Heimili og skóli - 01.12.1950, Page 19

Heimili og skóli - 01.12.1950, Page 19
HEIMILI OG SKÓLI 135 þína fyrir gjöfina, — jólagjöfina. Amma þín er góð kona. Hún er eins og-----hún er lík — Jesú“.“ Gamla konan brá svuntuhorninu sem snöggvast Aipp að augunum og og þagði dálitla stund. Þetta var eitt- hvað svo óvænt, sem veiki drengurinn sagði. Hvílík fjarstæða! Ja, það sem börnunum getur dottið í hug! ,,Jæja, þetta er nú allt gott, dreng- urinn minn. Nú getum við farið að halda okkar jól.“ ,,Já, amma, við getum það.“ Gamla konan stóð hægt á fætur, sótti jólafötin þeirra og lagði þau á rúmin. Eftir litla stund voru þau bæði komin í sparifötin. Að því búnu kveikti amma á kertinu, og þá voru jólin komin í kofann þeirra. Einnig þar voru haldin heilög jól. „Nú lesum við jólaguðspjallið," sagði amma og settist á rúmið sitt. „Ég er orðin svoddan ræfill, að ég treysti mér ekki til að fara í kirkju. En guð heyrir líka til okkar hér, drengurinn minn.“ Hún tók gleraugun sín ofan af hillu og nýjatestamentið af borðinu. „Vilt þú lesa jólaguðspjallið, vinur minn?“ sagði amma og leit á dreng- inn. „Nei, ég vil heldur að þú gerir það. Ég vil helzt, að þú segir það sjálf,“ mælti drengurinn, ..Þú segir það svo vel. Ég sé það allt fyrir mér, þegar þú segir frá.“ „Jú, ég get gert það, ég held, að ég kunni það,“ sagði gamla konan. Hún lagði nýjatestamentið í kjöltu sér, og svo kom sagan. — Það var satt. Það varð allt lifandi, þegar amma sagði frá. Jósef og María, fjárhirðarnir, hjörðin þeirra, engillinn, já, allur englaskarinn, og síðast en ekki sízt, litla jólabarnið í jötunni. Þau sáu þetta allt, gamla konan og litli dreng- urinn. Þau heyrðu óminn af fagnaðar- söngvum englanna. Þau sáu birtuna. Já, þeim fannst birta drottins ljóma í litla kofanum þeirra. Hér voru sann- arlega lieilög jól. Drengurinn hlustaði hugfanginn. Honum fannst sagan of stutt. „Segðu meira, amma, segðu meira,“ sagði hann. Og amma hélt áfram að segja frá. Hún sagði frá uppvexti Jesú og starfi. Atburðirnir liðu fram hjá eins og myndir á tjaldi, fagrar og yndislegar, og djúpur friður fyllti litla kofann, fyllti sál litla drengsins. Amma þagnaði andartak, því næst fór hún með bæn. Að lokum söng hún jólasálm með titrandi rödd, og litli drengurinn raulaði með. Því næst varð þögn. Kling-kling-kling! — Kling-kling- kling! — Kling-kling-kling! Daufur ómur af fjarlægri klukkna- hringingu barst út fyrir borgina. Guðsþjónustunni í kirkjunni var lok- ið. Kirkjugestirnir gengu hljóðir og hátíðlegir út úr kirkjunni. Þetta liafði verið hátíðleg guðsþjónusta. Það var gott, að þeir höfðu ekki setið heima. Þeir höfðu gert skyldu sína. Já, kirkju- gestirnir héldu ánægðir heim til sín. Heim í jólafagnaðinn, jólagleðina. Sumir voru í skrautlegum bifreiðum, aðrir gengu, og þeir voru miklu fleiri. Ríki maðurinn í........götu hafði einnig verið í kirkju með konu sinni og einkasyni. Hann var einnig ánægð- ur, hafði góða samvizku. Það hafði verið mikið að gera við verzlunar-

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.