Heimili og skóli - 01.12.1950, Síða 18

Heimili og skóli - 01.12.1950, Síða 18
134 HEIMILI OG SKÓLI drengur minn,“ sagði gamla konan og brosti. „Það lá ekkert á, það lá ekkert á.“ Svo fór ég til Jóns gamla í Skúrn- um.“ „Hvernig leið honum?“ „Hann var dálítið lasinn í dag, en hann sagði, að það væri ekkert. Bara gigt. eða einhver skömm í skrokkn- um.“ „Hafði enginn komið til hans í dag?“ „Nei, enginn í dag, en ég fékk hon- um gjöfina frá þér, amma.“ „Æ, þetta var engin gjöf, drengur minn, engin gjöf. Aðeins smávegis glaðning til að sýna, að það væri þó einhver, sem myndi eftir gömlum ein- stæðingi.“ „Ég átti að skila innilegu þakk- læti fyrir. Hann sagði, að þetta hefði komið sér vel.“ „Jæja, sagði hann það? Það var gott. Það var gott!“ „Svo fór ég síðast með böggulinn til veika drengsins. Hann er mikið veik- ur.“ „Hefur honum versnað?" „Ég veit það ekki. Læknirinn kom til hans í dag, en hann vildi ekkert segja.“ Hafði hann nokkuð gaman af þessu lítilræði?" „Já, amma, hann varð svo glaður, að það stóðu tár í augum hans. Það hefur enginn komið til hans í dag. Hann þekkir engan hér.“ „Blessaður drengurinn, blessaður litli stúfurinn. En leið honum mjög illa?“ „Nei, hann sagði mér, að sér liði nú vel, en ég sá þó, að hann var mik- ið veikur. Hann bað mig að sitja hjá sér litla stund.“ „Gerðirðu það?“ „Já, amma, en það tafði mig dálít- ið.“ „Það gerði ekkert til. Það lá ekkert á.“ „Hann bað mig að segja sér jóla- söguna ,söguna um atburðinn, þegar Jesú fæddist, — eins og mamma hans hafði gert.“ „Þú hefur gert það?“ „Já, amma, ég sagði honum söguna. Ég kunni hana vel, af því að þú hef- ur svo oft sagt mér hana. Hann bað mig líka að halda í höndina á sér á meðan, — eins og mamma hafði gert.“ „Þú hefur gert það?“ „Já, amma, ég hélt í höndina á hon- um á meðan. Hún var heit og rök.“ „Fórstu svo?“ „Já, amma. Nei, — ekki alveg strax. Hann bað mig að bíða svolitla stund. Síðan seildist hann undir koddann sinn og kom þaðan með gamalt úr.“ „Gamalt úr?“ „Já, gamalt, en fallegt úr.“ — „Þetta er úrið, sem hann pabbi minn átti,“ sagði hann. „Ef ég dey, þá mátt þú eiga úrið, af því að þú ert svo góður við mig. Ég ætla að skrifa þetta á miða, sem ég festi við úrið. Þá fær þú úrið, ef ég dey.“ — „Þú deyrð ekki,“ sagði ég. — „Nei, það er ekki víst, en ég kvíði ekkert fyrir að deyja. Ég vildi helzt deyja á jólunum. Þá hlýtur að vera mikil hátíð á himnum. Miklu meiri en hér. Heldurðu það ekki?“ — „Jú, en þú deyrð ekki,“ sagði ég. „Sagði hann svo nokkuð meira?“ spurði amma. „Já, hann sagði: „Kysstu ömmu

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.