Heimili og skóli - 01.12.1950, Page 14

Heimili og skóli - 01.12.1950, Page 14
130 HEIMILI OG SKÓLI Hugrún: KVÆÐI DAGSINS. Flutt á samkomu Barnaverndarfélags Akureyrar á fyrsta vetrardag 1950. Menn og konur hefjist handa, hér er þörf að leysa vanda. Æsku má ei ólán granda. Islands framtíð vernda skal, þegar lengist tímatal. Avöxtur af iðju og þori eflir þjóðarhaginn. Oft má gleðjast eftir vinnu- te> daginn. Rœtast vonir, roðna tindar, rennur dagur, blása vindar. Eitthvað heyrist lagið lindar léttar kveðið en i gœr. Upþ við sandinn aldan hlær. Hrærast Ijúfir hörpustrengir. Hugsjón rætur festi. Þjóðarhjartað liknar litlum gesti. Dýrkeypt verður lifið löngum, láns skal gæta eftir föngum. Skýrist margt i skóla ströngum, skyldan vekur hetjuþrótt. Oft er brekkan eftirsótt. Margir eru dagsins draumar, djörfung ei skal vikja þvi má aldrei hik né hugdeyfð rikja. Hér eru ótal verk að vinna, verður þessu máli að sinna. Vel að hinu veika hlynna, vekja, glæða andans mátt, örfa lífsins æðaslátt. Hver á annars byrði að bera. Börnin öðrum fremur þurfa styrk, sem þeim að notum kemur Oft er rætt um barnabrekin, brot á lögum fyrir tekin, sakadálkur saman rekinn. Sorgarnornin knýr á dyr, hún með rámri röddu spyr: Hefur þú, sem glaður gengur, grýlum rutt úr vegi, eftir þér svo börnin breyta megi? Bezt er i sinn barm að lita, brostna strengi saman hnýta, rísa upp og ráðum hlita, réttum herra kærleikans. Vel hann styrkir vonir manns. Þessi dagur heill skal hreppa, hann er fyrirboði blómatima, bjartur morgunroði. Starf er margoft strit og mæða, starf er lika andans fæða. Starf og þróttur, gleðin gœða, gullæð lífsins vonarrík, önnur finnst hér engin slik. Þegar vel er ráðum ráðið, réttir aðstoð fjöldinn. Vinna skal ei vandann bak við tjöldin

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.