleg *og æskileg. Margir foreldrar vilja ekki viður- kenna, að barn þeirra sé vangefið. Þeir óttast dóm ættingja og nágranna um það, að þau skuli eiga vangefið barn. Erfiðast er þetta, þegar foreldrarnir eru í góðri stöðu. Þá ganga þeir oft milli Heródesar og Pílatusar til að fá að hafa barnið í almennum skóla. Sum þessi börn eru um stund send í katólskan skóla eða einkaskóla, en verða fljótt að fara þaðan aftur. Skýr- ingin á því, að foreldrarnir gera það, sem þeir geta, til að barnið fari ekki í sérskóla, er sú, að þau vilja komast hjá að barnið fái á sig „stimpil". Svona er skilningur foreldranna, þó að börnin fái einmitt þá kennslu í sérskólunum, sem er í samræmi við hæfileika þeirra. Stundum heppnast foreldrunum líka að fá almennu barnaskólana til að hafa þau áfram. Fyrir nokkrum árum vitprófaði ég stúlku í 5. bekk. Greindarvísitala hennar var 56, m. ö. o. langt fyrir neð- an þá lægstu tölu í sérskólunum (um 70). Hún var komin upp í 5. bekk, og foreldrarnir fullyrtu, að hún gæti vel „fylgst með“. Barnið var illa á sig kom- ið af æsingu og taugaveiklun, — hún hafði ekki aðeins nagað af sér neglurn- ar, en einnig holdið með fram þeim. Líf hennar hlýtur að hafa verið eins og illur draumur, þar sem stöðugt er bar- izt við að vinna verk, sem eru ofraun. En vegna „kærleika" foreldranna var henni bjargað frá „stimplinum“. Þetta vandamál með „stimpilinn" kemur upp hvað eftir annað. Er það nú nauðsynlegt, að þessi börn fái þennan „stimpil“? Hvort er verra: að eyðileggja sálrænt samræmi barnanna með því að viðurkenna ekki hvernig þau eru, eða viðurkenna, að þau séu vangefin eða heyrnardauf? Áður en vangefnu barni og foreldr- um þess er fært það til vansæmdar, hvernig barnið er, ættu allir foreldrar — reyndar allir menn — að gjöra sér ljós tvö eftirfarandi atriði: 1. Vangefnu börnin eru sérstakur, normal hópur manna. Það hefur verið reiknað út nákvæmlega, hve mörg pró- sent afburðamenn, ljóngáfaðir, gáfað- ir, normalir, vangefnir, hálfvitar og fá- vitar finnist í ákveðnum hópi manna. Auðvitað getur þetta breytzt ofurlítið, en það er það venjulega, að nokkuð af fólkinu er vangefið og það er talið, að sé um 6% í Danmörk, eins og áður er nefnt. Börnin eru hér og verða að vera hér, og hvorki þau né foreldrar þeirra geta gert við því, að þau eru vangefin. Þau eru fastur liður í okkar þjóðfélagi. 2. Það eru ekki gáfur manna ein- göngu, sem segja til um manngildi þeirra. Það, sem skiptir máli, er, að hver maður sé í samræmi við sjdlfan sig og umhverfi sitt, — sé ánægður og glaður og noti hæfileika sína á hag- kvæman hátt. Það er alltaf þörf fyrir fólk — þótt það hafi ekki miklar gáfur — jafnvel á tímum sem þessum, þegar þeir vitru hafa fundið það upp, að flesta vinnu eigi að framkvæma með höfðinu, og að það sé fínna að vinna með höfðinu en

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.