Heimili og skóli - 01.12.1950, Síða 24

Heimili og skóli - 01.12.1950, Síða 24
140 HEIMILI OG SKÓLl „Við höfum lifað nægjusömu lífi, en við höfum alltaf haft nóg að borða. Ég hef haldið börnunum hreinum og klætt þau sæmilega, svo að þau hafa alltaf litið vel út. Þegar þau fóru að ganga í skóla, bar það að vísu oft við, að þau sögðu frá ýmsu, með nokkurri angurværð, sem þessi eða hinn félagi þeirra hafði fengið. Við höfðum ekki ráð á að gefa börnum okkar nokkurn hlut, fram yfir það nauðsynlegasta. Ég hugsaði mikið um þetta og hvernig ég ætti að reyna að bæta börnunum þetta upp. Ég fór á fætur kl. 4 á morgnana á sumrin og reyndi að koma svo miklu í verk og mér var unnt. Um miðdagsleytið smurði ég svo dálítið af brauði og raðaði í matarkörfuna. Að því búnu hélt ég til skógar með allan hópinn. Þar kenndi ég þeim að þekkja tré og fugla, og meðan ég hvíldi mig í grasinu, eða stoppaði í sokka, lofaði ég börnunum að leika sér. Stundum fór ég sjálf í leik með þeim, eða við sátum og sungum. Og þegar börnin voru orðin svöng, settumst við að hinni fátæklegu máltíð, sem varð allt í einu að dýrindis kræsingum, af því að við sátum hér úti í skógi og borð- uðum þar. Á veturna vanrækti ég aldrei að eiga með börnunum hljóða stund í rökkrinu. Þau söfnuðust sam- an í kringum mig og ég sagði þeim frá öllu, sem ég mundi, frá bernsku minni og æsku, og börnum þykir ákaflega gaman að öllu slíku. Og jafn- vel þótt ég væri búin að segja hundrað sinnum frá sama atburðinum, vildu þau fá að heyra sagt frá honum aftur og aftur. „Æ, mamma, segðu okkur frá, þegar þú varst lítil.“ Þetta fékk ég oft að heyra. Það er mikið um það rætt nú á dög- um, að börnin sýni foreldrum sínum og öðru fulltíða fólki litla virðingu. Ég held, að þetta stafi af því, að börn- unum hefur ekki verið kennt að gleðj ast við að rétta öðrum hjálparhönd. Foreldrarnir gleyma að setja sig í spor barnanna. Þeir leika sér ekki við þau og tala of sjaldan við þau í alvöru. Mín reynsla er sú, að börn og ungling- ar kunna vel að meta það, að við þau sé talað í alvöru. Það er ágætt að stofna ýmis félög fyrir unglingana og börnin, þar sem talað er um alvarlega hluti, en ég held, að bezt væri, að allt slíkt færi fram í heimilunum. Það er mikilsvert atriði fyrir barna- uppeldi, að þolinmæðin sé því nær takmarkalaiís, þegar börnin spyrja um eitthvað skynsamlegt og vilja fræðast. Ég man eftir atviki einu í sambandi við þetta. Ég hafði þá víst gleymt þessu gullvæga boðorði. Tveir af drengjunum mínum höfðu spurt og spurt. Og ein spurningin var meðal annars sú, hvað væri súgur í eldavél. Ég reyndi að útskýra þetta, en þeir vildu fá að sjá, hvernig súgurinn kom, en þá setti ég hnefann í borðið. Þegar ég kom inn úr fjósinu morguninn eft- ir, sátu báðir drengirnir í náttfötun- um uppi á eldavélinni. Þeir höfðu tekið af henni hringana. Svo höfðu þeir fundið göngustaf og bundið háls- treflinum mínum um endann á hon- um. Þessu áhaldi stungu þeir svo inn í reykháfinn. Það var mjótt á mun- unum, að ég gæfi reiðinni lausan tauminn, en þá sneru þeir sér til mín með ljómandi augum og hrópuðu fagnandi: „Mamma, mamma! Nú vit- um við, hvernig súgurinn kemur! Nú

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.