Heimili og skóli - 01.12.1950, Síða 16

Heimili og skóli - 01.12.1950, Síða 16
132 HEIMILI OG SKÓLl Utarlega í borginni stóð lítill og hrörlegur kofi. Það var eitthvað svo einkennilegt að sjá hann þarna hjá öllum stóru húsunum. Hann stóð þarna eins og einhver framandi gest- ur, eins og umkomulaus fátæklingur meðal stórmenna. Hann átti ekki heima þarna; þó stóð hann þarna, líklega fyrir einhverja tilviljun, kann- ske fyrir náð þeirra, sem með völdin fóru. Það var enginn hátíðasvipur yfir þessum kofa í kvöld. Þar var eng- in ljósadvrð, engin viðhöfn. Daufa skímu lagði út um lítinn glugga á stafninum. Það bar þó vott um, að þarna byggju einhverjar lifandi verur. Þykkt snjólag lá á þakinu og allt í kringum kofann. Þar hafði hvorki verið mokað né sópað, eins og á hin- um uppljómuðu götum borgarinnar. En í kringum kofann var þó líf, ó- venjulega mikið líf. Þar voru svangir smáfuglar, sem virtust hafa nóg að tína í svanginn. Þarna hlaut því ein- hver að búa, sem mundi eftir litlum, svöngum smáfuglum í öllu jólaann- ríkinu. Hér voru kannske engin jól. Kannske bjó hér einhver heiðingi eða sérvitringur, sem ekkert hugsaði um blessuð jólin. Það var svo sem ekkert líklegra. Það var nóg til af slíku fólki. En fyrst við erum á annað borð kom- in á þennan einmana stað, verðum við að fá að vita eitthvað meira um þennan kofa og íbúa hans. En við skulum gæta þess að trufla ekki. Það eru þó jól í kvöld, og jafnvel íbúar í litlum og hrörlegum kofa eiga rétt á að fá að vera í friði fyrir forvitnum augum. Já, við skulum hafa hljótt. í kofanum er aðeins eitt lítið her- bergi, lítið eldhús og svolítil geymslu- kompa. Þetta er öll íbúðin. Það er ekki heldur ríkmannlegt um að litast þar inni. Allt er fátæklegt, en þó hreinlegt. Allt er sópað og prýtt. Jú, hér eru einnig jól, það er auðséð á öllu. Gamall kertastjaki úr kopar stendur á litla borðinu. Hann er spegilfagur, og er auðséð, að hann hefur verið fægður nýlega. Þessi kerta- stjaki er líka ekki tekinn fram nema einu sinni á ári, — á jólunum, en nú er hann líka svo skínandi fagur, að það væri engin skömm að því að láta hann standa á sjálfu háaltari kirkj- unnar. í stjakanum er mjallhvítt kerti, en það hefur ekki verið kveikt á því enn. Annað sést ekki í herberginu, sem geti bent á, að það séu komin heilög jól. Engar jólagjafir, ekkert jólatré, engin viðhöfn. Jú, — hægra megin við kertastjakann liggur gam- alt nýjatestamenti, en vinstra megin við hann er gömul og snjáð sálmabók. Nýjatestamentið er opið, og á opn- unni, sem upp snýr, er Lúkasarguð- spjall, 2. kapítuli. Jú, hér voru áreið- anlega jól, þótt fátækleg væru. Það gat enginn heiðingi haft svona við- búnað í kvöld. Tvö rúm voru í herberginu; einn- ig þau voru fátækleg en hreinleg, þá voru þar nokkur fátækleg húsgögn. Enginn maður var í herberginu. Fram af þessari litlu stofu var enn minna eldhús. Á stóli framan við litla elda- vél situr gömul kona og horfir inn í glæðurnar. Hún er hvít fyrir hærum, göfugmannleg á svip, en raunir og erfiðleikar margra áratuga höfðu rist rúnir sínar á andlit hennar. Þó er þar engan raunasvip að sjá. Yfirbragð

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.