Heimili og skóli - 01.12.1950, Qupperneq 21

Heimili og skóli - 01.12.1950, Qupperneq 21
HEIMILI OG SKÓLI 137 Það voru líka jól í húsi ríkismanns- ins. Sonur ríkismannsins lagðist til svefns í drifhvítu rekkjunni sinni. Hann var þreyttur og hlakkaði til að sofna. A morgun átti að vera gesta- boð og veizla. Hann hlakkaði ekkert til þess. Hann þráði eitthvað, eitthvað skemmtilegt. En hann vissi ekki, hvað það var. Hann hafði til dæmis aldrei átt systkini. Hann öfundaði þau börn, sem áttu systkini. Hann var oftast einn. Já. hann hefði viljað gefa allar jólagjafirnar sínar, já, miklu meira, til þess að eiga bróður — eða systur, góðan félaga og vin. ----En hvað var nú þetta? Það var einhver inni í herberginu hans. Já, svo sannarlega! Hann leit upp. Fyrir framan rúmið hans stóð skínandi björt vera, — engill. Drengurinn varð dálítið hræddur, en veran mælti: „Vertu óhræddur, litli vinur. Ég er jólaengillinn." ,,Jólaengillinn!“ sagði drengurinn undrandi. „Eru þá jólaenglar til? Ég hélt, að þeir væru ekki til.“ „Jú, ég heimsæki börn jarðarinnar á hverjum jólum, sérstaklega þau, sem eiga eitthvað bágt.“ „Ég á ekkert bágt. Ég er ríkur. Ég fæ allt, sem mig langar til að eiga,“ sagði drengurinn. „Já, ég veit það, en allir eiga bágt, sem ekki eru glaðir. Allir eiga bágt, sem ekki finna til hinnar sönnu jóla- gleði í hjarta sínu. Þú ert ekki glaður, litli vinur minn.“ „Jú, jú, ég er víst glaður. Ég fékk margar, margar dýrmætar jólagjafir í kvöld, og allir eru mér góðir.“ „Já, ég veit það líka,“ mælti engill- inn. „En þú ert samt ekki glaður. Þetta er ekki hin sanna jólagleði. Við sjáum það alla leið til himna, þegar eitthvert barn finnur ekki til jólagleð- innar, og það hryggir okkur. Öll börn eiga að vera glöð á jólunum. Þá er einnig gleði á himnum — mikil gleði á himnum. Þá er gleði á himni og jörð, því að glöð börn eru líka góð börn.“ „Já, — en — hvernig er þá jólagleð- in?“ „Það get ég ekki sagt þér, elsku barn. Við verðum sjálf að lifa jóla- gleðina til þess að þekkja hana.“ Það var eins og engillinn hugsaði sig um litla stund. Hann horfði á drenginn með blíðu brosi, en mælti síðan: „Komdu með mér.“ Ungi ríkismannssonurinn hlýddi. Það var ekki hægt annað. Þeir gengu ekki. Þeir svifu af stað. Svifu í loftinu. Skyldi ég vera dáinn? hugsaði ríkis- mannssonurinn. Skyldi engillinn vera að fara með mig til himna? Hann þorði ekki að spyrja, en þetta var dá- samlegt ferðalag, en stutt. Engillinn nam staðar utarlega í borginni — hjá litlurn kofa, — litlum og fátæklegum kofa. Hann drap ekki á dyr. Hann opnaði ekki einu sinni hurðina, og þó stóðu þeir nú inni í litlu og fátæk- legu herbergi. Ljós logaði á litlum lampa. Það var jólaljósið, — jólaljósið, sem var látið loga alla jólanóttina. Gömul kona svaf í fátæklegri rekkju. Friður hvíldi yfir andliti hennar, ein- hver himneskur friður, engin þreyta, og þó var hún gömul, engin óánægja, aðeins hvíld og friður. Engillinn benti honum á lítinn

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.